Skammist ykkar fyrir að kalla Gísla Martein „skrípi“, „fífl“ og „andskota“ Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2015 14:33 Lindu Pé ofbýður hvernig landsbyggðamenn tala um Gísla Martein -- og skakkar leikinn. Linda Pétursdóttir athafnakona og dýravinur hefur risið upp til varnar Gísla Marteini Baldurssyni, gegn landsbyggðarmönnum sem hafa verið að úthúða sjónvarpsmanninum geðþekka. Linda sýnir nokkurt hugrekki þegar hún skakkar leikinn á Facebook; en téðir landsbyggðarmenn hafa sýnt að þeir eru til alls líklegir. Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður vann sér það til óyndis meðal margra á landsbyggðinni að varpa fram spurningunni hvort einhver hafi „spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn?“ Var þetta í tengslum við frétt þess efnis að nýir flóðgarðar á Neskaupsstað kosti 2,5. Þetta var um helgina á Twitter og menn eru ekkert á því að láta Gísla Martein sleppa of snemma með þetta. Og þannig birtir Stefán Guðmundsson athafnamaður á Húsavík mynd af Gísla Marteini á Facebooksíðu sinni undir yfirskriftinni: „Vill einhver taka ungan Reykvíking í sveit í sumar?“Gísli Marteinn er hafður að háði og spotti meðal landsbyggðafólks þessi dægrin, eftir umdeild ummæli.Nokkur umræða skapast á þræði undir þessu skensi Stefáns og eru Gísla Marteini ekki vandaðar kveðjurnar. Hér eru nokkur dæmi: „Er ekki illa við marga, en það alveg kraumar á mer bara við að sjá mynd af þessu skrípi.“ Annar segir: „Stefán - þú ert að leggja fífl í einelti,“ og lætur broskall fylgja en Stefán segir að þetta sé ekki einelti, heldur „betrunar-tillögur“. „Það væri best að heilsa þessum andskota á Sjómannasið,“ segir einn og annar segir: „Menn eins og Gísli sem vísvitandi gera lítið úr og ögra landsbyggðarfólki uppskera eins og þeir sá. þoli illa svona pappakassa sem aldrei hafa sett hendina í kalt vatn nema þá óvart og halda að heimurinn snúist um 101rvk.“ Og enn einn segir: „Forrest Gump sagði "stupid is as stupid does." Og er það eina sem kemur upp í huga mér þegar ég sé eða heyri í þessum blessaða dreng.“ En, þarna þykir Lindu nóg komið. Hún blandar sér óhrædd í þessar einsleitu samræður og hastar á þá karla sem þarna vilja hæðast að Gísla Marteini og kalla öllum illum nöfnum: „Mèr blöskrar hvernig þið fullorðnir menn skrifið hér. Þið getið verið ósammála skoðunum Gísla en að kalla hann "skrípi", "fífl" og "andskota", segir því miður meira um ykkur en hann. Skammist ykkar.“ Og, svo virðist sem heldur sljákki í mannskapnum við þessar skammir Lindu.Hefur einhver spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn? https://t.co/6Kjumdisv9— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 7, 2015 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Linda Pétursdóttir athafnakona og dýravinur hefur risið upp til varnar Gísla Marteini Baldurssyni, gegn landsbyggðarmönnum sem hafa verið að úthúða sjónvarpsmanninum geðþekka. Linda sýnir nokkurt hugrekki þegar hún skakkar leikinn á Facebook; en téðir landsbyggðarmenn hafa sýnt að þeir eru til alls líklegir. Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður vann sér það til óyndis meðal margra á landsbyggðinni að varpa fram spurningunni hvort einhver hafi „spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn?“ Var þetta í tengslum við frétt þess efnis að nýir flóðgarðar á Neskaupsstað kosti 2,5. Þetta var um helgina á Twitter og menn eru ekkert á því að láta Gísla Martein sleppa of snemma með þetta. Og þannig birtir Stefán Guðmundsson athafnamaður á Húsavík mynd af Gísla Marteini á Facebooksíðu sinni undir yfirskriftinni: „Vill einhver taka ungan Reykvíking í sveit í sumar?“Gísli Marteinn er hafður að háði og spotti meðal landsbyggðafólks þessi dægrin, eftir umdeild ummæli.Nokkur umræða skapast á þræði undir þessu skensi Stefáns og eru Gísla Marteini ekki vandaðar kveðjurnar. Hér eru nokkur dæmi: „Er ekki illa við marga, en það alveg kraumar á mer bara við að sjá mynd af þessu skrípi.“ Annar segir: „Stefán - þú ert að leggja fífl í einelti,“ og lætur broskall fylgja en Stefán segir að þetta sé ekki einelti, heldur „betrunar-tillögur“. „Það væri best að heilsa þessum andskota á Sjómannasið,“ segir einn og annar segir: „Menn eins og Gísli sem vísvitandi gera lítið úr og ögra landsbyggðarfólki uppskera eins og þeir sá. þoli illa svona pappakassa sem aldrei hafa sett hendina í kalt vatn nema þá óvart og halda að heimurinn snúist um 101rvk.“ Og enn einn segir: „Forrest Gump sagði "stupid is as stupid does." Og er það eina sem kemur upp í huga mér þegar ég sé eða heyri í þessum blessaða dreng.“ En, þarna þykir Lindu nóg komið. Hún blandar sér óhrædd í þessar einsleitu samræður og hastar á þá karla sem þarna vilja hæðast að Gísla Marteini og kalla öllum illum nöfnum: „Mèr blöskrar hvernig þið fullorðnir menn skrifið hér. Þið getið verið ósammála skoðunum Gísla en að kalla hann "skrípi", "fífl" og "andskota", segir því miður meira um ykkur en hann. Skammist ykkar.“ Og, svo virðist sem heldur sljákki í mannskapnum við þessar skammir Lindu.Hefur einhver spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn? https://t.co/6Kjumdisv9— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 7, 2015
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira