Slæmur rekstur eykur byrðar unga fólksins Halldór Halldórsson skrifar 11. nóvember 2015 15:45 Ef borgin væri fyrirtæki í þeirri stöðu sem útkomuspá fyrir árið 2015 og fjárhagsáætlun ársins 2016 lýsa við fyrri umræðu væri hluthafafundur boðaður í skyndi og skipt um stjórnendur. Borgarbúar gera að sjálfsögðu kröfu um að skattgreiðslur þeirra dugi fyrir rekstri. Annars aukast skuldir og vandanum er velt alveg sérstaklega yfir á herðar unga fólksins. Hvað er svona alvarlegt? Jú, útkomuspá fyrir A-hluta reiknar með 13,4 milljarða halla árið 2015. Þarna vega lífeyrisskuldbindingar þungt en þær þarf að borga og þegar við skoðum reksturinn án gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga er niðurstaðan slæm. Þetta sést vel með því að skoða hverju reksturinn skilar í hreinum peningum. Fjármálaskrifstofa borgarinnar segir að það þurfi að lágmarki að vera 9% af tekjum. Niðurstaðan fyrir árið 2015 stefnir í 5%. Þarna vantar því fjóra milljarða króna til að standa undir lágmarkskröfu um 9%. Það gera 11 milljónir kr. á dag eða fjórar Parísarferðir daglega fyrir 12 fulltrúa borgarinnar svo nýlegt dæmi sé tekið. Mismunurinn er fjármagnaður með lántöku enda hækka skuldir A-hluta um 30% á tveimur árum. Þetta bætist við að núverandi meirihluti og meirihluti Jóns Gnarr og Dags B. rak borgina með halla frá árinu 2010 að einu ári undanskildu. Þetta er ekkert einsdæmi þó tölurnar séu hærri en undanfarin ár vegna hærri lífeyrisskuldbindinga en árin á undan. Fjárhagsáætlun ársins 2016 reiknar með hálfs milljarðs kr. afgangi A-hluta. En þar er reiknað með fjárfestingatekjum að upphæð 7,6 milljarðar kr. Það er mikil óvissa í áætluninni og mikill veikleiki að skatttekjur skuli ekki duga fyrir rekstrinum. Samt aukast skatttekjur A-hluta um 10% frá útkomuspá til áætlunar 2016 og tekjur af fasteignasköttum um 11%. Höfum í huga að 2,3 milljarðar kr. eru óútfærð hagræðing í fjárhagsáætlun. 1,8 milljarðar í rekstrarhagræðingu, lækkun útgjalda og 500 m.kr. í eignasölu eða hækkun tekna. Niðurstöðutölur eru þar af leiðandi 2,3 milljörðum hagstæðari en ella ef þetta tekst ekki hjá meirihlutanum. Reykjavíkurborg er með útsvarið í hæstu löglegu hæðum þannig að skattar verða ekki hækkaðir. Þar liggur eina vörn skattgreiðenda sem hljóta að gera þá kröfu að meirihlutinn í Reykjavík taki á rekstrinum svo tekjur dugi fyrir útgjöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Ef borgin væri fyrirtæki í þeirri stöðu sem útkomuspá fyrir árið 2015 og fjárhagsáætlun ársins 2016 lýsa við fyrri umræðu væri hluthafafundur boðaður í skyndi og skipt um stjórnendur. Borgarbúar gera að sjálfsögðu kröfu um að skattgreiðslur þeirra dugi fyrir rekstri. Annars aukast skuldir og vandanum er velt alveg sérstaklega yfir á herðar unga fólksins. Hvað er svona alvarlegt? Jú, útkomuspá fyrir A-hluta reiknar með 13,4 milljarða halla árið 2015. Þarna vega lífeyrisskuldbindingar þungt en þær þarf að borga og þegar við skoðum reksturinn án gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga er niðurstaðan slæm. Þetta sést vel með því að skoða hverju reksturinn skilar í hreinum peningum. Fjármálaskrifstofa borgarinnar segir að það þurfi að lágmarki að vera 9% af tekjum. Niðurstaðan fyrir árið 2015 stefnir í 5%. Þarna vantar því fjóra milljarða króna til að standa undir lágmarkskröfu um 9%. Það gera 11 milljónir kr. á dag eða fjórar Parísarferðir daglega fyrir 12 fulltrúa borgarinnar svo nýlegt dæmi sé tekið. Mismunurinn er fjármagnaður með lántöku enda hækka skuldir A-hluta um 30% á tveimur árum. Þetta bætist við að núverandi meirihluti og meirihluti Jóns Gnarr og Dags B. rak borgina með halla frá árinu 2010 að einu ári undanskildu. Þetta er ekkert einsdæmi þó tölurnar séu hærri en undanfarin ár vegna hærri lífeyrisskuldbindinga en árin á undan. Fjárhagsáætlun ársins 2016 reiknar með hálfs milljarðs kr. afgangi A-hluta. En þar er reiknað með fjárfestingatekjum að upphæð 7,6 milljarðar kr. Það er mikil óvissa í áætluninni og mikill veikleiki að skatttekjur skuli ekki duga fyrir rekstrinum. Samt aukast skatttekjur A-hluta um 10% frá útkomuspá til áætlunar 2016 og tekjur af fasteignasköttum um 11%. Höfum í huga að 2,3 milljarðar kr. eru óútfærð hagræðing í fjárhagsáætlun. 1,8 milljarðar í rekstrarhagræðingu, lækkun útgjalda og 500 m.kr. í eignasölu eða hækkun tekna. Niðurstöðutölur eru þar af leiðandi 2,3 milljörðum hagstæðari en ella ef þetta tekst ekki hjá meirihlutanum. Reykjavíkurborg er með útsvarið í hæstu löglegu hæðum þannig að skattar verða ekki hækkaðir. Þar liggur eina vörn skattgreiðenda sem hljóta að gera þá kröfu að meirihlutinn í Reykjavík taki á rekstrinum svo tekjur dugi fyrir útgjöldum.
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun