Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2015 15:48 Hinn umdeildi hafnargarður var byggður 1928. visir/gva Minjastofnun og Landstólpi hafa komist að samkomulagi um hvernig eigi að standa að verndun hafnargarðsins sem staðið hefur styr um undanfarna mánuði. Garðurinn verður fjarlægður og settur í geymslu áður en að honum verður komið fyrir á nýjan leik þannig að hann verði sýnilegur almenningi. Þetta staðfestir Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, í samtali við Vísi. Að sögn Gísla gerir samkomulagið ráð fyrir því að hafnargarðurinn verði hluti af þeim byggingum sem Landstólpi mun reisa á Austurbakkanum við Reykjavíkurhöfn.Sjá einnig: Stál í stál í deilu um meintar fornminjar Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvernig þetta verður útfært en Minjastofnun og Landstólpi hafa samið um grófa friðlýsingu sem verður útfærð nánar í samvinnu síðar. „Þeir verða sýnilegir úr bílakjallara og göngugötum sem verða þarna á milli húsa. Markmiðið er að þeir verði aðgengilegir þannig að almenningur geti bæði virt hann fyrir sér og labbað í kringum hann,“ segir Gísli.Garðurinn var reistur í tengslum við hafnargerð í Reykjavík á árunum 1913 til 1917.Vísir/GVAGarðurinn fjarlægður og geymdur á svæði Faxaflóahafna Athygli vekur að samkvæmt samkomulaginu verða garðarnir fjarlægðir af svæðinu. Munu þeir verða geymdir á svæði Faxaflóahafna áður en að þeim verður komið fyrir aftur. Gísli hefur ekki áhyggjur af því að þetta muni valda röskun á hafnargarðinum. Fornleifafræðingar og hleðslusérfræðingar muni hafa yfirumsjón með fjarlægingu garðsins og uppsetningu þegar að því kemur. „Hver steinn verður merktur og öllu verður raðað upp á nýjan leik. Þetta er í raun besta lausnin fyrir alla aðila. Án þess að fjarlægja garðinn hefði ekki verið neitt aðgengi að hafnargarðinum, verndargildið verður því meira.“Sjá einnig: Um hvað var deilt? Gísli er ánægður með að lausn hafi fengist í málið en viðræður hafa staðið yfir í nokkrar vikur, allt frá því að forsætisráðuneytið boðaði til sáttafundar þann 27. október sl. en ekki liggur þó fyrir hvar kostnaður við fjarlægingu hafnargarðsins muni falla. „Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við Minjastofnum og þetta hefur allt gengið mjög vel frá því að báðir aðilar fóru að horfa lausnamiðað á hvernig best væri að gera þetta,“ segir Gísli. „Við eigum eftir að útfæra kostnaðarhlutann en auðvitað var þetta friðlýst af ríkinu þannig að kostnaðurinn mun væntanlega lenda þar. Þessi lausn gerir það þó að verkum að kostnaðurinn er mun minni en ef garðurinn hefði ekki verið fjarlægður.“ Tengdar fréttir Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45 Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Fleiri fréttir Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Sjá meira
Minjastofnun og Landstólpi hafa komist að samkomulagi um hvernig eigi að standa að verndun hafnargarðsins sem staðið hefur styr um undanfarna mánuði. Garðurinn verður fjarlægður og settur í geymslu áður en að honum verður komið fyrir á nýjan leik þannig að hann verði sýnilegur almenningi. Þetta staðfestir Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, í samtali við Vísi. Að sögn Gísla gerir samkomulagið ráð fyrir því að hafnargarðurinn verði hluti af þeim byggingum sem Landstólpi mun reisa á Austurbakkanum við Reykjavíkurhöfn.Sjá einnig: Stál í stál í deilu um meintar fornminjar Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvernig þetta verður útfært en Minjastofnun og Landstólpi hafa samið um grófa friðlýsingu sem verður útfærð nánar í samvinnu síðar. „Þeir verða sýnilegir úr bílakjallara og göngugötum sem verða þarna á milli húsa. Markmiðið er að þeir verði aðgengilegir þannig að almenningur geti bæði virt hann fyrir sér og labbað í kringum hann,“ segir Gísli.Garðurinn var reistur í tengslum við hafnargerð í Reykjavík á árunum 1913 til 1917.Vísir/GVAGarðurinn fjarlægður og geymdur á svæði Faxaflóahafna Athygli vekur að samkvæmt samkomulaginu verða garðarnir fjarlægðir af svæðinu. Munu þeir verða geymdir á svæði Faxaflóahafna áður en að þeim verður komið fyrir aftur. Gísli hefur ekki áhyggjur af því að þetta muni valda röskun á hafnargarðinum. Fornleifafræðingar og hleðslusérfræðingar muni hafa yfirumsjón með fjarlægingu garðsins og uppsetningu þegar að því kemur. „Hver steinn verður merktur og öllu verður raðað upp á nýjan leik. Þetta er í raun besta lausnin fyrir alla aðila. Án þess að fjarlægja garðinn hefði ekki verið neitt aðgengi að hafnargarðinum, verndargildið verður því meira.“Sjá einnig: Um hvað var deilt? Gísli er ánægður með að lausn hafi fengist í málið en viðræður hafa staðið yfir í nokkrar vikur, allt frá því að forsætisráðuneytið boðaði til sáttafundar þann 27. október sl. en ekki liggur þó fyrir hvar kostnaður við fjarlægingu hafnargarðsins muni falla. „Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við Minjastofnum og þetta hefur allt gengið mjög vel frá því að báðir aðilar fóru að horfa lausnamiðað á hvernig best væri að gera þetta,“ segir Gísli. „Við eigum eftir að útfæra kostnaðarhlutann en auðvitað var þetta friðlýst af ríkinu þannig að kostnaðurinn mun væntanlega lenda þar. Þessi lausn gerir það þó að verkum að kostnaðurinn er mun minni en ef garðurinn hefði ekki verið fjarlægður.“
Tengdar fréttir Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45 Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Fleiri fréttir Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Sjá meira
Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02
Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45
Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41
Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24