Nauðsynlegt að útvíkka starfsemi netöryggissveitar Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2015 13:41 Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar segir að árás Anonymous samtakanna á vef stjórnarráðsins í gærkvöldi sé mjög alvarleg. Hann telur þó víst að samtökin hafi ekki komist inn á netþjóna stjórnarráðsins og þar með náð að stela eða eyðileggja mikilvæg gögn.Anonymous lamaði vef stjórnarráðsins, stjr.is, með árás í gærkvöldi og lágu vefirnir niðri í alla nótt. Hakkararnir hafa þar að auki birt lista yfir heimasíður fleiri íslenskra stofnana og fyrirtækja sem þau hyggjast ráðast á vegna hvalveiða Íslendinga og er HB Grandi þeirra á meðal. Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar segir þetta kalla á að netöryggi stjórnarráðsins verði eflt. „Þessar árásir eru mjög alvarlegar og sína það að aðilar eins og Anonymous geta valdið verulegri þjónustuskerðingu á viðkvæmum vefnum hjá hinu opinbera og reyndar alls staðar ef að þeir beina árásum sínum þannig.“ Þessar árásir séu þess eðlis að erfitt sé að verjast þeim. „Það er þó hægt að gera tilteknar ráðstafanir til að draga úr áhrifum þeirra. Slíkar ráðstafanir þarf að skipuleggja fyrir fram og setja upp ákveðinn búnað og skipulag svo það sé hægt að beina árásunum á aðra staði og svo framvegis. Þannig að já ég tel að ef menn vilja vera nokkuð tryggir um það að geta minnkað áhrifa svona árása þá þarf að skipuleggja það fyrir fram, en það er ekki hægt að tryggja algerlega gegn árásum af þessu tagi.“Sjá einnig: Heimasíður stjórnarráðsins komnar upp aftur Þessi árás gefi þó engar vísbendingar um að Anonymous hafi komist inn í netkerfin sjálf og þar með komist í viðkvæm og mikilvæg gögn sem eru vistuð hjá ríkinu. Árásin hafi verið framkvæmd þannig að mikill fjöldi gagnapakka hafi verið sendur á netþjónanna sem kikni undan álaginu. En Hrafnkell Viðar segir nauðsynlegt fyrir þær stofnanir og fyrirtæki sem hótað sé að ráðast á að efla varnir sínar. „Við munum fara yfir þessi mál sameiginlega með þessum aðilum en það þarf hins vegar að geta þess að netöryggissveitin starfar fyrst og fremst fyrir fjarskiptageirann og er fjármögnuð af honum. Þannig að við beinum nú kannski fyrst sjónum okkar að fjarskiptageiranum almennt.“ Hrafnkell telur að fyrirtæki og stofnanir þurfi að vera á varðbergi gagnvart svona árásum. „Almennt séð tel ég að það þurfi að útvíkka starfsemi netöryggissveitarinnar fyrir fleiri þjóðfélagslega ómissandi upplýsingainnviði. Í dag falla fjarskipti eingöngu þar undir og ráðherra kynnti nú frumvarp til breytinga á lögum, sem hafði þetta að markmiði, í haust. Það er nú til vinnslu í innanríkisráðuneytinu,“ sagði Hrafnkell Viðar Gíslason. Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar segir að árás Anonymous samtakanna á vef stjórnarráðsins í gærkvöldi sé mjög alvarleg. Hann telur þó víst að samtökin hafi ekki komist inn á netþjóna stjórnarráðsins og þar með náð að stela eða eyðileggja mikilvæg gögn.Anonymous lamaði vef stjórnarráðsins, stjr.is, með árás í gærkvöldi og lágu vefirnir niðri í alla nótt. Hakkararnir hafa þar að auki birt lista yfir heimasíður fleiri íslenskra stofnana og fyrirtækja sem þau hyggjast ráðast á vegna hvalveiða Íslendinga og er HB Grandi þeirra á meðal. Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar segir þetta kalla á að netöryggi stjórnarráðsins verði eflt. „Þessar árásir eru mjög alvarlegar og sína það að aðilar eins og Anonymous geta valdið verulegri þjónustuskerðingu á viðkvæmum vefnum hjá hinu opinbera og reyndar alls staðar ef að þeir beina árásum sínum þannig.“ Þessar árásir séu þess eðlis að erfitt sé að verjast þeim. „Það er þó hægt að gera tilteknar ráðstafanir til að draga úr áhrifum þeirra. Slíkar ráðstafanir þarf að skipuleggja fyrir fram og setja upp ákveðinn búnað og skipulag svo það sé hægt að beina árásunum á aðra staði og svo framvegis. Þannig að já ég tel að ef menn vilja vera nokkuð tryggir um það að geta minnkað áhrifa svona árása þá þarf að skipuleggja það fyrir fram, en það er ekki hægt að tryggja algerlega gegn árásum af þessu tagi.“Sjá einnig: Heimasíður stjórnarráðsins komnar upp aftur Þessi árás gefi þó engar vísbendingar um að Anonymous hafi komist inn í netkerfin sjálf og þar með komist í viðkvæm og mikilvæg gögn sem eru vistuð hjá ríkinu. Árásin hafi verið framkvæmd þannig að mikill fjöldi gagnapakka hafi verið sendur á netþjónanna sem kikni undan álaginu. En Hrafnkell Viðar segir nauðsynlegt fyrir þær stofnanir og fyrirtæki sem hótað sé að ráðast á að efla varnir sínar. „Við munum fara yfir þessi mál sameiginlega með þessum aðilum en það þarf hins vegar að geta þess að netöryggissveitin starfar fyrst og fremst fyrir fjarskiptageirann og er fjármögnuð af honum. Þannig að við beinum nú kannski fyrst sjónum okkar að fjarskiptageiranum almennt.“ Hrafnkell telur að fyrirtæki og stofnanir þurfi að vera á varðbergi gagnvart svona árásum. „Almennt séð tel ég að það þurfi að útvíkka starfsemi netöryggissveitarinnar fyrir fleiri þjóðfélagslega ómissandi upplýsingainnviði. Í dag falla fjarskipti eingöngu þar undir og ráðherra kynnti nú frumvarp til breytinga á lögum, sem hafði þetta að markmiði, í haust. Það er nú til vinnslu í innanríkisráðuneytinu,“ sagði Hrafnkell Viðar Gíslason.
Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent