Pedersen: Konunni líst vel á þetta því ég verð meira heima Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. nóvember 2015 10:00 Craig Pedersen stýrir Íslandi áfram en hann kom strákunum fyrstur manna á EM. vísir/stefán Kanadamaðurinn Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur framlengt samning sinn við Körfuboltasambandið um tvö ár með möguleika á að vera í fjögur ár til viðbótar. Pedersen stýrði Íslandi í fyrsta sinn á Evrópumótið, en strákarnir okkar heilluðu körfuboltaheiminn með frammistöðu sinni í Berlín í september. Pedersen hefur þjálfað danska liðið Svendborg Rabbits í þrettán ár en lætur nú af störfum þar til að einbeita sér að landsliðinu og stærra hlutverki innan sambandsins. „Ég vildi fyrst og frekst eyða meiri tíma með fjölskyldunni,“ segir Pedersen við Vísi um ástæðu þess að hann sagði upp störfum hjá Svendborg og tók að sér stærra hlutverk á Íslandi. „Ég á unga stráka sem ég vildi ekki bíða með að eyða meiri tíma með. Ég vildi ekki bíða í sex mánuði heldur þarf ég að byrja að eyða meiri tíma með þeim núna. Fyrst og fremst hugsaði ég um það.“ „Konunni minni leist vel á þetta með íslenska landsliðið. Ég verð mun meira heima í staðinn fyrir að vera alltaf að þjálfa Svendborg. Þó ég verði meira á Íslandi kemur það ekki að sök. Þetta passar fullkomlega,“ segir Pedersen.Craig ætlar að eyða meiri tíma með fjölskyldunni.vísir/gettyGerði þetta fyrir mig Kanadamanninum hlakkar mikið til að takast á við fleiri verkefni í kringum íslenska liðið, en hann á meðal annars að vera tengiliður KKÍ við bandarísku skólana sem sumir landsliðsmanna Íslands spila fyrir. „Þetta er nýtt og spennandi verkefni fyrir mig. Þetta mun líka klárlega kveikja nýjan neista í mér og endurhlaða mig fyrir baráttuna í næstu undankeppni þegar við reynum að komast aftur á EM,“ segir Pedersen sem átti ekki erfitt með að skilja við Kanínurnar í Svendborg. „Mér fannst ég verða að gera þetta fyrir mig og fjölskylduna og þetta var eitthvað sem gat ekki beðið. Þetta er eitthvað sem ég hef hugsað um lengi en ég vissi ekki hvernig ég ætlaði að framkvæmda. Ég hefði hætt hjá Svendborg sama hvort ég yrði áfram með Ísland eða ekki.“Craig er kennari í fullu starfi.vísir/stefánBara heima í tíu mínútur Pedersen er ekki þjálfari í fullu starfi í dönsku úrvalsdeildinni. Hann er kennari í skóla þar sem körfubolti er ein af brautunum sem nemendur geta valið. Hann þjálfar því einnig krakka og er lítið heima. „Það er mikið af leikjum á kvöldin og um helgar. Sumar vikur er ég kannski bara heima í tíu mínútur áður en ég er rokinn út um dyrnar aftur. Þó ég fái ekki borgað eins og atvinnuþjálfari hjá Svendborg skila ég jafn mörgum klukkustundum á viku eins og þetta væri mitt aðalstarf,“ segir Pedersen. „Ferðirnar til Bandaríkjanna passa svo vel inn í dagskrána hjá mér því þær verða eftir jól þegar það eru nokkur frí í skólanum. Ég missi því ekki af neinu.“Arnar Guðjónsson tekur við af Craig hjá Svendborg.vísir/andri marinóFulla trú á Arnari Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari Pedersens hjá Svendborg og íslenska landsliðinu, var ráðinn aðalþjálfari hjá Kanínunum eftir að Pedersen hætti. Hann hefur fulla trú á sínum manni. „Hann mun standa sig vel. Arnar þekkir varnarkerfið sem við erum að skipta yfir í betur en ég þannig þetta verður ekkert vandamál. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með að skora stig og nú er nýr Kani á leiðinni. Liðið ætti bara að spila betur,“ segir Pedersen sem hlakkar til að eyða meiri tíma Íslandi og það sama gildir um fjölskyldu hans. „Ég mun koma þrisvar til fjórum sinnum oftar til Íslands og sjá leiki, tala við þjálfara og leikmenn. Það verður gaman,“ sann. „Konan mín og sérstaklega litlu strákarnir mínir nutu sín vel á Íslandi síðasta sumar. Kanadíska fjölskyldan mín kom einnig í heimsókn og sagðist ætla að koma aftur til Íslands ef ég yrði áfram,“ segir Craig Pedersen. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Fótbolti Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Fleiri fréttir Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Sjá meira
Kanadamaðurinn Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur framlengt samning sinn við Körfuboltasambandið um tvö ár með möguleika á að vera í fjögur ár til viðbótar. Pedersen stýrði Íslandi í fyrsta sinn á Evrópumótið, en strákarnir okkar heilluðu körfuboltaheiminn með frammistöðu sinni í Berlín í september. Pedersen hefur þjálfað danska liðið Svendborg Rabbits í þrettán ár en lætur nú af störfum þar til að einbeita sér að landsliðinu og stærra hlutverki innan sambandsins. „Ég vildi fyrst og frekst eyða meiri tíma með fjölskyldunni,“ segir Pedersen við Vísi um ástæðu þess að hann sagði upp störfum hjá Svendborg og tók að sér stærra hlutverk á Íslandi. „Ég á unga stráka sem ég vildi ekki bíða með að eyða meiri tíma með. Ég vildi ekki bíða í sex mánuði heldur þarf ég að byrja að eyða meiri tíma með þeim núna. Fyrst og fremst hugsaði ég um það.“ „Konunni minni leist vel á þetta með íslenska landsliðið. Ég verð mun meira heima í staðinn fyrir að vera alltaf að þjálfa Svendborg. Þó ég verði meira á Íslandi kemur það ekki að sök. Þetta passar fullkomlega,“ segir Pedersen.Craig ætlar að eyða meiri tíma með fjölskyldunni.vísir/gettyGerði þetta fyrir mig Kanadamanninum hlakkar mikið til að takast á við fleiri verkefni í kringum íslenska liðið, en hann á meðal annars að vera tengiliður KKÍ við bandarísku skólana sem sumir landsliðsmanna Íslands spila fyrir. „Þetta er nýtt og spennandi verkefni fyrir mig. Þetta mun líka klárlega kveikja nýjan neista í mér og endurhlaða mig fyrir baráttuna í næstu undankeppni þegar við reynum að komast aftur á EM,“ segir Pedersen sem átti ekki erfitt með að skilja við Kanínurnar í Svendborg. „Mér fannst ég verða að gera þetta fyrir mig og fjölskylduna og þetta var eitthvað sem gat ekki beðið. Þetta er eitthvað sem ég hef hugsað um lengi en ég vissi ekki hvernig ég ætlaði að framkvæmda. Ég hefði hætt hjá Svendborg sama hvort ég yrði áfram með Ísland eða ekki.“Craig er kennari í fullu starfi.vísir/stefánBara heima í tíu mínútur Pedersen er ekki þjálfari í fullu starfi í dönsku úrvalsdeildinni. Hann er kennari í skóla þar sem körfubolti er ein af brautunum sem nemendur geta valið. Hann þjálfar því einnig krakka og er lítið heima. „Það er mikið af leikjum á kvöldin og um helgar. Sumar vikur er ég kannski bara heima í tíu mínútur áður en ég er rokinn út um dyrnar aftur. Þó ég fái ekki borgað eins og atvinnuþjálfari hjá Svendborg skila ég jafn mörgum klukkustundum á viku eins og þetta væri mitt aðalstarf,“ segir Pedersen. „Ferðirnar til Bandaríkjanna passa svo vel inn í dagskrána hjá mér því þær verða eftir jól þegar það eru nokkur frí í skólanum. Ég missi því ekki af neinu.“Arnar Guðjónsson tekur við af Craig hjá Svendborg.vísir/andri marinóFulla trú á Arnari Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari Pedersens hjá Svendborg og íslenska landsliðinu, var ráðinn aðalþjálfari hjá Kanínunum eftir að Pedersen hætti. Hann hefur fulla trú á sínum manni. „Hann mun standa sig vel. Arnar þekkir varnarkerfið sem við erum að skipta yfir í betur en ég þannig þetta verður ekkert vandamál. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með að skora stig og nú er nýr Kani á leiðinni. Liðið ætti bara að spila betur,“ segir Pedersen sem hlakkar til að eyða meiri tíma Íslandi og það sama gildir um fjölskyldu hans. „Ég mun koma þrisvar til fjórum sinnum oftar til Íslands og sjá leiki, tala við þjálfara og leikmenn. Það verður gaman,“ sann. „Konan mín og sérstaklega litlu strákarnir mínir nutu sín vel á Íslandi síðasta sumar. Kanadíska fjölskyldan mín kom einnig í heimsókn og sagðist ætla að koma aftur til Íslands ef ég yrði áfram,“ segir Craig Pedersen.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Fótbolti Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Fleiri fréttir Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Sjá meira