Viðskipti innlent

Íslenskar vefverslanir bjóða afslátt í dag

Tinni Sveinsson skrifar

Fjölmargar íslenskar vefverslanir taka höndum saman og bjóða afslátt í dag. Er verið að leita leiða til að skapa hefð fyrir afsláttardegi vefverslana hérlendis en 11. nóvember er stærsti verslunardagur ársins á netinu á heimsvísu.

Þær íslensku vefverslanir sem taka þátt í deginum eru air.is, skor.is, nola.is, heimkaup.is, sirkusshop.is, junik.is, hagkaup.is, adidas.is, snuran.is, petit.is og mjolkurbuid.is.

Uppátækið er sótt til bæði Bandaríkjanna og Asíu. Ástæðuna fyrir því að 11. nóvember er stærsti verslunardagur ársins á netinu á heimsvísu má sækja til Kína. Þar er hann þekktur sem dagur hinna einhleypu, eða 11.11. Alibaba tók daginn upp á sína arma fyrir nokkrum árum og býður upp á fjölda tilboða þennan dag og veltir verslunin gríðarlegum fjárhæðum vegna þessa.

Í Bandaríkjunum er að finna svipaðan dag, svokallaðan Cyber Monday, sem er einn stærsti verslunardagur ársins á netinu þar í landi. Cyber Monday er mánudagurinn á eftir Þakkagjörðarhátíðinni og er í kringum mánaðarmót nóvember og desember.

Íslenskar vefverslanir hafa síðustu ár verið að sækja á. Í ársriti Rannsóknarseturs verslunarinnar kemur meðal annars fram að velta innlendrar netverslunar í fyrra hafi numið um 4,3 milljörðum króna, eða sem nemur 1,2 prósentum af heildarveltu smásöluverslunar. Stærsti flokkurinn hér á landi er sala á raftækjum og tölvubúnaði með 53,1% af allri netverslun. Föt og skór voru í öðru sæti yfir veltuhæstu vöruflokkana í netverslun árið 2014 með 14,3 prósenta hlutdeild.

Hér fyrir neðan má sjá ítarlegri lista yfir tilboðin sem boðið er upp á í dag.

  • heimkaup.is (stærsta íslenska vefverslunin, 20.000 vörur), allt að 60% afsláttur.
  • hagkaup.is (yfir 10.000 vörur), 20% af sérvörum og 40% af reiðhjólum.
  • skor.is (skóverslun, frí heimsending um allt land), 20% afsláttur af öllu.
  • nola.is (vefverslun með snyrtivörur).
  • air.is (Nike vörur), 20% afsláttur af öllu.
  • sirkusshop.is (barnavörur), 20% afsláttur af öllu.
  • junik.is (fataverslun), 20% afsláttur af öllu.
  • adidas.is (Adidas vörur), 25% afsláttur af öllu.
  • snuran.is (Skandinavískar hönnunarvörur), 15% afsláttur af öllu.
  • mjolkurbuid.is (innanhússmunir, gjafavara og fatnaður).
  • petit.is (skandinavísk barnaföt), 10% afsláttur af öllu.



Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun um daginn af vefsíðu Wall Street Journal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×