Viðskipti innlent

Hjónin töldu sig ekki bæði eiga möguleika á sæti í stjórn VÍS

ingvar haraldsson skrifar
Svanhildur taldi sig ekki eiga möguleika á stjórnarsæti.
Svanhildur taldi sig ekki eiga möguleika á stjórnarsæti. vísir/Gva
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir taldi ólíklegt að hún og eiginmaður hennar, Guðmundur Þórðarson, myndu bæði ná sæti í stjórn VÍS. Svanhildur dró framboð sitt til stjórnar VÍS til baka nú fyrir skömmu.

„Fyrir okkar eigin atkvæði, þá myndum við aldrei ná tveimur inn,“ segir Svanhildur.

Hjónin boðuðu til hluthafafundar um miðjan október þar sem kjósa ætti nýja stjórn eftir að hafa eignast 5,05 prósenta hlut í félaginu. Til að boða til hluthafafundar þarf að eiga fimm prósenta hlut. Í síðustu viku var tilkynnt um að sjö aðilar biðu sig fram í stjórn VíS, þar á meðal voru bæði Svanhildur og Guðmundur. Hluthafafundurinn hefst klukkan fjögur í dag.

„Við í rauninni tókum ákvörðun um að Guðmundur yrði okkar aðili í stjórninni eða sá sem við myndum reyna að koma inn í stjórnina,“ segir Svanhildur.

Hún vill ekki meina að eitthvað hafi breyst síðan hún tilkynnti upprunalega um stjórnarframboð. „Við vildum sjá hverjir aðrir væru að bjóða sig fram og halda öllum möguleikum opnum,“ segir Svanhildur.

Konurnar sjálfkjörnar 

Eftir að hafa dregið framboð sitt til baka eru Helga Jónsdóttir, Herdís Fjeldsted sjálfkjörnar í stjórnina vegna ákvæða í hlutafélagalögunum um jafnræði kynja í stjórnum. Því munu Bjarni Brynjólfsson, Guðmundur Þórðarson, Jóhann Halldórsson og Norðmaðurinn Jostein SØrvall keppast hin þrjú sætin í stjórni VÍS síðdegis í dag.


Tengdar fréttir

Vilja fá fulltrúa sinn í stjórn VÍS

Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Þórðarson hafa óskað eftir aukahluthafafundi í VÍS þar sem kosið verði um nýja stjórn félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×