Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2015 12:45 Mínútuþögn var víða um Evrópu í hádeginu í dag. Vísir/EPA Hryðjuverkamenn gerðu samræmdar árásir í París í Frakklandi á föstudaginn. Minnst 129 létu lífið og hundruð særðust í árásunum og þar af eru rúmlega hundrað í alvarlegu ástandi. Svo virðist sem að þrjú teymi hafi komið að árásunum.Það sem við vitum:129 létu lífið í árásunum og 352 særðust, þar af eru 99 í alvarlegu ástandi.Íslamska ríkið segir árásarmennina hafa verið á sínum vegum.Sjö árásarmenn létu lífið, einn var handtekinn og einn er á flótta.Lögreglan í Frakklandi hefur gert 170 húsleitir eftir árásirnar.Hald hefur verið lagt á þungavopn. Þar á meðal eldflaug og sjálfvirkir árásarrifflar.23 hafa verið handteknir í Frakklandi og meira en hundrað manns eru í stofufangelsi.Tveir menn sem handteknir voru í Belgíu um helgina verða ákærðir fyrir hryðjuverk. Fyrst sprengdi einn af þremur árásarmönnum sprengjubelti sitt við Stade de France leikvanginn, þar sem leikur Frakklands og Þýskalands í knattspyrnu stóð yfir. Fregnir herma að öryggisverðir hafi komið í veg fyrir að maðurinn hafi komist inn á völlinn og því sprengdi hann sig í loft upp.Hér má sjá yfirlit yfir árásirnar og hve margir létust í hverri.Vísir/GraphicNewsÞá sprengdi annar sig upp við annan inngang að leikvanginum og sá þriðji sprengdi belti sitt á nærliggjandi matsölustað. Skömmu seinna hófu þugnvopnaðir menn skothríð að veitingastöðum nærri miðborg Parísar. Þrír menn réðust svo á tónleikahúsið Bataclan þar sem hljómsveitin Eagles of Death Metal var með tónleika. 89 manns létu lífið þar og minnst 99 eru alvarlega særðir samkvæmt BBC. Francois Hollande, forseti Frakklands, lýsir árásunum sem stríðsyfirlýsingu og Frakkar gerðu fjölda loftárása gegn ISIS í Sýrlandi í gær og í nótt. Þá er lögreglan í Frakklandi og Belgíu með gífurlegan viðbúnað og fjöldi manns hefur verið handtekinn.Belginn Abdelhamid Abaaoud er sagður hafa skipulagt árásirnar.VísirBúið er að bera kennsl á fimm árásar menn og einn mann sem talið er að hafi komið að árásinni. Þar að auki segjast yfirvöld hafa borið kennsl á manninn sem skipulagði árásirnar. Sá sem sagður er hafa skipulagt árásirnar heitir Abdelhamid Abaaoud. Hann er belgískur ríkisborgari sem er staddur í Sýrlandi. Viðtal var tekið við hann í nýjasta tölublaði Dabiq, sem er tímarit sem ISIS gefur út reglulega á ensku, eins og sjá má hér að neðan. Þar að auki er búið að bera kennsl á þá Omar Ismail Mostefai, en Tyrkir segjast hafa varað Frakka við því að hann væri á leiðinni til Frakklands. Samy Amimour er einn árásarmannanna sem réðust á Bataclan. Ahmed Almohamed sprengdi sig í loft upp við Stade de France og Bilal Hadfi gerði það einnig.Ibrahim Abdeslam sprengdi sjálfan sig í loft upp nærri leikvanginum. Bróðir hans, Abdelhamid Abaaoud er á flótta undan lögreglu. Fregnir bárust af því að hann hefði verið handtekinn í Belgíu fyrr í dag, en það hefur ekki verið staðfest.#ParisAttack Mastermind Featured On #IslamicState (#ISIS) Terror Group English Magazine #Dabiq 7. pic.twitter.com/oagotC1gZH— Terrormonitor.org (@Terror_Monitor) November 16, 2015 Uppfærslu þessarar fréttar hefur nú verið hætt. Ennþá verða skrifaðar stakar fréttir um málið á Vísi.15:50 Lögregluþjónum verður fjölgað um fimm þúsund í Frakklandi á næstu tveimur árum. Þetta sagði Hollande í ræðu sinni fyrir skömmu. Hann sagði að nauðsynlegt að auka öryggi innan Evrópu og kallaði eftir því að Evrópusambandið vaktaði ytri landamæri sambandsins betur. Ef ytri landamærin yrðu ekki vöktuð, væri tími til að taka aftur upp vöktun landamærra einstakra ríkja.15:43 Francois Hollande segir að hann muni funda með Barack Obama og Vladimir Putin á næstu dögum um baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Í ræðu sinni fyrir báðum deildum franska þingsins sagði hann nauðsynlegt að breyta stjórnarskrá Frakklands til að bregðast við neyðartilvikum eins og árásunum á föstudaginn.15:38 Franski forsetinn heitir því að auka þátttöku Frakklands í baráttunni gegn ISIS. Flugmóðurskip Frakklands, Charles de Gaulle, mun sigla að ströndum Sýrlands á fimmtudaginn.15:33 Hollande segir að stíðið gegn ISIS sé ekki gegn þjóðríki eða menningarríki. Þess í stað sé stríðið gegn heiglum. „Frakkland er í stríði. En við erum ekki í stríði við annað ríki, því þessir launmorðingjar eru ekki á vegum neins ríkis,“ er haft eftir forsetanum á vef Reuters.15:25 Francois Hollande, forseti Frakklands, heldur nú ræðu fyrir framan báðar deildir franska þingsins. Hann segir að árásirnar í París hafi verið skipulagðar í Sýrlandi, en þær hafi hafist í Belgíu.15:12 Barack Obama segir að það yrðu mistök að senda fjölda hermanna til Sýrlands. Hann sagði núverandi aðgerðir bandalagsins gegn ISIS skila árangri.15:05 Lögregluþjónar í Ítalíu hafa verið beðnir um að vera á varðbergi gagnvart svörtum bíl sem talið er að hafi verið notaður við árásirnar í París. Tegund bílsins er ekki vituð, en þá er númer bílsins vitað. Fjölmiðlar í Ítalíu segja að bílnum hafi verið ekið frá Frakklandi til Ítalíu á laugardaginn. Hins vegar segja yfirvöld að það sé ekki fullvíst. Samkvæmt Guardian er talið að þrír menn hafi verið í bílnum og þar á meðal einn sem grunaður er um aðild að árásunum.15:00 Bandaríkin ætla að bæta samnýtingu upplýsinga með Frökkum. Þá var samþykkt á G20 fundinum í Tyrklandi að auka hjálparaðstoð til Sýrlendinga. Eftir fundinn kallaði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, eftir því að fleiri ríki komi Sýrlendingum til aðstoðar. Þegar þetta er skrifað er Obama að ræða málið á blaðamannafundi í Tyrklandi. Hann sagði að árásirnar í París ættu ekki að koma niður á flóttafólki.14:55 Tveir sakaðir um aðkomu að hryðjuverkum Yfirvöld í Belgíu segja að tveir af þeim sjö sem voru handteknir þar í landi um helgina, vegna árásanna í París, séu sakaðir um aðkomu að hryðjuverkum. Hinum fimm hefur verið sleppt.Samkvæmt Guardian, segja saksóknarar að þeir verði ákærðir fyrir að leiða hryðjuverkaárás annars vegar og hins vegar fyrir aðkomu að starfsemi hryðjuverkasamtaka.14:43 Abdelhamid Abaaoud, sem talinn er hafa skipulagt árásirnar í París, var dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Belgíu í fyrra. Hann var einn af rúmlega 30 öðrum sem voru ákærðir fyrir að koma að því að fá fólk til að ganga í raðir ISIS og berjast fyrir þá í Sýrlandi. Abaaoud var þá kominn til Sýrlands, en hann flúði áður en málið var tekið fyrir og hefur verið í Sýrlandi síðan. Talið er að allt að 400 einstaklingar frá Belgíu hafi gengið til liðs við ISIS.14:25 Yfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú kröfur um að flóttamaður frá Alsír hafi varað aðra flóttamenn við því að fara til Parísar. Maðurinn er nú í haldi eftir að aðrir flóttamenn frá Sýrlandi bentu lögreglunni á hann.Samkvæmt AP fréttaveitunni sagði maðurinn öðrum flóttamönnum að Parísarbúar myndu finna fyrir „ótta og skelfingu“.14:12Hóta sambærilegum árásum í Bandaríkjunum. Á myndbandi sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum má sjá menn sem talið er að séu vígamenn Íslamska ríkisins í Írak, hóta að gera hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum og í öðrum Evrópuríkjum.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni er ekki hægt að segja af eða á um hvort að myndbandið sé frá ISIS. Það byrjar á fréttamyndum frá París og hótað er árásum á Washington, höfuðborg Bandaríkjanna.13:55 Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að þjóðarleiðtogar eigi ekki að setja hryðjuverkamenn og flóttafólk undir sama hatt. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í Tyrklandi vegna G20 ráðstefnunnar. „Þeir sem skipulögðu þessar árásir og þeir sem framkvæmdu þær eru einmitt þeir sem flóttamenn eru að flýja og ekki öfugt,“ er haft eftir Juncker á vef Independent.13:45 Marine Le Pen, leiðtogi hægri flokksins Þjóðfylkingin í Frakklandi, hefur farið fram á að Frakkar hætti þegar í stað að taka á móti flóttamönnum. Þá verði hætt að koma flóttafólki fyrir í Frakklandi. Í ljós hefur komið að einn af árásarmönnunum kom til Evrópu í gegnum Grikkland.13:30Aðgerðum lögreglunnar í Molenbeek er nú lokið. Enginn hefur verið handtekinn og engin meiðslu urðu á fólki, samkvæmt bæjarstjóra Molenbeek.13:25 Aðgerðarsinnar sem mynda hópinn Raqqa is being slaughtered silently og Syrian Observatory for human rights, segja að enginn almennur borgari hafi fallið í loftárásum Frakka í Raqqa í nótt. Þær hafi einungis grandað skotmörkum með hernaðarlegt gildi. Íbúar borgarinnar, sem er í raun höfuðborg Íslamska ríkisins, eru þó sagðir vera órólegir yfir auknum fjölda árása og að fáir séu á götum úti.#Raqqa this was the Sounds of The French Warplanes over #Raqqa city #Syria #ISIS #ISIL #ParisAttacks pic.twitter.com/F0xjjn1Ikd— الرقة تذبح بصمت (@Raqqa_SL) November 16, 2015 13:10Auk Mohamed Abdeslam hafa yfirvöld sleppt fjórum af þeim sex öðrum sem voru handteknir um helgina. Lögreglan og sérsveitir hersins í Belgíu eru nú með mikinn viðbúnað í Molenbeek, nærri Brussel. Þar stendur yfir mikil leit að Saleh Abdeslam. Hverfinu hefur verið nánast lokað og aðgerðin hefur staðið yfir í um þrjá tíma. Fyrir skömmu heyrðu blaðamenn í sprengingum. Þá sáust lögreglumenn brjóta upp glugga og kasta inn gassprengju. Skömmu seinna var maður dreginn út um gluggann og handtekinn.13:00Yfirvöld í Belgíu hafa sleppt Mohamed Abdeslam úr haldi lögreglu. Einn bróðir hans, Ibrahim, var einn af þeim sem réðust á Bataclan, og annar bróðir hans er grunaður um aðild að árásunum og er á flótta. Lögmaður Mohamed segir að hann komist að því að bróðir sinn væri dáinn fyrir um klukkustund. Því ætlar hann að hugsa um aðra meðlimi fjölskyldu sinnar. Þá er hann hræddur um að missa starf sem hann hefur verið í síðustu tíu ár.12:55Fjöldi loftárása hefur verið gerður gegn ISIS í Sýrlandi frá því á föstudaginn. Nú í dag segjast hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa sprengt upp 116 eldsneytisbíla ISIS sem staðsettir voru á olíuríku svæði við landamæri Írak. Talið er að samtökin hagnist gífurlega á olíuframleiðslu, en Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa varið miklu púðri í að stöðva, eða hægja á, þeirri tekjulind. Þetta ku vera mesti fjöldi slíkra flutningsbíla sem sprengdir eru í einni árás, frá því að loftárásirnar hófust gegn ISIS í fyrra.12:45Tyrkir segjast hafa varað yfirvöld í Frakklandi tvisvar sinnum við því að einn árásarmannanna væri á leið til Frakklands. Fyrsta viðvörunin var sett fram fyrir tæpu ári. Samkvæmt tyrkneskum embættismann brugðust Frakkar aldrei við viðvöruninni, fyrr en um helgina eftir árásirnar. Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Hryðjuverkamenn gerðu samræmdar árásir í París í Frakklandi á föstudaginn. Minnst 129 létu lífið og hundruð særðust í árásunum og þar af eru rúmlega hundrað í alvarlegu ástandi. Svo virðist sem að þrjú teymi hafi komið að árásunum.Það sem við vitum:129 létu lífið í árásunum og 352 særðust, þar af eru 99 í alvarlegu ástandi.Íslamska ríkið segir árásarmennina hafa verið á sínum vegum.Sjö árásarmenn létu lífið, einn var handtekinn og einn er á flótta.Lögreglan í Frakklandi hefur gert 170 húsleitir eftir árásirnar.Hald hefur verið lagt á þungavopn. Þar á meðal eldflaug og sjálfvirkir árásarrifflar.23 hafa verið handteknir í Frakklandi og meira en hundrað manns eru í stofufangelsi.Tveir menn sem handteknir voru í Belgíu um helgina verða ákærðir fyrir hryðjuverk. Fyrst sprengdi einn af þremur árásarmönnum sprengjubelti sitt við Stade de France leikvanginn, þar sem leikur Frakklands og Þýskalands í knattspyrnu stóð yfir. Fregnir herma að öryggisverðir hafi komið í veg fyrir að maðurinn hafi komist inn á völlinn og því sprengdi hann sig í loft upp.Hér má sjá yfirlit yfir árásirnar og hve margir létust í hverri.Vísir/GraphicNewsÞá sprengdi annar sig upp við annan inngang að leikvanginum og sá þriðji sprengdi belti sitt á nærliggjandi matsölustað. Skömmu seinna hófu þugnvopnaðir menn skothríð að veitingastöðum nærri miðborg Parísar. Þrír menn réðust svo á tónleikahúsið Bataclan þar sem hljómsveitin Eagles of Death Metal var með tónleika. 89 manns létu lífið þar og minnst 99 eru alvarlega særðir samkvæmt BBC. Francois Hollande, forseti Frakklands, lýsir árásunum sem stríðsyfirlýsingu og Frakkar gerðu fjölda loftárása gegn ISIS í Sýrlandi í gær og í nótt. Þá er lögreglan í Frakklandi og Belgíu með gífurlegan viðbúnað og fjöldi manns hefur verið handtekinn.Belginn Abdelhamid Abaaoud er sagður hafa skipulagt árásirnar.VísirBúið er að bera kennsl á fimm árásar menn og einn mann sem talið er að hafi komið að árásinni. Þar að auki segjast yfirvöld hafa borið kennsl á manninn sem skipulagði árásirnar. Sá sem sagður er hafa skipulagt árásirnar heitir Abdelhamid Abaaoud. Hann er belgískur ríkisborgari sem er staddur í Sýrlandi. Viðtal var tekið við hann í nýjasta tölublaði Dabiq, sem er tímarit sem ISIS gefur út reglulega á ensku, eins og sjá má hér að neðan. Þar að auki er búið að bera kennsl á þá Omar Ismail Mostefai, en Tyrkir segjast hafa varað Frakka við því að hann væri á leiðinni til Frakklands. Samy Amimour er einn árásarmannanna sem réðust á Bataclan. Ahmed Almohamed sprengdi sig í loft upp við Stade de France og Bilal Hadfi gerði það einnig.Ibrahim Abdeslam sprengdi sjálfan sig í loft upp nærri leikvanginum. Bróðir hans, Abdelhamid Abaaoud er á flótta undan lögreglu. Fregnir bárust af því að hann hefði verið handtekinn í Belgíu fyrr í dag, en það hefur ekki verið staðfest.#ParisAttack Mastermind Featured On #IslamicState (#ISIS) Terror Group English Magazine #Dabiq 7. pic.twitter.com/oagotC1gZH— Terrormonitor.org (@Terror_Monitor) November 16, 2015 Uppfærslu þessarar fréttar hefur nú verið hætt. Ennþá verða skrifaðar stakar fréttir um málið á Vísi.15:50 Lögregluþjónum verður fjölgað um fimm þúsund í Frakklandi á næstu tveimur árum. Þetta sagði Hollande í ræðu sinni fyrir skömmu. Hann sagði að nauðsynlegt að auka öryggi innan Evrópu og kallaði eftir því að Evrópusambandið vaktaði ytri landamæri sambandsins betur. Ef ytri landamærin yrðu ekki vöktuð, væri tími til að taka aftur upp vöktun landamærra einstakra ríkja.15:43 Francois Hollande segir að hann muni funda með Barack Obama og Vladimir Putin á næstu dögum um baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Í ræðu sinni fyrir báðum deildum franska þingsins sagði hann nauðsynlegt að breyta stjórnarskrá Frakklands til að bregðast við neyðartilvikum eins og árásunum á föstudaginn.15:38 Franski forsetinn heitir því að auka þátttöku Frakklands í baráttunni gegn ISIS. Flugmóðurskip Frakklands, Charles de Gaulle, mun sigla að ströndum Sýrlands á fimmtudaginn.15:33 Hollande segir að stíðið gegn ISIS sé ekki gegn þjóðríki eða menningarríki. Þess í stað sé stríðið gegn heiglum. „Frakkland er í stríði. En við erum ekki í stríði við annað ríki, því þessir launmorðingjar eru ekki á vegum neins ríkis,“ er haft eftir forsetanum á vef Reuters.15:25 Francois Hollande, forseti Frakklands, heldur nú ræðu fyrir framan báðar deildir franska þingsins. Hann segir að árásirnar í París hafi verið skipulagðar í Sýrlandi, en þær hafi hafist í Belgíu.15:12 Barack Obama segir að það yrðu mistök að senda fjölda hermanna til Sýrlands. Hann sagði núverandi aðgerðir bandalagsins gegn ISIS skila árangri.15:05 Lögregluþjónar í Ítalíu hafa verið beðnir um að vera á varðbergi gagnvart svörtum bíl sem talið er að hafi verið notaður við árásirnar í París. Tegund bílsins er ekki vituð, en þá er númer bílsins vitað. Fjölmiðlar í Ítalíu segja að bílnum hafi verið ekið frá Frakklandi til Ítalíu á laugardaginn. Hins vegar segja yfirvöld að það sé ekki fullvíst. Samkvæmt Guardian er talið að þrír menn hafi verið í bílnum og þar á meðal einn sem grunaður er um aðild að árásunum.15:00 Bandaríkin ætla að bæta samnýtingu upplýsinga með Frökkum. Þá var samþykkt á G20 fundinum í Tyrklandi að auka hjálparaðstoð til Sýrlendinga. Eftir fundinn kallaði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, eftir því að fleiri ríki komi Sýrlendingum til aðstoðar. Þegar þetta er skrifað er Obama að ræða málið á blaðamannafundi í Tyrklandi. Hann sagði að árásirnar í París ættu ekki að koma niður á flóttafólki.14:55 Tveir sakaðir um aðkomu að hryðjuverkum Yfirvöld í Belgíu segja að tveir af þeim sjö sem voru handteknir þar í landi um helgina, vegna árásanna í París, séu sakaðir um aðkomu að hryðjuverkum. Hinum fimm hefur verið sleppt.Samkvæmt Guardian, segja saksóknarar að þeir verði ákærðir fyrir að leiða hryðjuverkaárás annars vegar og hins vegar fyrir aðkomu að starfsemi hryðjuverkasamtaka.14:43 Abdelhamid Abaaoud, sem talinn er hafa skipulagt árásirnar í París, var dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Belgíu í fyrra. Hann var einn af rúmlega 30 öðrum sem voru ákærðir fyrir að koma að því að fá fólk til að ganga í raðir ISIS og berjast fyrir þá í Sýrlandi. Abaaoud var þá kominn til Sýrlands, en hann flúði áður en málið var tekið fyrir og hefur verið í Sýrlandi síðan. Talið er að allt að 400 einstaklingar frá Belgíu hafi gengið til liðs við ISIS.14:25 Yfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú kröfur um að flóttamaður frá Alsír hafi varað aðra flóttamenn við því að fara til Parísar. Maðurinn er nú í haldi eftir að aðrir flóttamenn frá Sýrlandi bentu lögreglunni á hann.Samkvæmt AP fréttaveitunni sagði maðurinn öðrum flóttamönnum að Parísarbúar myndu finna fyrir „ótta og skelfingu“.14:12Hóta sambærilegum árásum í Bandaríkjunum. Á myndbandi sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum má sjá menn sem talið er að séu vígamenn Íslamska ríkisins í Írak, hóta að gera hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum og í öðrum Evrópuríkjum.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni er ekki hægt að segja af eða á um hvort að myndbandið sé frá ISIS. Það byrjar á fréttamyndum frá París og hótað er árásum á Washington, höfuðborg Bandaríkjanna.13:55 Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að þjóðarleiðtogar eigi ekki að setja hryðjuverkamenn og flóttafólk undir sama hatt. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í Tyrklandi vegna G20 ráðstefnunnar. „Þeir sem skipulögðu þessar árásir og þeir sem framkvæmdu þær eru einmitt þeir sem flóttamenn eru að flýja og ekki öfugt,“ er haft eftir Juncker á vef Independent.13:45 Marine Le Pen, leiðtogi hægri flokksins Þjóðfylkingin í Frakklandi, hefur farið fram á að Frakkar hætti þegar í stað að taka á móti flóttamönnum. Þá verði hætt að koma flóttafólki fyrir í Frakklandi. Í ljós hefur komið að einn af árásarmönnunum kom til Evrópu í gegnum Grikkland.13:30Aðgerðum lögreglunnar í Molenbeek er nú lokið. Enginn hefur verið handtekinn og engin meiðslu urðu á fólki, samkvæmt bæjarstjóra Molenbeek.13:25 Aðgerðarsinnar sem mynda hópinn Raqqa is being slaughtered silently og Syrian Observatory for human rights, segja að enginn almennur borgari hafi fallið í loftárásum Frakka í Raqqa í nótt. Þær hafi einungis grandað skotmörkum með hernaðarlegt gildi. Íbúar borgarinnar, sem er í raun höfuðborg Íslamska ríkisins, eru þó sagðir vera órólegir yfir auknum fjölda árása og að fáir séu á götum úti.#Raqqa this was the Sounds of The French Warplanes over #Raqqa city #Syria #ISIS #ISIL #ParisAttacks pic.twitter.com/F0xjjn1Ikd— الرقة تذبح بصمت (@Raqqa_SL) November 16, 2015 13:10Auk Mohamed Abdeslam hafa yfirvöld sleppt fjórum af þeim sex öðrum sem voru handteknir um helgina. Lögreglan og sérsveitir hersins í Belgíu eru nú með mikinn viðbúnað í Molenbeek, nærri Brussel. Þar stendur yfir mikil leit að Saleh Abdeslam. Hverfinu hefur verið nánast lokað og aðgerðin hefur staðið yfir í um þrjá tíma. Fyrir skömmu heyrðu blaðamenn í sprengingum. Þá sáust lögreglumenn brjóta upp glugga og kasta inn gassprengju. Skömmu seinna var maður dreginn út um gluggann og handtekinn.13:00Yfirvöld í Belgíu hafa sleppt Mohamed Abdeslam úr haldi lögreglu. Einn bróðir hans, Ibrahim, var einn af þeim sem réðust á Bataclan, og annar bróðir hans er grunaður um aðild að árásunum og er á flótta. Lögmaður Mohamed segir að hann komist að því að bróðir sinn væri dáinn fyrir um klukkustund. Því ætlar hann að hugsa um aðra meðlimi fjölskyldu sinnar. Þá er hann hræddur um að missa starf sem hann hefur verið í síðustu tíu ár.12:55Fjöldi loftárása hefur verið gerður gegn ISIS í Sýrlandi frá því á föstudaginn. Nú í dag segjast hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa sprengt upp 116 eldsneytisbíla ISIS sem staðsettir voru á olíuríku svæði við landamæri Írak. Talið er að samtökin hagnist gífurlega á olíuframleiðslu, en Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa varið miklu púðri í að stöðva, eða hægja á, þeirri tekjulind. Þetta ku vera mesti fjöldi slíkra flutningsbíla sem sprengdir eru í einni árás, frá því að loftárásirnar hófust gegn ISIS í fyrra.12:45Tyrkir segjast hafa varað yfirvöld í Frakklandi tvisvar sinnum við því að einn árásarmannanna væri á leið til Frakklands. Fyrsta viðvörunin var sett fram fyrir tæpu ári. Samkvæmt tyrkneskum embættismann brugðust Frakkar aldrei við viðvöruninni, fyrr en um helgina eftir árásirnar.
Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira