Rætt um tækjabúnað lögreglu á fundi með ríkislögreglustjóra Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir fund með ríkislögreglustjóra fyrst og fremst hafa verið til upplýsingar. Hættumat lögreglunnar er unnið í samráði við erlendar öryggisstofnanir og lögreglu. vísir/GVA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, sátu í gær á fundi með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra, þar sem farið var yfir hvort bregðast þurfi við hryðjuverkunum í París hér á landi. „Þetta var fyrst og fremst upplýsingafundur og farið yfir hættumat lögreglu. Eitt af því sem þarf að meta er auðvitað hvort þetta kalli á einhvern hátt á breyttar vinnuaðferðir á Íslandi, það er tilefni til að skoða það að minnsta kosti. Við munum gera það í samráði við lögreglu,“ sagði Sigmundur Davíð spurður hvort tækjabúnaður og úrræði lögreglu hefðu komið til tals á fundinum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Sigmundur Davíð vert að fylgjast með því hvort gera þurfi breytingar á öryggismálum. „Það þarf að kanna það hvort lögreglan á Íslandi hafi þau tæki og úrræði sem hún þarf við þessar aðstæður.“ Þá sagði hann breytta heimsmynd blasa við. „Það er ljóst að í nágrannalöndum okkar líta menn svo á að það sé mjög raunveruleg ógn yfirvofandi. Að þetta geti verið upphafið að einhverju sem geti varað árum eða jafnvel áratugum saman. Að við horfum í rauninni fram á breytta heimsmynd. Þá þurfum við að laga okkur að því þó að aðstæður á Íslandi séu reyndar um margt ólíkar en í nágrannalöndunum, við getum ekki leyft okkur að vera værukær.“ Íslensk lögregluyfirvöld settu sig í samband við lögreglu í nágrannalöndunum á föstudagskvöld til að meta hvort hætta væri á hryðjuverkum hér á landi. Greiningardeild ríkislögreglustjóra er í samstarfi við erlendar öryggisstofnanir og lögreglulið. Má þar helst nefna Europol, Norrænar öryggisstofnanir, bandarísku alríkislögregluna (FBI) og leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Greiningardeild er sú deild innan lögreglu sem leggur mat á hættu á hryðjuverkum og innan greiningardeildar er einnig sinnt verkefnum sem áður féllu undir varnarmálastofnun. Hryðjuverk í París Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, sátu í gær á fundi með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra, þar sem farið var yfir hvort bregðast þurfi við hryðjuverkunum í París hér á landi. „Þetta var fyrst og fremst upplýsingafundur og farið yfir hættumat lögreglu. Eitt af því sem þarf að meta er auðvitað hvort þetta kalli á einhvern hátt á breyttar vinnuaðferðir á Íslandi, það er tilefni til að skoða það að minnsta kosti. Við munum gera það í samráði við lögreglu,“ sagði Sigmundur Davíð spurður hvort tækjabúnaður og úrræði lögreglu hefðu komið til tals á fundinum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Sigmundur Davíð vert að fylgjast með því hvort gera þurfi breytingar á öryggismálum. „Það þarf að kanna það hvort lögreglan á Íslandi hafi þau tæki og úrræði sem hún þarf við þessar aðstæður.“ Þá sagði hann breytta heimsmynd blasa við. „Það er ljóst að í nágrannalöndum okkar líta menn svo á að það sé mjög raunveruleg ógn yfirvofandi. Að þetta geti verið upphafið að einhverju sem geti varað árum eða jafnvel áratugum saman. Að við horfum í rauninni fram á breytta heimsmynd. Þá þurfum við að laga okkur að því þó að aðstæður á Íslandi séu reyndar um margt ólíkar en í nágrannalöndunum, við getum ekki leyft okkur að vera værukær.“ Íslensk lögregluyfirvöld settu sig í samband við lögreglu í nágrannalöndunum á föstudagskvöld til að meta hvort hætta væri á hryðjuverkum hér á landi. Greiningardeild ríkislögreglustjóra er í samstarfi við erlendar öryggisstofnanir og lögreglulið. Má þar helst nefna Europol, Norrænar öryggisstofnanir, bandarísku alríkislögregluna (FBI) og leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Greiningardeild er sú deild innan lögreglu sem leggur mat á hættu á hryðjuverkum og innan greiningardeildar er einnig sinnt verkefnum sem áður féllu undir varnarmálastofnun.
Hryðjuverk í París Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira