Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2015 16:00 Hinn umdeildi hafnargarður var byggður 1928. visir/gva Niðurstaða er komin í friðun hafnargarðsins líkt og Vísir greindi frá í dag. Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði hluti þeirra bygginga sem á að reisa við Austurbakkann í Reykjavík. Hér er málið rifjað upp. Málið má rekja aftur til þess þegar hafnargarðurinn kom í ljós í vor þegar framkvæmdir við Austurbakka voru skammt á veg komnar. Í ljós komu stærðarinnar skipskrúfur og hafnargarðurinn sem staðið hefur styr um undanfarna mánuði.Fréttastofa ræddi við Guðbrand Þorláksson safnstjóra Borgarsögusafns Reykjavíkur eftir að hafnargarðurinn kom fyrst í ljósSíðar um sumarið kom í ljós að hafnargarðurinn var vel varðveittur og mikið mannvirki, um sjötíu metra langur og blasir hann við öllum þeim sem eiga ferð um svæðið. Strax komu upp hugmyndir um hvernig mætti vernda garðinn en fyrirhugað er að þarna rísi sex hæða íbúð- og verslunarbygging auk bílakjallara. Í samtali við fréttastofu sagði Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur sem stýrði uppgreftinum í sumar að unnið væri að hugmyndum um hvernig mætti varðveita garðinn.Þann 11. september sl. dró svo til tíðinda. Minjastofnun Íslands skyndifriðaði Hafnargarðinn og var það gert til þess að “tryggja að minjunum verði ekki spillt, þær glatist eða gildi þeirra rýrt á einhvern hátt.“ Minjastofnun setti sér frest til 25. september til að skila tillögum til forsætisráðherra sem hafði samkvæmt lögum sex vikur til að taka ákvörðun um friðun hafnargarðsins. Sex vikum síðar, eða svo, dró aftur tíðinda. Sigrún Magnúsdóttir, sem hafði verið settur forsætisráðherra í málinu vegna athugasemda borgarlögmanns um vanhæfni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vegna athugasemda hans um hafnargarðinn, tók ákvörðun um að friða hafnargarðinn í heild sinni. Þessi ákvörðun var tekin 22. október og átti eftir að draga dilk á eftir sér. Eins og áður sagði hafði forsætisráðherra sex vikur frá skyndifriðun hafnargarðsins þann 11. september til þess að taka ákvörðun um málið. Daginn eftir að ákvörðun Sigrúnar var tilkynnt ræddi fréttastofa við Dag B. Eggertsson borgarstjóra.Dagur sagði: „Þegar kom í ljós að þessi hafnargarður var ekki meira en hundrað ára heldur yngri, frá 1928, þá lagði minjastofnun til skyndifriðun og þá hefur viðkomandi ráðherra sex vikur til að segja af eða á. Og sá tími leið án þess að ráðherra tæki afstöðu til þess. Daginn eftir barst hins vegar bréf um að ráðuneytið hefði viljað friða garðinn en það var einfaldlega of seint.“ Það var því afstaða borgaryfirvalda að friðun hafnargarðsins hefði ekki gildi, enda hefði hún borist degi of seint. Minjastofnun var ekki sammála þessu mati borgaryfirvalda og taldi friðun hafnargarðins víst vera í gildi þrátt fyrir afstöðu borgaryfirvalda og framkvæmdaraðila á svæðinu. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur ræddi við fréttastofu um sagnfræðilegt gildi hafnargarðsinsForsætisráðuneytið brást við þessum fregnum með því að boða forsvarsmenn Landstólpa á sinn fund þann 27. október þar sem reyna átti að ná lendingu vegna friðunar gamla hafnargarðsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu lagði forsætisráðuneytið fram sáttatillögu. Eitthvað gekk þó illa að ná sáttum í málinu en heimildir fréttastofu herma að fundað hafi verið nokkuð stíft á milli forsvarsmanna Landstólpa og forsætisráðuneytisins. Endaði það með því að Minjastofnun kom aftur og málinu og hefur hún og Landstólpi nú komist að niðurstöðu, um tveimur vikum frá því að forsætisráðuneytið boðaði til sáttafundar. Tengdar fréttir Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Stál í stál í deilu um meintar fornminjar Stál mætir stáli í deilu ríkisins og Reykjavíkurborgar um hafnargarðinn á Austurbakka. Sáttafundur er boðaður á morgun en framkvæmdir hófust þó að nýju í dag. Sagnfræðingur segir alveg ljóst að garðurinn teljist ekki vera fornminjar. 26. október 2015 20:04 Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45 Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Niðurstaða er komin í friðun hafnargarðsins líkt og Vísir greindi frá í dag. Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði hluti þeirra bygginga sem á að reisa við Austurbakkann í Reykjavík. Hér er málið rifjað upp. Málið má rekja aftur til þess þegar hafnargarðurinn kom í ljós í vor þegar framkvæmdir við Austurbakka voru skammt á veg komnar. Í ljós komu stærðarinnar skipskrúfur og hafnargarðurinn sem staðið hefur styr um undanfarna mánuði.Fréttastofa ræddi við Guðbrand Þorláksson safnstjóra Borgarsögusafns Reykjavíkur eftir að hafnargarðurinn kom fyrst í ljósSíðar um sumarið kom í ljós að hafnargarðurinn var vel varðveittur og mikið mannvirki, um sjötíu metra langur og blasir hann við öllum þeim sem eiga ferð um svæðið. Strax komu upp hugmyndir um hvernig mætti vernda garðinn en fyrirhugað er að þarna rísi sex hæða íbúð- og verslunarbygging auk bílakjallara. Í samtali við fréttastofu sagði Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur sem stýrði uppgreftinum í sumar að unnið væri að hugmyndum um hvernig mætti varðveita garðinn.Þann 11. september sl. dró svo til tíðinda. Minjastofnun Íslands skyndifriðaði Hafnargarðinn og var það gert til þess að “tryggja að minjunum verði ekki spillt, þær glatist eða gildi þeirra rýrt á einhvern hátt.“ Minjastofnun setti sér frest til 25. september til að skila tillögum til forsætisráðherra sem hafði samkvæmt lögum sex vikur til að taka ákvörðun um friðun hafnargarðsins. Sex vikum síðar, eða svo, dró aftur tíðinda. Sigrún Magnúsdóttir, sem hafði verið settur forsætisráðherra í málinu vegna athugasemda borgarlögmanns um vanhæfni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vegna athugasemda hans um hafnargarðinn, tók ákvörðun um að friða hafnargarðinn í heild sinni. Þessi ákvörðun var tekin 22. október og átti eftir að draga dilk á eftir sér. Eins og áður sagði hafði forsætisráðherra sex vikur frá skyndifriðun hafnargarðsins þann 11. september til þess að taka ákvörðun um málið. Daginn eftir að ákvörðun Sigrúnar var tilkynnt ræddi fréttastofa við Dag B. Eggertsson borgarstjóra.Dagur sagði: „Þegar kom í ljós að þessi hafnargarður var ekki meira en hundrað ára heldur yngri, frá 1928, þá lagði minjastofnun til skyndifriðun og þá hefur viðkomandi ráðherra sex vikur til að segja af eða á. Og sá tími leið án þess að ráðherra tæki afstöðu til þess. Daginn eftir barst hins vegar bréf um að ráðuneytið hefði viljað friða garðinn en það var einfaldlega of seint.“ Það var því afstaða borgaryfirvalda að friðun hafnargarðsins hefði ekki gildi, enda hefði hún borist degi of seint. Minjastofnun var ekki sammála þessu mati borgaryfirvalda og taldi friðun hafnargarðins víst vera í gildi þrátt fyrir afstöðu borgaryfirvalda og framkvæmdaraðila á svæðinu. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur ræddi við fréttastofu um sagnfræðilegt gildi hafnargarðsinsForsætisráðuneytið brást við þessum fregnum með því að boða forsvarsmenn Landstólpa á sinn fund þann 27. október þar sem reyna átti að ná lendingu vegna friðunar gamla hafnargarðsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu lagði forsætisráðuneytið fram sáttatillögu. Eitthvað gekk þó illa að ná sáttum í málinu en heimildir fréttastofu herma að fundað hafi verið nokkuð stíft á milli forsvarsmanna Landstólpa og forsætisráðuneytisins. Endaði það með því að Minjastofnun kom aftur og málinu og hefur hún og Landstólpi nú komist að niðurstöðu, um tveimur vikum frá því að forsætisráðuneytið boðaði til sáttafundar.
Tengdar fréttir Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Stál í stál í deilu um meintar fornminjar Stál mætir stáli í deilu ríkisins og Reykjavíkurborgar um hafnargarðinn á Austurbakka. Sáttafundur er boðaður á morgun en framkvæmdir hófust þó að nýju í dag. Sagnfræðingur segir alveg ljóst að garðurinn teljist ekki vera fornminjar. 26. október 2015 20:04 Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45 Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02
Stál í stál í deilu um meintar fornminjar Stál mætir stáli í deilu ríkisins og Reykjavíkurborgar um hafnargarðinn á Austurbakka. Sáttafundur er boðaður á morgun en framkvæmdir hófust þó að nýju í dag. Sagnfræðingur segir alveg ljóst að garðurinn teljist ekki vera fornminjar. 26. október 2015 20:04
Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45
Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41
Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24