Innlent

Í gæsluvarðhald fyrir tilraun til nauðgunar í tjaldi í Hrísey

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Meint brot mannsins áttu sér stað á tjaldstæðinu í Hrísey.
Meint brot mannsins áttu sér stað á tjaldstæðinu í Hrísey. vísir/friðrik
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað karlmann í mánaðarlangt gæsluvarðhald en hann er grunaður um líkamsárás og tilraun til nauðgunar gegn 17 ára stúlku á tjaldstæðinu í Hrísey þann 25. júlí síðastliðinn. Stúlkan var ferðamaður hér á landi.

Hún sagði lögreglu að maðurinn hefði ráðist grímuklæddur inn í tjald hennar og veist að henni kynferðislega auk þess sem hann beitti hana líkamlegu ofbeldi. Stúlkan lagði fram kæru hjá lögreglu og var maðurinn handtekinn í kjölfarið. Hann sat í gæsluvarðhaldi í fjóra daga vegna rannsóknarhagsmuna en var svo sleppt.

Í gær var hann svo aftur úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að niðurstöður úr DNA-rannsóknum lágu fyrir. Maðurinn verður í haldi til 10. desember næstkomandi en í tilkynningu frá lögreglu segir að farið hafi verið fram á varðhald vegna alvarleika málsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×