Íslenskur frumkvöðull þróar Tinder fyrir hunda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2015 15:45 Betri tíð gæti reynst í vændum fyrir hunda um allt land. Vísir/Samsett Ungur íslenskur frumkvöðull safnar nú á Karolina Fund fyrir nýju smáforriti sem er í þróun. Smáforritið á að auðvelda hundaeigendum að finna leikfélaga fyrir hunda sína auk þess sem það á að virkja aðra hundaeigendur skyldu þeir verða fyrir því óláni að týna hundunum sínum. Guðfinna Kristinsdóttir, ungur háskólanemi og einn af stjórnendum hins afar virka og fjölmenna Facebook-hóps Hundasamfélagið, segist hafa gengið með smáforritið í maganum um nokkurn tíma. „Ég er stjórnandi á Hundasamfélaginu og þar fáum við oft tilkynningar um týnda hunda, segir Guðfinna. „Ég hef t.d. fylgst vel með undanfarna daga og það eru að koma tvær til þrjár tilkynningar inn á Facebook-hópinn okkar á dag um hunda sem hafa týnst.“Guðfinna er mikill áhugamaður um hunda og hefur lengi gengið með hugmyndina að smáforritinu.Guðfinna KristinsdóttirAllsherjarsmáforrit fyrir hundaeigendur Hugmyndin er í raun ósköp einföld. Hver notandi getur sett inn upplýsingar um hundinn sinn. Týnist hann verður svo hægt að senda tilkynningu í gegnum smáforritið. Hana fá allir þeir sem eru með smáforritið í símanum sínum í ákveðnum radíus og geta þeir því aðstoðað við leitina eða haft augun opin. „Það er mjög dýrt spaug að þurfa að leysa hundinn sinn út frá hundafangaranum og því væri frábært að geta virkjað nærumhverfið þegar hundar týnast. Hægt verður að setja inn upplýsingar um hundinn, t.d. hvort hann sé mannelskur eða hvort hann bíti sé hann hræddur. Þetta minnkar stressið við það að týna hundinum sínum.“ Þetta er þó bara grunnhugmyndin og í raun stefnir Guðfinna á að bæta við fjölmörgum möguleikum. Þannig sér hún fyrir sér að fyrirtæki getið boðið dýraeigendum afslætti í gegnum smáforritið, hægt verði að finna yfirlit yfir hentugar gönguleiðir og lausagöngusvæði hunda og ýmislegt fleira. Það merkilegasta er þó án efa að með smáforritinu eiga hundaeigendur að geta fundið leikfélaga fyrir hundana sína. „Þetta er svona svipað og Tinder,“ útskýrir Guðfinna. „Það verður hægt að ýta til hægri eða vinstri eftir því hvort að hundurinn passi þínum hund. Eins og t.d. minn hundur. Hann er stór en verður hræddur í kringum aðra stóra hunda. Ég myndi því leita að minni hundum fyrir hann til þess að leika við.“Stefnir á erlendan markað Guðfinna ætlar sér að vinna sjálf að smáforritinu en hefur fengið forritara í lið með sér til þess að sjá um tæknilegu hliðina. Hún er hinsvegar með bakgrunn í hönnun og ætlar að hanna viðmótið sjálf. Reiknar hún með að smáforritið verði klárt í febrúar gangi söfnunin eftir en 25 dagar eru eftir af söfnunni sem gengur ágætlega þrátt fyrir að hafa aðeins hafist fyrir fjórum dögum síðan. Hinn ungi frumkvöðull er stórhuga og stefnir út með smáforritð gangi allt vel. „Þetta er hugsað þannig að ekkert mál sé að færa þetta til útlanda. Ég hef verið að skoða svona smáforrit sem eru miðuð að hundaeiendum en ekkert þeirra tengir þetta allt saman eins og við ætlum að gera.“ Guðfinna hefur þegar þetta er skrifað safnað tæpum 800 evrum af þeim 3.500 sem hún stefnir á. Hægt er að kynna sér smáforritið og styrkja söfnunina hér. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ungur íslenskur frumkvöðull safnar nú á Karolina Fund fyrir nýju smáforriti sem er í þróun. Smáforritið á að auðvelda hundaeigendum að finna leikfélaga fyrir hunda sína auk þess sem það á að virkja aðra hundaeigendur skyldu þeir verða fyrir því óláni að týna hundunum sínum. Guðfinna Kristinsdóttir, ungur háskólanemi og einn af stjórnendum hins afar virka og fjölmenna Facebook-hóps Hundasamfélagið, segist hafa gengið með smáforritið í maganum um nokkurn tíma. „Ég er stjórnandi á Hundasamfélaginu og þar fáum við oft tilkynningar um týnda hunda, segir Guðfinna. „Ég hef t.d. fylgst vel með undanfarna daga og það eru að koma tvær til þrjár tilkynningar inn á Facebook-hópinn okkar á dag um hunda sem hafa týnst.“Guðfinna er mikill áhugamaður um hunda og hefur lengi gengið með hugmyndina að smáforritinu.Guðfinna KristinsdóttirAllsherjarsmáforrit fyrir hundaeigendur Hugmyndin er í raun ósköp einföld. Hver notandi getur sett inn upplýsingar um hundinn sinn. Týnist hann verður svo hægt að senda tilkynningu í gegnum smáforritið. Hana fá allir þeir sem eru með smáforritið í símanum sínum í ákveðnum radíus og geta þeir því aðstoðað við leitina eða haft augun opin. „Það er mjög dýrt spaug að þurfa að leysa hundinn sinn út frá hundafangaranum og því væri frábært að geta virkjað nærumhverfið þegar hundar týnast. Hægt verður að setja inn upplýsingar um hundinn, t.d. hvort hann sé mannelskur eða hvort hann bíti sé hann hræddur. Þetta minnkar stressið við það að týna hundinum sínum.“ Þetta er þó bara grunnhugmyndin og í raun stefnir Guðfinna á að bæta við fjölmörgum möguleikum. Þannig sér hún fyrir sér að fyrirtæki getið boðið dýraeigendum afslætti í gegnum smáforritið, hægt verði að finna yfirlit yfir hentugar gönguleiðir og lausagöngusvæði hunda og ýmislegt fleira. Það merkilegasta er þó án efa að með smáforritinu eiga hundaeigendur að geta fundið leikfélaga fyrir hundana sína. „Þetta er svona svipað og Tinder,“ útskýrir Guðfinna. „Það verður hægt að ýta til hægri eða vinstri eftir því hvort að hundurinn passi þínum hund. Eins og t.d. minn hundur. Hann er stór en verður hræddur í kringum aðra stóra hunda. Ég myndi því leita að minni hundum fyrir hann til þess að leika við.“Stefnir á erlendan markað Guðfinna ætlar sér að vinna sjálf að smáforritinu en hefur fengið forritara í lið með sér til þess að sjá um tæknilegu hliðina. Hún er hinsvegar með bakgrunn í hönnun og ætlar að hanna viðmótið sjálf. Reiknar hún með að smáforritið verði klárt í febrúar gangi söfnunin eftir en 25 dagar eru eftir af söfnunni sem gengur ágætlega þrátt fyrir að hafa aðeins hafist fyrir fjórum dögum síðan. Hinn ungi frumkvöðull er stórhuga og stefnir út með smáforritð gangi allt vel. „Þetta er hugsað þannig að ekkert mál sé að færa þetta til útlanda. Ég hef verið að skoða svona smáforrit sem eru miðuð að hundaeiendum en ekkert þeirra tengir þetta allt saman eins og við ætlum að gera.“ Guðfinna hefur þegar þetta er skrifað safnað tæpum 800 evrum af þeim 3.500 sem hún stefnir á. Hægt er að kynna sér smáforritið og styrkja söfnunina hér.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira