Sigmundur segir Vísi misskilja orð sín Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2015 15:02 Sigmundur Davíð meinti að hinir forsætisráðherrarnir tali um að þeir geti ekki sagt hug sinn, en það á ekki við um hann sjálfan. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var nú rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu á Facebook sem snýr að frétt Vísis frá í morgun. Fréttin er í raun rituð útgáfa af þætti útvarpsviðtals sem var við Sigmund Davíð í Bíti Bylgjunnar. Þar greindi Sigmundur Davíð frá því að þegar forsætisráðherrar Evrópu kæmu saman, yfir kvöldverði eða á göngum, þá töluðu þeir á annan veg en opinberlega. Sigmundur Davíð vill meina að hann hafi aldrei sagt að það ætti við um sig heldur þá. Yfirlýsing forsætisráðherra er svohljóðandi: „Líklega er vandfundið betra dæmi um galskapinn sem stundum tekur völdin í þjóðmálaumræðunni: Í viðtali í morgun nefndi ég að stjórnmálamenn létu stundum vera að tjá sig opinberlega um staðreyndir mála af ótta við að snúið yrði út úr eða farið rangt með. Ég tók svo fram að það væri mikilvægt að stjórnmálamenn létu ekki slíkar áhyggjur stöðva sig, þeir mættu ekki vera smeykir við að tjá sig enda sæi almenningur í gegnum rangfærslurnar. Ég nefndi svo dæmi um þetta. Viðtalið varð til þess að Vísir skrifaði frétt með fyrirsögninni „Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum“. Fyrirsögnin fékkst ekki leiðrétt þótt bent væri á að í henni fælist fullkomin andstæða raunveruleikans. Næst er svo talað við Pírata út frá röngu fyrirsögninni og úr því gerð önnur frétt með fyrirsögninni: „Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar.“ Og svo tengir Sigmundur Davíð við hlekk sem vísar á útvarpsviðtalið, sem finna má í meðfylgjandi frétt umræddri.... Athugsemd blaðamannsRétt er að fram komi að Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs hafði samband við blaðamann og fór fram á að fyrirsögn umræddrar fréttar væri breytt. Ekki var orðið við þeirri ósk á þeim forsendum að ómögulegt sé að skilja orð forsætisráðherra á annan veg en fyrirsögnin kveður á um. Annað kalli á þá merkingu, þann skilning að Sigmundur sé að tala um alla hina forsætisráðherrana en ekki sig -- að hann sjálfur sé í þeirri einstöku stöðu einn meðal forsætisráðherra þjóðanna að segja hug sinn ætíð hreint út.Líklega er vandfundið betra dæmi um galskapinn sem stundum tekur völdin í þjóðmálaumræðunni: Í viðtali í morgun nefndi...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 16. nóvember 2015 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar Helgi Hrafn Gunnarsson segir forsætisráðherra vilja varpa ábyrgð á viðmælandann með því að tala um misskilning. 16. nóvember 2015 13:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var nú rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu á Facebook sem snýr að frétt Vísis frá í morgun. Fréttin er í raun rituð útgáfa af þætti útvarpsviðtals sem var við Sigmund Davíð í Bíti Bylgjunnar. Þar greindi Sigmundur Davíð frá því að þegar forsætisráðherrar Evrópu kæmu saman, yfir kvöldverði eða á göngum, þá töluðu þeir á annan veg en opinberlega. Sigmundur Davíð vill meina að hann hafi aldrei sagt að það ætti við um sig heldur þá. Yfirlýsing forsætisráðherra er svohljóðandi: „Líklega er vandfundið betra dæmi um galskapinn sem stundum tekur völdin í þjóðmálaumræðunni: Í viðtali í morgun nefndi ég að stjórnmálamenn létu stundum vera að tjá sig opinberlega um staðreyndir mála af ótta við að snúið yrði út úr eða farið rangt með. Ég tók svo fram að það væri mikilvægt að stjórnmálamenn létu ekki slíkar áhyggjur stöðva sig, þeir mættu ekki vera smeykir við að tjá sig enda sæi almenningur í gegnum rangfærslurnar. Ég nefndi svo dæmi um þetta. Viðtalið varð til þess að Vísir skrifaði frétt með fyrirsögninni „Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum“. Fyrirsögnin fékkst ekki leiðrétt þótt bent væri á að í henni fælist fullkomin andstæða raunveruleikans. Næst er svo talað við Pírata út frá röngu fyrirsögninni og úr því gerð önnur frétt með fyrirsögninni: „Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar.“ Og svo tengir Sigmundur Davíð við hlekk sem vísar á útvarpsviðtalið, sem finna má í meðfylgjandi frétt umræddri.... Athugsemd blaðamannsRétt er að fram komi að Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs hafði samband við blaðamann og fór fram á að fyrirsögn umræddrar fréttar væri breytt. Ekki var orðið við þeirri ósk á þeim forsendum að ómögulegt sé að skilja orð forsætisráðherra á annan veg en fyrirsögnin kveður á um. Annað kalli á þá merkingu, þann skilning að Sigmundur sé að tala um alla hina forsætisráðherrana en ekki sig -- að hann sjálfur sé í þeirri einstöku stöðu einn meðal forsætisráðherra þjóðanna að segja hug sinn ætíð hreint út.Líklega er vandfundið betra dæmi um galskapinn sem stundum tekur völdin í þjóðmálaumræðunni: Í viðtali í morgun nefndi...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 16. nóvember 2015
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar Helgi Hrafn Gunnarsson segir forsætisráðherra vilja varpa ábyrgð á viðmælandann með því að tala um misskilning. 16. nóvember 2015 13:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00
Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar Helgi Hrafn Gunnarsson segir forsætisráðherra vilja varpa ábyrgð á viðmælandann með því að tala um misskilning. 16. nóvember 2015 13:04