Grímsey komin í var Sveinn Arnarson skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Gripið verður til margvíslegra aðgerða svo byggð haldist í Grímsey. Þetta samþykkti ríkisstjórn Íslands á fundi sínum í gær. Fréttablaðið/Pjetur Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær margþættar aðgerðir til að bjarga byggð í Grímsey. Byggðalaginu verði gefinn aukinn kvóti frá ríkinu, samgöngur bættar til og frá eynni og endurmetinn verði kostnaður við húshitun í eynni. Hinn 20. ágúst sl. samþykkti ríkisstjórn Íslands, að tillögu forsætisráðherra, að setja á laggirnar vinnuhóp til að skoða stöðu Grímseyjar. Hún komst að þeirri niðurstöðu að mikilvægt væri að Íslandsbanki, Akureyrarkaupstaður, Byggðastofnun og ríkissjóður kæmu að sameiginlegri lausn. Lagði vinnuhópurinn til aðgerðir sem myndu kosta um 500 milljónir króna árlega. „Ég hef trú á að með þessum aðgerðum sem nú liggja fyrir og byggja að talsverðu leyti á tillögum heimamanna verði unnt að styðja við áframhaldandi búsetu í þessari nyrstu byggð landsins. Sérstaða eyjunnar er óumdeild.“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í tilkynningu.Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður Bæjarráðs AkureyrarBæjarstjórn Akureyrar fagnar þeirri niðurstöðu Ríkisstjórnar að grípa til aðgerða í því skyni að treysta áframhaldandi byggð í Grímsey. Í bókun sem bæjarstjórn samþykkti í gær kemur fram að mikilvægt se´að allir hjálpist að til að viðhalda byggðinni. „Akureyringar hafa lagt áherslu á að ríkið komi að málum ásamt sveitarfélaginu til að styrkja forsendur búsetu í Grímsey og hefur jákvæð niðurstaða nú fengist í málið. Sérstaða byggðar í Grímsey er óumdeild og því brýnt að allir leggist á árarnar til að skjóta styrkum stoðum undir búsetu þar til frambúðar eins og Ríkisstjórn Íslands hefur nú ákveðið að gera,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Akureyrar. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar, segir gleðiefni að ríkisstjórn hafi tekið þessa ákvörðun. „Þetta er gleðidagur fyrir okkur Akureyringa að ríkisstjórn hafi ákveðið að ganga til verka við að viðhalda byggð í Grímsey. Við höfum alltaf sagt að það þurfi samstillt átak til að ná lendingu í málinu,“ segir Guðmundur Baldvin. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær margþættar aðgerðir til að bjarga byggð í Grímsey. Byggðalaginu verði gefinn aukinn kvóti frá ríkinu, samgöngur bættar til og frá eynni og endurmetinn verði kostnaður við húshitun í eynni. Hinn 20. ágúst sl. samþykkti ríkisstjórn Íslands, að tillögu forsætisráðherra, að setja á laggirnar vinnuhóp til að skoða stöðu Grímseyjar. Hún komst að þeirri niðurstöðu að mikilvægt væri að Íslandsbanki, Akureyrarkaupstaður, Byggðastofnun og ríkissjóður kæmu að sameiginlegri lausn. Lagði vinnuhópurinn til aðgerðir sem myndu kosta um 500 milljónir króna árlega. „Ég hef trú á að með þessum aðgerðum sem nú liggja fyrir og byggja að talsverðu leyti á tillögum heimamanna verði unnt að styðja við áframhaldandi búsetu í þessari nyrstu byggð landsins. Sérstaða eyjunnar er óumdeild.“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í tilkynningu.Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður Bæjarráðs AkureyrarBæjarstjórn Akureyrar fagnar þeirri niðurstöðu Ríkisstjórnar að grípa til aðgerða í því skyni að treysta áframhaldandi byggð í Grímsey. Í bókun sem bæjarstjórn samþykkti í gær kemur fram að mikilvægt se´að allir hjálpist að til að viðhalda byggðinni. „Akureyringar hafa lagt áherslu á að ríkið komi að málum ásamt sveitarfélaginu til að styrkja forsendur búsetu í Grímsey og hefur jákvæð niðurstaða nú fengist í málið. Sérstaða byggðar í Grímsey er óumdeild og því brýnt að allir leggist á árarnar til að skjóta styrkum stoðum undir búsetu þar til frambúðar eins og Ríkisstjórn Íslands hefur nú ákveðið að gera,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Akureyrar. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar, segir gleðiefni að ríkisstjórn hafi tekið þessa ákvörðun. „Þetta er gleðidagur fyrir okkur Akureyringa að ríkisstjórn hafi ákveðið að ganga til verka við að viðhalda byggð í Grímsey. Við höfum alltaf sagt að það þurfi samstillt átak til að ná lendingu í málinu,“ segir Guðmundur Baldvin.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira