Ný náttúruverndarlög í víðtækri samvinnu Sigrún Magnúsdóttir skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Það eru mikil tímamót að tekist hefur að leiða til lykta vinnu við endurskoðun náttúruverndarlaga og munu nýju lögin taka gildi á morgun, 15. nóvember. Það er jafnframt afar ánægjulegt að þverpólitísk samstaða náðist milli allra stjórnmálaflokka á Alþingi við að ljúka þessu máli í sátt eftir áralangar umræður og deilur. Þau lög sem nú hafa verið samþykkt eru afrakstur mikillar vinnu sem staðið hefur lengi við að endurskoða núgildandi lög frá 1999. Hef ég lagt mikla áherslu á framgang þessa máls frá því ég tók við starfi umhverfis- og auðlindaráðherra og átti ráðuneytið ítarlegt samráð við fjölmarga hagsmunaaðila, stofnanir ráðuneytisins og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem að þessu hafa komið og lagt hafa hönd á plóg við endurskoðun laganna. Vinnan við endurskoðun laganna hafði það skýra markmið að efla náttúruvernd í landinu og framkvæmd hennar, skýra betur leikreglur um hvers konar framkvæmdir og nýtingu sem áhrif hafa á náttúruna og ná um þær víðtækri samstöðu. Með samþykkt frumvarpsins og gildistöku nýrra náttúruverndarlaga er því tekið veigamikið skref til að styrkja vernd og bæta umgengni um náttúru landsins og útfæra þær reglur sem lúta að nýtingu hennar til framtíðar.Stýring ferðaþjónustunnar Í framhaldinu verður frekari vinna tengd nýju lögunum sett af stað í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í samstarfi við önnur hlutaðeigandi ráðuneyti vegna bráðabirgðaákvæðis sem varðar einn mikilvægasta atvinnuveg þjóðarinnar, ferðaþjónustuna. Þar segir til um að vinna skuli frekar að ákvæðum er taki á stýringu ferðaþjónustunnar með hliðsjón af reglum almannaréttar á grundvelli náttúruverndar og nauðsynlegrar auðlindastýringar sem nýting ferðaþjónustunnar á náttúrunni hefur óhjákvæmilega í för með sér. Við búum vel að því að eiga sérstæða og mikilfenglega náttúru, sem er samofin sögu okkar og menningu. Hún er jafnframt gjöful og er vaxandi ásókn í að njóta og nýta hvers konar gæði hennar. Með sanni má segja að íslensk náttúra og gæði hennar séu undirstaða velferðar í landinu, ekki síst núna með sívaxandi ferðamannastraumi. Með nýjum náttúruverndarlögum verða fjöldamargar umbætur til að tryggja verndun og sjálfbæra nýtingu náttúrugæða til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru mikil tímamót að tekist hefur að leiða til lykta vinnu við endurskoðun náttúruverndarlaga og munu nýju lögin taka gildi á morgun, 15. nóvember. Það er jafnframt afar ánægjulegt að þverpólitísk samstaða náðist milli allra stjórnmálaflokka á Alþingi við að ljúka þessu máli í sátt eftir áralangar umræður og deilur. Þau lög sem nú hafa verið samþykkt eru afrakstur mikillar vinnu sem staðið hefur lengi við að endurskoða núgildandi lög frá 1999. Hef ég lagt mikla áherslu á framgang þessa máls frá því ég tók við starfi umhverfis- og auðlindaráðherra og átti ráðuneytið ítarlegt samráð við fjölmarga hagsmunaaðila, stofnanir ráðuneytisins og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem að þessu hafa komið og lagt hafa hönd á plóg við endurskoðun laganna. Vinnan við endurskoðun laganna hafði það skýra markmið að efla náttúruvernd í landinu og framkvæmd hennar, skýra betur leikreglur um hvers konar framkvæmdir og nýtingu sem áhrif hafa á náttúruna og ná um þær víðtækri samstöðu. Með samþykkt frumvarpsins og gildistöku nýrra náttúruverndarlaga er því tekið veigamikið skref til að styrkja vernd og bæta umgengni um náttúru landsins og útfæra þær reglur sem lúta að nýtingu hennar til framtíðar.Stýring ferðaþjónustunnar Í framhaldinu verður frekari vinna tengd nýju lögunum sett af stað í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í samstarfi við önnur hlutaðeigandi ráðuneyti vegna bráðabirgðaákvæðis sem varðar einn mikilvægasta atvinnuveg þjóðarinnar, ferðaþjónustuna. Þar segir til um að vinna skuli frekar að ákvæðum er taki á stýringu ferðaþjónustunnar með hliðsjón af reglum almannaréttar á grundvelli náttúruverndar og nauðsynlegrar auðlindastýringar sem nýting ferðaþjónustunnar á náttúrunni hefur óhjákvæmilega í för með sér. Við búum vel að því að eiga sérstæða og mikilfenglega náttúru, sem er samofin sögu okkar og menningu. Hún er jafnframt gjöful og er vaxandi ásókn í að njóta og nýta hvers konar gæði hennar. Með sanni má segja að íslensk náttúra og gæði hennar séu undirstaða velferðar í landinu, ekki síst núna með sívaxandi ferðamannastraumi. Með nýjum náttúruverndarlögum verða fjöldamargar umbætur til að tryggja verndun og sjálfbæra nýtingu náttúrugæða til framtíðar.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun