Gísli Marteinn veifar hvítu flaggi og segist ekki hata landsbyggðina Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2015 15:15 Gísli Marteinn kominn út í sveit, með hjálp myndvinnsludeildar Vísis -- myndin er samsett. Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segist sjá á eftir því að hafa haft uppi glannaleg ummæli og móðgað fólk á landbyggðinni. Þetta gerir hann í nokkuð langri færslu í Facebook sem hefur vakið mikla athygli.Vísir hefur fjallað um þessi ummæli en Gísli Marteinn vann sér það til óyndis meðal margra á landsbyggðinni að varpa fram spurningunni hvort einhver hafi „spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn?“ Var þetta í tengslum við frétt þess efnis að nýir flóðgarðar á Neskaupsstað kosti 2,5.Þetta var um helgina en Gísli Marteinn hefur fengið það óþvegið á netinu síðan – landsbyggðafólk hafa tekið þessum ummælum illa svo vægt sé til orða tekið. Hann hefur verið kallaður öllum illum nöfnum: „Er ekki illa við marga, en það alveg kraumar á mer bara við að sjá mynd af þessu skrípi.“ Annað dæmi gæti verið: „Það væri best að heilsa þessum andskota á Sjómannasið,“ segir einn og annar segir: „Menn eins og Gísli sem vísvitandi gera lítið úr og ögra landsbyggðarfólki uppskera eins og þeir sá. þoli illa svona pappakassa sem aldrei hafa sett hendina í kalt vatn nema þá óvart og halda að heimurinn snúist um 101rvk.“Linda Pétursdóttir sá sig knúna til þess að rísa upp Gísla Marteini til varnar, en henni blöskraði meðferðin á Gísla á Facebook.Víst er að menn ríða ekki feitum hesti frá því að tala óvirðulega um landsbyggðafólk en Vísir greindi frá því fyrir um ári þegar Einar Kárason mátti ganga í gegnum svipugöngin eftir slík ummæli. Í þessari nýju færslu segir Gísli að hann hafi ekki meint neitt slæmt með tísti sínu, það hafi ekki átt að vera særandi en samt hafi margir mógast. „Ég hefði ekki átt að segja að það góða fólk ætti að nýta peninginn til að flytja í bæinn. Það var glatað hjá mér - af því þetta fólk langar sjálfsagt ekkert að flytja í bæinn og fólk á að búa þar sem það vill. Mér þykir fyrir því að hafa sært tilfinningar fólks, það var óviljandi og ég ætla að passa mig betur í framtíðinni.“ Gísli Marteinn segist ekki hata landsbyggðina, hann hafi sagt það áður og kominn tími til að segja það aftur. Þetta er í lok færslunnar og virðist Gísli Marteinn gera ráð fyrir því að pistill hans á Facebook verði fjölmiðlamatur: „Mér líkar nefnilega vel við landsbyggðina, þótt ég hafi alla ævi búið í Reykjavík og elski borgina mjög heitt. Eins og fjölmargir hafa sagt í þessari umræðu, þá þarf borgin á landsbyggðinni að halda, og landsbyggðin á borginni. Og eftir þáttinn á morgun ætla ég út á land, af því að mig langar til þess (plís samt ekki setja það í fréttina kæru blaðamenn, því þá verður brotist inn hjá mér).“Ég veit ekki hvort þið hafið heyrt það, en ég skrifaði smá á twitter um daginn. Ég meinti ekkert slæmt með því og allra...Posted by Gisli Marteinn Baldursson on 12. nóvember 2015 Tengdar fréttir Skammist ykkar fyrir að kalla Gísla Martein „skrípi“, „fífl“ og „andskota“ Linda Pé rís upp Gísla Marteini Baldurssyni til varnar á Facebook. 11. nóvember 2015 14:33 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segist sjá á eftir því að hafa haft uppi glannaleg ummæli og móðgað fólk á landbyggðinni. Þetta gerir hann í nokkuð langri færslu í Facebook sem hefur vakið mikla athygli.Vísir hefur fjallað um þessi ummæli en Gísli Marteinn vann sér það til óyndis meðal margra á landsbyggðinni að varpa fram spurningunni hvort einhver hafi „spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn?“ Var þetta í tengslum við frétt þess efnis að nýir flóðgarðar á Neskaupsstað kosti 2,5.Þetta var um helgina en Gísli Marteinn hefur fengið það óþvegið á netinu síðan – landsbyggðafólk hafa tekið þessum ummælum illa svo vægt sé til orða tekið. Hann hefur verið kallaður öllum illum nöfnum: „Er ekki illa við marga, en það alveg kraumar á mer bara við að sjá mynd af þessu skrípi.“ Annað dæmi gæti verið: „Það væri best að heilsa þessum andskota á Sjómannasið,“ segir einn og annar segir: „Menn eins og Gísli sem vísvitandi gera lítið úr og ögra landsbyggðarfólki uppskera eins og þeir sá. þoli illa svona pappakassa sem aldrei hafa sett hendina í kalt vatn nema þá óvart og halda að heimurinn snúist um 101rvk.“Linda Pétursdóttir sá sig knúna til þess að rísa upp Gísla Marteini til varnar, en henni blöskraði meðferðin á Gísla á Facebook.Víst er að menn ríða ekki feitum hesti frá því að tala óvirðulega um landsbyggðafólk en Vísir greindi frá því fyrir um ári þegar Einar Kárason mátti ganga í gegnum svipugöngin eftir slík ummæli. Í þessari nýju færslu segir Gísli að hann hafi ekki meint neitt slæmt með tísti sínu, það hafi ekki átt að vera særandi en samt hafi margir mógast. „Ég hefði ekki átt að segja að það góða fólk ætti að nýta peninginn til að flytja í bæinn. Það var glatað hjá mér - af því þetta fólk langar sjálfsagt ekkert að flytja í bæinn og fólk á að búa þar sem það vill. Mér þykir fyrir því að hafa sært tilfinningar fólks, það var óviljandi og ég ætla að passa mig betur í framtíðinni.“ Gísli Marteinn segist ekki hata landsbyggðina, hann hafi sagt það áður og kominn tími til að segja það aftur. Þetta er í lok færslunnar og virðist Gísli Marteinn gera ráð fyrir því að pistill hans á Facebook verði fjölmiðlamatur: „Mér líkar nefnilega vel við landsbyggðina, þótt ég hafi alla ævi búið í Reykjavík og elski borgina mjög heitt. Eins og fjölmargir hafa sagt í þessari umræðu, þá þarf borgin á landsbyggðinni að halda, og landsbyggðin á borginni. Og eftir þáttinn á morgun ætla ég út á land, af því að mig langar til þess (plís samt ekki setja það í fréttina kæru blaðamenn, því þá verður brotist inn hjá mér).“Ég veit ekki hvort þið hafið heyrt það, en ég skrifaði smá á twitter um daginn. Ég meinti ekkert slæmt með því og allra...Posted by Gisli Marteinn Baldursson on 12. nóvember 2015
Tengdar fréttir Skammist ykkar fyrir að kalla Gísla Martein „skrípi“, „fífl“ og „andskota“ Linda Pé rís upp Gísla Marteini Baldurssyni til varnar á Facebook. 11. nóvember 2015 14:33 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Skammist ykkar fyrir að kalla Gísla Martein „skrípi“, „fífl“ og „andskota“ Linda Pé rís upp Gísla Marteini Baldurssyni til varnar á Facebook. 11. nóvember 2015 14:33