Prófessorar ætla í verkfall í desember sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 15:06 Um helmingur prófa fellur niður, verði af verkfallinu. vísir/anton brink Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag, eða með 85 prósent atkvæða. Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir verða dagana 2. til 18.desember, náist ekki samningar fyrir þann tíma. Alls greiddu 246 atkvæði og var kosningaþátttaka 76 prósent. 15 prósent félagsmanna voru mótfallnir því að efnt yrði til verkfalls. „Það má kannski segja að niðurstaðan hafi verið meira afgerandi en ég reiknaði með, en ég taldi mig vissan um að það yrði mikill meirihluti sem styddi boðun verkfalls ef ekki hefði samist. Menn eru mjög óhressir með hvernig gangur viðræðna hefur verið. Við höfum endurtekið þurft að bíða eftir ýmsum ytri aðstæðum sem hafa komið upp og fallist á það, meðal annars vegna SALEK-vinnunnar, og áttum von á að það kæmi gangur í viðræðurnar í kjölfarið, en hann varð ekki nægilega mikill,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Hann bætir við að gangur viðræðna sé nú ágætur og vonar að samningar náist fljótt.Slétt ár frá síðustu verkfallsboðun Prófessorar boðuðu til verkfalls fyrir um sléttu ári síðan, eða 11. nóvember 2014. Þeir undirrituðu skammtíma kjarasamning í desember og þannig tókst að afstýra tveggja vikna verkfalli í háskólum landsins. Kjarasamningur þeirra rann út í lok febrúar og hafa viðræður staðið yfir síðan þá. Félagsmenn eru prófessorar fastráðnir við íslenska ríkisháskóla; Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Þá er lektorum og dósentum sem fastráðnir eru við þessa háskóla heimil aðild að félaginu. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Jólapróf háskólanema í tvísýnu Prófessorar greiða atkvæði um verkfall í desember. 11. nóvember 2015 10:37 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag, eða með 85 prósent atkvæða. Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir verða dagana 2. til 18.desember, náist ekki samningar fyrir þann tíma. Alls greiddu 246 atkvæði og var kosningaþátttaka 76 prósent. 15 prósent félagsmanna voru mótfallnir því að efnt yrði til verkfalls. „Það má kannski segja að niðurstaðan hafi verið meira afgerandi en ég reiknaði með, en ég taldi mig vissan um að það yrði mikill meirihluti sem styddi boðun verkfalls ef ekki hefði samist. Menn eru mjög óhressir með hvernig gangur viðræðna hefur verið. Við höfum endurtekið þurft að bíða eftir ýmsum ytri aðstæðum sem hafa komið upp og fallist á það, meðal annars vegna SALEK-vinnunnar, og áttum von á að það kæmi gangur í viðræðurnar í kjölfarið, en hann varð ekki nægilega mikill,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Hann bætir við að gangur viðræðna sé nú ágætur og vonar að samningar náist fljótt.Slétt ár frá síðustu verkfallsboðun Prófessorar boðuðu til verkfalls fyrir um sléttu ári síðan, eða 11. nóvember 2014. Þeir undirrituðu skammtíma kjarasamning í desember og þannig tókst að afstýra tveggja vikna verkfalli í háskólum landsins. Kjarasamningur þeirra rann út í lok febrúar og hafa viðræður staðið yfir síðan þá. Félagsmenn eru prófessorar fastráðnir við íslenska ríkisháskóla; Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Þá er lektorum og dósentum sem fastráðnir eru við þessa háskóla heimil aðild að félaginu.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Jólapróf háskólanema í tvísýnu Prófessorar greiða atkvæði um verkfall í desember. 11. nóvember 2015 10:37 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Jólapróf háskólanema í tvísýnu Prófessorar greiða atkvæði um verkfall í desember. 11. nóvember 2015 10:37