Verjandi Birkis segir hann „fórnarlamb einhvers konar mistaka innan Glitnis“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 12:00 Birkir Kristinsson hlaut 5 ára dóm í BK-málinu svokallaða í júní í fyrra. Hann fer fram á frávísun málsins fyrir Hæstarétti. vísir Verjendum í BK-málinu svokallaða var í málflutningi í Hæstarétti síðastliðinn föstudag tíðrætt um að málið væri tilkomið vegna mannlegra mistaka en ekki væri við ákærðu að sakast vegna þeirra. Ólafur Eiríksson, verjandi Birkis Kristinssonar, sagði skjólstæðing sinn fórnarlamb mistaka sem hefðu verið gerð innan bankans. Fjórir fyrrverandi starfsmenn Glitnis hlutu þunga fangelsisdóma í héraði vegna málsins en það snýst um fjögurra milljarða króna lánveitingu bankans í nóvember 2007 til félagsins BK-44 sem var í eigu Birkis. Allir sakborningar í málinu, nema Birkir, fara fram á sýknu fyrir Hæstarétti en Birkir fer fram á frávísun. Í málinu var meðal annars ákært fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun en BK-44 notaði lánið frá Glitni til að fjármagna kaup á hlutabréfum í bankanum en Glitnir sjálfur var eigandi þeirra bréfa. Tap bankans vegna viðskiptanna nam tveimur milljörðum króna.„Þessi viðskipti áttu ekki að vera munnleg“ Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Elmars Svavarssonar, sem hlaut fimm ára fangelsisdóm í héraði sagðist ekki geta lagt nógu mikla áherslu á að skjólstæðingur sinn hafi verið almennur starfsmaður hjá Glitni sem hafði ekki heimild til að taka ákvörðun um lánveitingu til BK-44, eins og hann var ákærður og dæmdur fyrir. „Hann er starfsmaður á markaðsviðskiptasviði með titilinn verðbréfamiðlari. [...] Hann leit á viðskiptin við BK sem eðlileg. [...] Hann hafði enga aðkomu að lánveitingunum,“ sagði Karl Georg meðal annars fyrir Hæstarétti. Verjandi Elmars sagði að mistök hefðu valdið því að söluréttur sem BK-44 skyldi njóta á hlutabréfunum í Glitni var ekki skráður með formlegum hætti í kerfi bankans. Í ákæru kom fram að munnlegur samningur vegna söluréttarins hefði verið gerður en í honum fólst skaðleysi BK-44 vegna viðskiptanna. „Það eru mistök sem valda því að valrétturinn var ekki skráður og þau valda þessu gríðarlega tjóni. Umbjóðandi minn talar við regluvörðinn og hann í einfeldni sinni telur að regluvörðurinn muni koma þessu í réttan farveg þannig að ekki verði eftirmálar eins og við erum að upplifa nú. [...] Þessi viðskipti áttu ekki að vera munnleg, það átti að skrá þetta allt, en mannleg mistök valda því að það var ekki gert,“ sagði Karl Georg.Birkir Kristinsson, Magnús Arnar Arngrímsson, Jóhannes Baldursson og Elmar Svavarsson sem dæmdir voru í BK-málinu.vísirSakaður um háttsemi sem aðrir framkvæmdu Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baldurssonar sem einnig var dæmdur í fimm ára fangelsi í héraði, sagði það liggja fyrir að mistök hafi átt sér stað í bankanum. Ekki væri deilt um það heldur hver beri ábyrgð á þeim og hvort þau séu refsiverð. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis og var, líkt og Elmar, dæmdur fyrir lánveitinguna til BK-44. Sagði verjandinn að Jóhannes hafi aðeins setið einn fund vegna viðskiptanna þar sem þau voru rædd á almennum nótum og engar ákvarðanir teknar. Jóhannes hafi ekki þurft að veita neina heimild vegna þeirra, til dæmis hvað varðaði lánveitingu, og hann hafi ekki haft neina aðkomu að þeim. Helgi Birgisson, verjandi Magnúsar Arnars Arngrímssonar sem dæmdur var í fjögurra ára fangelsi í héraði, sagði vandamálið við varnir skjólstæðings síns þær að honum væri gefið að sök háttsemi sem aðrir framkvæmdu. Eina gagnið sem til er um lánveitinguna frá Glitni til BK-44 er tölvupóstur frá Magnúsi til Elmars þar sem hann segist vera kominn með samþykki fyrir láninu og lánamörkunum.Bakari tekinn fyrir smið „Hann er ákærður fyrir lánasamþykkt sem annar veitti og lánamörk sem annar gerði. [...] Það er ekki eftirsóknarvert að reyna að fá leiðréttan fjögurra ára dóm og þær rangfærslur sem bæði koma fram í ákæru og dómnum,“ sagði Helgi og bætti við að Magnús Arnar hafi verið í góðri trú þegar hann kom lögmætum skilaboðum yfirmanna sinna áleiðis. Þá sagði Helgi jafnframt að honum væri óneitanlega hugsað til bakarans sem var tekinn fyrir smið í ljósi stöðu Magnúsar í málinu. Ólafur Eiríksson, verjandi Birkis Kristinssonar sem hlaut fimm ára fangelsisdóm í héraði, fer fram á frávísun fyrir Hæstarétti á þeim grundvelli að lögreglan hafi fellt niður rannsókn á hendur honum en svo hafið hana aftur án þess að fram væru komin ný gögn í málinu, að sögn verjandans. Ólafur sagði Birki vera „fórnarlamb einhvers konar mistaka innan Glitnis“ sem hafi falist í því að ekki var gengið frá skjölum vegna viðskiptanna. Þá hafi Birkir ekki vitað til annars en að samþykki hefði verið veitt fyrir láninu samkvæmt reglum bankans auk þess sem ekki væri ólöglegt að veita viðskiptamanni sölurétt, eins og gert var í tilfelli BK-44. Tengdar fréttir Áfrýjun á leiðinni til ríkissaksóknara Lögmaður Birkis Kristinssonar segir að skjólstæðingur sinn hafi ekki átt von á öðru en að málinu yrði vísað frá eða hann yrði sýknaður. 23. júní 2014 15:54 Telur dóminn í BK-málinu „dálítið þungan“ miðað við Ímon-dóm Hæstaréttar Munnlegur málflutningur í BK-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. 6. nóvember 2015 13:00 Birkir dæmdur í fimm ára fangelsi Birkir Kristinsson, Jóhannes Baldursson og Elmari Svavarssyni voru dæmdir í fimm ára fangelsi og Magnús Arnar Arngrímsson í fjögurra ára fangelsi. 23. júní 2014 14:01 Væri starfsmaður á kassa í búð „Við áfrýjum klárlega. Við teljum að dómurinn sé í villu með staðreyndir um stöðu og hlutverk verðbréfamiðlara,“ segir Karl Georg Sigurbjörnsson, lögmaður Elmars Svavarssonar. 23. júní 2014 16:15 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Verjendum í BK-málinu svokallaða var í málflutningi í Hæstarétti síðastliðinn föstudag tíðrætt um að málið væri tilkomið vegna mannlegra mistaka en ekki væri við ákærðu að sakast vegna þeirra. Ólafur Eiríksson, verjandi Birkis Kristinssonar, sagði skjólstæðing sinn fórnarlamb mistaka sem hefðu verið gerð innan bankans. Fjórir fyrrverandi starfsmenn Glitnis hlutu þunga fangelsisdóma í héraði vegna málsins en það snýst um fjögurra milljarða króna lánveitingu bankans í nóvember 2007 til félagsins BK-44 sem var í eigu Birkis. Allir sakborningar í málinu, nema Birkir, fara fram á sýknu fyrir Hæstarétti en Birkir fer fram á frávísun. Í málinu var meðal annars ákært fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun en BK-44 notaði lánið frá Glitni til að fjármagna kaup á hlutabréfum í bankanum en Glitnir sjálfur var eigandi þeirra bréfa. Tap bankans vegna viðskiptanna nam tveimur milljörðum króna.„Þessi viðskipti áttu ekki að vera munnleg“ Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Elmars Svavarssonar, sem hlaut fimm ára fangelsisdóm í héraði sagðist ekki geta lagt nógu mikla áherslu á að skjólstæðingur sinn hafi verið almennur starfsmaður hjá Glitni sem hafði ekki heimild til að taka ákvörðun um lánveitingu til BK-44, eins og hann var ákærður og dæmdur fyrir. „Hann er starfsmaður á markaðsviðskiptasviði með titilinn verðbréfamiðlari. [...] Hann leit á viðskiptin við BK sem eðlileg. [...] Hann hafði enga aðkomu að lánveitingunum,“ sagði Karl Georg meðal annars fyrir Hæstarétti. Verjandi Elmars sagði að mistök hefðu valdið því að söluréttur sem BK-44 skyldi njóta á hlutabréfunum í Glitni var ekki skráður með formlegum hætti í kerfi bankans. Í ákæru kom fram að munnlegur samningur vegna söluréttarins hefði verið gerður en í honum fólst skaðleysi BK-44 vegna viðskiptanna. „Það eru mistök sem valda því að valrétturinn var ekki skráður og þau valda þessu gríðarlega tjóni. Umbjóðandi minn talar við regluvörðinn og hann í einfeldni sinni telur að regluvörðurinn muni koma þessu í réttan farveg þannig að ekki verði eftirmálar eins og við erum að upplifa nú. [...] Þessi viðskipti áttu ekki að vera munnleg, það átti að skrá þetta allt, en mannleg mistök valda því að það var ekki gert,“ sagði Karl Georg.Birkir Kristinsson, Magnús Arnar Arngrímsson, Jóhannes Baldursson og Elmar Svavarsson sem dæmdir voru í BK-málinu.vísirSakaður um háttsemi sem aðrir framkvæmdu Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baldurssonar sem einnig var dæmdur í fimm ára fangelsi í héraði, sagði það liggja fyrir að mistök hafi átt sér stað í bankanum. Ekki væri deilt um það heldur hver beri ábyrgð á þeim og hvort þau séu refsiverð. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis og var, líkt og Elmar, dæmdur fyrir lánveitinguna til BK-44. Sagði verjandinn að Jóhannes hafi aðeins setið einn fund vegna viðskiptanna þar sem þau voru rædd á almennum nótum og engar ákvarðanir teknar. Jóhannes hafi ekki þurft að veita neina heimild vegna þeirra, til dæmis hvað varðaði lánveitingu, og hann hafi ekki haft neina aðkomu að þeim. Helgi Birgisson, verjandi Magnúsar Arnars Arngrímssonar sem dæmdur var í fjögurra ára fangelsi í héraði, sagði vandamálið við varnir skjólstæðings síns þær að honum væri gefið að sök háttsemi sem aðrir framkvæmdu. Eina gagnið sem til er um lánveitinguna frá Glitni til BK-44 er tölvupóstur frá Magnúsi til Elmars þar sem hann segist vera kominn með samþykki fyrir láninu og lánamörkunum.Bakari tekinn fyrir smið „Hann er ákærður fyrir lánasamþykkt sem annar veitti og lánamörk sem annar gerði. [...] Það er ekki eftirsóknarvert að reyna að fá leiðréttan fjögurra ára dóm og þær rangfærslur sem bæði koma fram í ákæru og dómnum,“ sagði Helgi og bætti við að Magnús Arnar hafi verið í góðri trú þegar hann kom lögmætum skilaboðum yfirmanna sinna áleiðis. Þá sagði Helgi jafnframt að honum væri óneitanlega hugsað til bakarans sem var tekinn fyrir smið í ljósi stöðu Magnúsar í málinu. Ólafur Eiríksson, verjandi Birkis Kristinssonar sem hlaut fimm ára fangelsisdóm í héraði, fer fram á frávísun fyrir Hæstarétti á þeim grundvelli að lögreglan hafi fellt niður rannsókn á hendur honum en svo hafið hana aftur án þess að fram væru komin ný gögn í málinu, að sögn verjandans. Ólafur sagði Birki vera „fórnarlamb einhvers konar mistaka innan Glitnis“ sem hafi falist í því að ekki var gengið frá skjölum vegna viðskiptanna. Þá hafi Birkir ekki vitað til annars en að samþykki hefði verið veitt fyrir láninu samkvæmt reglum bankans auk þess sem ekki væri ólöglegt að veita viðskiptamanni sölurétt, eins og gert var í tilfelli BK-44.
Tengdar fréttir Áfrýjun á leiðinni til ríkissaksóknara Lögmaður Birkis Kristinssonar segir að skjólstæðingur sinn hafi ekki átt von á öðru en að málinu yrði vísað frá eða hann yrði sýknaður. 23. júní 2014 15:54 Telur dóminn í BK-málinu „dálítið þungan“ miðað við Ímon-dóm Hæstaréttar Munnlegur málflutningur í BK-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. 6. nóvember 2015 13:00 Birkir dæmdur í fimm ára fangelsi Birkir Kristinsson, Jóhannes Baldursson og Elmari Svavarssyni voru dæmdir í fimm ára fangelsi og Magnús Arnar Arngrímsson í fjögurra ára fangelsi. 23. júní 2014 14:01 Væri starfsmaður á kassa í búð „Við áfrýjum klárlega. Við teljum að dómurinn sé í villu með staðreyndir um stöðu og hlutverk verðbréfamiðlara,“ segir Karl Georg Sigurbjörnsson, lögmaður Elmars Svavarssonar. 23. júní 2014 16:15 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Áfrýjun á leiðinni til ríkissaksóknara Lögmaður Birkis Kristinssonar segir að skjólstæðingur sinn hafi ekki átt von á öðru en að málinu yrði vísað frá eða hann yrði sýknaður. 23. júní 2014 15:54
Telur dóminn í BK-málinu „dálítið þungan“ miðað við Ímon-dóm Hæstaréttar Munnlegur málflutningur í BK-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. 6. nóvember 2015 13:00
Birkir dæmdur í fimm ára fangelsi Birkir Kristinsson, Jóhannes Baldursson og Elmari Svavarssyni voru dæmdir í fimm ára fangelsi og Magnús Arnar Arngrímsson í fjögurra ára fangelsi. 23. júní 2014 14:01
Væri starfsmaður á kassa í búð „Við áfrýjum klárlega. Við teljum að dómurinn sé í villu með staðreyndir um stöðu og hlutverk verðbréfamiðlara,“ segir Karl Georg Sigurbjörnsson, lögmaður Elmars Svavarssonar. 23. júní 2014 16:15