Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2015 13:04 Ef allir misskilja alltaf það sem maður segir verður maður að reyna að finna út úr því hvernig maður tjái sig þannig að fólk misskilji síður, segir Helgi Hrafn. „Það eru náttúrlega ekki fréttir að það sé illa komið fyrir lýðræðinu. Fólk hlýtur einhvern tíma að hætta að hneykslast á því,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson kapteinn Pírata. Vísir spurði hann hvort ekki væri illa komið fyrir lýðræðinu nú þegar fyrir liggur að forsætisráðherrar tala ekki hug sinn af ótta við að orð þeirra verði rangtúlkuð eða snúið út úr fyrir þeim af fjölmiðlum. Þetta kemur fram í viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands.Skylda stjórnmálamanna að tala skýrtHelgi Hrafn vill setja fyrirvara á orð sín: „Manneskjur eru ekki einhliða portrett-myndir heldur kristallar; við komum öðruvísi fram við vini okkar heldur en foreldra, öðruvísi við kollega heldur en viðskiptavini og öðruvísi í einrúmi heldur en á almannafæri. Það er eðlilegt og í því felst enginn óheiðarleiki í sjálfu sér.“ Að því sögðu, segir Helgi Hrafn það hluta af starfi stjórnmálamanns að koma hlutum frá sér þannig að líkur á misskilningi séu sem minnstar. „Oft flóknum málum sem maður hefur lítinn sem engan tíma til að útskýra. Ekki einungis forsætisráðherra þarf að díla við það heldur allir sem þurfa að samskipta með sömu orðunum við stóra hópa fólks með ólíkar skoðanir og nálganir á viðfangsefnið.“Í vandræðum með að verja skoðanir sínarOg Helgi Hrafn heldur áfram: „En ég upplifi kvörtun Sigmundar meira á þann hátt að hann varpi sinni ábyrgð á viðmælandann, það er þeirri að geta rökstutt og varið sín sjónarmið. Það er heldur algengt að þegar fólk lendir í vandræðum með að verja sínar skoðanir þá varpi það ábyrgðinni á tjáningunni yfir til viðmælandans. Ef allir misskilja alltaf það sem maður segir verður maður að reyna að finna út úr því hvernig maður tjái sig þannig að fólk misskilji síður,“ segir Helgi Hrafn: „Annað sem menn verða að velta fyrir sér er hvort að það sé yfirhöfuð einhver misskilningur sem valdi viðbrögðunum, en ekki þvert á móti einmitt dýpri skilningur á lógískum afleiðingum þess sem viðmælandinn sagði.“ Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Það eru náttúrlega ekki fréttir að það sé illa komið fyrir lýðræðinu. Fólk hlýtur einhvern tíma að hætta að hneykslast á því,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson kapteinn Pírata. Vísir spurði hann hvort ekki væri illa komið fyrir lýðræðinu nú þegar fyrir liggur að forsætisráðherrar tala ekki hug sinn af ótta við að orð þeirra verði rangtúlkuð eða snúið út úr fyrir þeim af fjölmiðlum. Þetta kemur fram í viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands.Skylda stjórnmálamanna að tala skýrtHelgi Hrafn vill setja fyrirvara á orð sín: „Manneskjur eru ekki einhliða portrett-myndir heldur kristallar; við komum öðruvísi fram við vini okkar heldur en foreldra, öðruvísi við kollega heldur en viðskiptavini og öðruvísi í einrúmi heldur en á almannafæri. Það er eðlilegt og í því felst enginn óheiðarleiki í sjálfu sér.“ Að því sögðu, segir Helgi Hrafn það hluta af starfi stjórnmálamanns að koma hlutum frá sér þannig að líkur á misskilningi séu sem minnstar. „Oft flóknum málum sem maður hefur lítinn sem engan tíma til að útskýra. Ekki einungis forsætisráðherra þarf að díla við það heldur allir sem þurfa að samskipta með sömu orðunum við stóra hópa fólks með ólíkar skoðanir og nálganir á viðfangsefnið.“Í vandræðum með að verja skoðanir sínarOg Helgi Hrafn heldur áfram: „En ég upplifi kvörtun Sigmundar meira á þann hátt að hann varpi sinni ábyrgð á viðmælandann, það er þeirri að geta rökstutt og varið sín sjónarmið. Það er heldur algengt að þegar fólk lendir í vandræðum með að verja sínar skoðanir þá varpi það ábyrgðinni á tjáningunni yfir til viðmælandans. Ef allir misskilja alltaf það sem maður segir verður maður að reyna að finna út úr því hvernig maður tjái sig þannig að fólk misskilji síður,“ segir Helgi Hrafn: „Annað sem menn verða að velta fyrir sér er hvort að það sé yfirhöfuð einhver misskilningur sem valdi viðbrögðunum, en ekki þvert á móti einmitt dýpri skilningur á lógískum afleiðingum þess sem viðmælandinn sagði.“
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00