Gísli Marteinn veifar hvítu flaggi og segist ekki hata landsbyggðina Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2015 15:15 Gísli Marteinn kominn út í sveit, með hjálp myndvinnsludeildar Vísis -- myndin er samsett. Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segist sjá á eftir því að hafa haft uppi glannaleg ummæli og móðgað fólk á landbyggðinni. Þetta gerir hann í nokkuð langri færslu í Facebook sem hefur vakið mikla athygli.Vísir hefur fjallað um þessi ummæli en Gísli Marteinn vann sér það til óyndis meðal margra á landsbyggðinni að varpa fram spurningunni hvort einhver hafi „spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn?“ Var þetta í tengslum við frétt þess efnis að nýir flóðgarðar á Neskaupsstað kosti 2,5.Þetta var um helgina en Gísli Marteinn hefur fengið það óþvegið á netinu síðan – landsbyggðafólk hafa tekið þessum ummælum illa svo vægt sé til orða tekið. Hann hefur verið kallaður öllum illum nöfnum: „Er ekki illa við marga, en það alveg kraumar á mer bara við að sjá mynd af þessu skrípi.“ Annað dæmi gæti verið: „Það væri best að heilsa þessum andskota á Sjómannasið,“ segir einn og annar segir: „Menn eins og Gísli sem vísvitandi gera lítið úr og ögra landsbyggðarfólki uppskera eins og þeir sá. þoli illa svona pappakassa sem aldrei hafa sett hendina í kalt vatn nema þá óvart og halda að heimurinn snúist um 101rvk.“Linda Pétursdóttir sá sig knúna til þess að rísa upp Gísla Marteini til varnar, en henni blöskraði meðferðin á Gísla á Facebook.Víst er að menn ríða ekki feitum hesti frá því að tala óvirðulega um landsbyggðafólk en Vísir greindi frá því fyrir um ári þegar Einar Kárason mátti ganga í gegnum svipugöngin eftir slík ummæli. Í þessari nýju færslu segir Gísli að hann hafi ekki meint neitt slæmt með tísti sínu, það hafi ekki átt að vera særandi en samt hafi margir mógast. „Ég hefði ekki átt að segja að það góða fólk ætti að nýta peninginn til að flytja í bæinn. Það var glatað hjá mér - af því þetta fólk langar sjálfsagt ekkert að flytja í bæinn og fólk á að búa þar sem það vill. Mér þykir fyrir því að hafa sært tilfinningar fólks, það var óviljandi og ég ætla að passa mig betur í framtíðinni.“ Gísli Marteinn segist ekki hata landsbyggðina, hann hafi sagt það áður og kominn tími til að segja það aftur. Þetta er í lok færslunnar og virðist Gísli Marteinn gera ráð fyrir því að pistill hans á Facebook verði fjölmiðlamatur: „Mér líkar nefnilega vel við landsbyggðina, þótt ég hafi alla ævi búið í Reykjavík og elski borgina mjög heitt. Eins og fjölmargir hafa sagt í þessari umræðu, þá þarf borgin á landsbyggðinni að halda, og landsbyggðin á borginni. Og eftir þáttinn á morgun ætla ég út á land, af því að mig langar til þess (plís samt ekki setja það í fréttina kæru blaðamenn, því þá verður brotist inn hjá mér).“Ég veit ekki hvort þið hafið heyrt það, en ég skrifaði smá á twitter um daginn. Ég meinti ekkert slæmt með því og allra...Posted by Gisli Marteinn Baldursson on 12. nóvember 2015 Tengdar fréttir Skammist ykkar fyrir að kalla Gísla Martein „skrípi“, „fífl“ og „andskota“ Linda Pé rís upp Gísla Marteini Baldurssyni til varnar á Facebook. 11. nóvember 2015 14:33 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segist sjá á eftir því að hafa haft uppi glannaleg ummæli og móðgað fólk á landbyggðinni. Þetta gerir hann í nokkuð langri færslu í Facebook sem hefur vakið mikla athygli.Vísir hefur fjallað um þessi ummæli en Gísli Marteinn vann sér það til óyndis meðal margra á landsbyggðinni að varpa fram spurningunni hvort einhver hafi „spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn?“ Var þetta í tengslum við frétt þess efnis að nýir flóðgarðar á Neskaupsstað kosti 2,5.Þetta var um helgina en Gísli Marteinn hefur fengið það óþvegið á netinu síðan – landsbyggðafólk hafa tekið þessum ummælum illa svo vægt sé til orða tekið. Hann hefur verið kallaður öllum illum nöfnum: „Er ekki illa við marga, en það alveg kraumar á mer bara við að sjá mynd af þessu skrípi.“ Annað dæmi gæti verið: „Það væri best að heilsa þessum andskota á Sjómannasið,“ segir einn og annar segir: „Menn eins og Gísli sem vísvitandi gera lítið úr og ögra landsbyggðarfólki uppskera eins og þeir sá. þoli illa svona pappakassa sem aldrei hafa sett hendina í kalt vatn nema þá óvart og halda að heimurinn snúist um 101rvk.“Linda Pétursdóttir sá sig knúna til þess að rísa upp Gísla Marteini til varnar, en henni blöskraði meðferðin á Gísla á Facebook.Víst er að menn ríða ekki feitum hesti frá því að tala óvirðulega um landsbyggðafólk en Vísir greindi frá því fyrir um ári þegar Einar Kárason mátti ganga í gegnum svipugöngin eftir slík ummæli. Í þessari nýju færslu segir Gísli að hann hafi ekki meint neitt slæmt með tísti sínu, það hafi ekki átt að vera særandi en samt hafi margir mógast. „Ég hefði ekki átt að segja að það góða fólk ætti að nýta peninginn til að flytja í bæinn. Það var glatað hjá mér - af því þetta fólk langar sjálfsagt ekkert að flytja í bæinn og fólk á að búa þar sem það vill. Mér þykir fyrir því að hafa sært tilfinningar fólks, það var óviljandi og ég ætla að passa mig betur í framtíðinni.“ Gísli Marteinn segist ekki hata landsbyggðina, hann hafi sagt það áður og kominn tími til að segja það aftur. Þetta er í lok færslunnar og virðist Gísli Marteinn gera ráð fyrir því að pistill hans á Facebook verði fjölmiðlamatur: „Mér líkar nefnilega vel við landsbyggðina, þótt ég hafi alla ævi búið í Reykjavík og elski borgina mjög heitt. Eins og fjölmargir hafa sagt í þessari umræðu, þá þarf borgin á landsbyggðinni að halda, og landsbyggðin á borginni. Og eftir þáttinn á morgun ætla ég út á land, af því að mig langar til þess (plís samt ekki setja það í fréttina kæru blaðamenn, því þá verður brotist inn hjá mér).“Ég veit ekki hvort þið hafið heyrt það, en ég skrifaði smá á twitter um daginn. Ég meinti ekkert slæmt með því og allra...Posted by Gisli Marteinn Baldursson on 12. nóvember 2015
Tengdar fréttir Skammist ykkar fyrir að kalla Gísla Martein „skrípi“, „fífl“ og „andskota“ Linda Pé rís upp Gísla Marteini Baldurssyni til varnar á Facebook. 11. nóvember 2015 14:33 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Skammist ykkar fyrir að kalla Gísla Martein „skrípi“, „fífl“ og „andskota“ Linda Pé rís upp Gísla Marteini Baldurssyni til varnar á Facebook. 11. nóvember 2015 14:33
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent