Ræða druslustimplun í slúðurblaði skólans Snærós Sindradóttir skrifar 17. nóvember 2015 06:00 Skólameistari ME og rektor MH segja pésa sem verið hafa til vandræða hafa skánað með árunum. Vísir/Stefán „Mér finnst þetta algjörlega vera barn síns tíma og ég, sem formaður, vil leggja þetta niður,“ segir Rebekka Karlsdóttir, formaður Nemendafélags Menntaskólans á Egilsstöðum. Í dag verður haldið málþing á vegum nemendafélagsins um Pésann, slúðurblað skólans. Í umfjöllun Fréttablaðsins um helgina um druslustimplun var viðtal við Álfheiði Mörtu Kjartansdóttur, 22 ára konu sem var tekin fyrir í Fréttapésa, slúðurriti Menntaskólans við Hamrahlíð, og stimpluð drusla. Sögusagnir fóru af stað og hún náði ekki að hrista þær af sér alla framhaldsskólagönguna. Hún glímir enn við sálrænar afleiðingar eineltisins, svo sem kvíða og óþarfa varkárni í samskiptum og hegðun. Rebekka segir að þótt Pési ME-inga hafi skánað með árunum sé enn verið að lista upp hvaða nemendur kysstust eða hverjir séu að slá sér upp. „Mér finnst enginn hafa rétt til þess að skrásetja þetta. Það fer mikill tími og vinna í að gefa út eitthvað svona ómerkilegt sem fer svo út um allan fjórðunginn.“ Hún segir að eldri nemendur, sem eitt sinn sáu ekkert athugavert við Pésann, muni tala á málþinginu því til stuðnings að Pésinn verði lagður niður í núverandi mynd. „Með þessu málþingi viljum við fyrst og fremst fá að heyra ólíkar skoðanir því ég vil ekki vera formaðurinn sem er bara einhver einræðisherra. Svo reikna ég með því að þetta verði tekið upp hjá stjórn nemendafélagsins og í framhaldinu tekin ákvörðun,“ segir Rebekka. Helgi Ómar Bragason, skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum, segir Pésann hafa verið vandræðapésa um árabil. Öfugt við ritnefndir Fréttapésans í MH séu ritnefndir Pésans oftast skipaðar stúlkum. Þær séu þó ekkert vægari við kynsystur sínar en strákarnir. Lárus H. Bjarnason, rektor MH, hefur tilfinningu fyrir því að Fréttapésinn sé vægari nú en áður. Hann man vel eftir atvikinu sem lýst er í helgarumfjöllun Fréttablaðsins. „Þetta getur gerst vegna þess að það er auðvitað ritfrelsi í landinu en við höfum bent nemendum á ábyrgð þeirra á útgefnu efni.“ Hann segir að nemendurnir sem hafi skrifað umræddan Fréttapésa hafi fengið stranga áminningu. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira
„Mér finnst þetta algjörlega vera barn síns tíma og ég, sem formaður, vil leggja þetta niður,“ segir Rebekka Karlsdóttir, formaður Nemendafélags Menntaskólans á Egilsstöðum. Í dag verður haldið málþing á vegum nemendafélagsins um Pésann, slúðurblað skólans. Í umfjöllun Fréttablaðsins um helgina um druslustimplun var viðtal við Álfheiði Mörtu Kjartansdóttur, 22 ára konu sem var tekin fyrir í Fréttapésa, slúðurriti Menntaskólans við Hamrahlíð, og stimpluð drusla. Sögusagnir fóru af stað og hún náði ekki að hrista þær af sér alla framhaldsskólagönguna. Hún glímir enn við sálrænar afleiðingar eineltisins, svo sem kvíða og óþarfa varkárni í samskiptum og hegðun. Rebekka segir að þótt Pési ME-inga hafi skánað með árunum sé enn verið að lista upp hvaða nemendur kysstust eða hverjir séu að slá sér upp. „Mér finnst enginn hafa rétt til þess að skrásetja þetta. Það fer mikill tími og vinna í að gefa út eitthvað svona ómerkilegt sem fer svo út um allan fjórðunginn.“ Hún segir að eldri nemendur, sem eitt sinn sáu ekkert athugavert við Pésann, muni tala á málþinginu því til stuðnings að Pésinn verði lagður niður í núverandi mynd. „Með þessu málþingi viljum við fyrst og fremst fá að heyra ólíkar skoðanir því ég vil ekki vera formaðurinn sem er bara einhver einræðisherra. Svo reikna ég með því að þetta verði tekið upp hjá stjórn nemendafélagsins og í framhaldinu tekin ákvörðun,“ segir Rebekka. Helgi Ómar Bragason, skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum, segir Pésann hafa verið vandræðapésa um árabil. Öfugt við ritnefndir Fréttapésans í MH séu ritnefndir Pésans oftast skipaðar stúlkum. Þær séu þó ekkert vægari við kynsystur sínar en strákarnir. Lárus H. Bjarnason, rektor MH, hefur tilfinningu fyrir því að Fréttapésinn sé vægari nú en áður. Hann man vel eftir atvikinu sem lýst er í helgarumfjöllun Fréttablaðsins. „Þetta getur gerst vegna þess að það er auðvitað ritfrelsi í landinu en við höfum bent nemendum á ábyrgð þeirra á útgefnu efni.“ Hann segir að nemendurnir sem hafi skrifað umræddan Fréttapésa hafi fengið stranga áminningu.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira