Nauðsynlegt að útvíkka starfsemi netöryggissveitar Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2015 13:41 Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar segir að árás Anonymous samtakanna á vef stjórnarráðsins í gærkvöldi sé mjög alvarleg. Hann telur þó víst að samtökin hafi ekki komist inn á netþjóna stjórnarráðsins og þar með náð að stela eða eyðileggja mikilvæg gögn.Anonymous lamaði vef stjórnarráðsins, stjr.is, með árás í gærkvöldi og lágu vefirnir niðri í alla nótt. Hakkararnir hafa þar að auki birt lista yfir heimasíður fleiri íslenskra stofnana og fyrirtækja sem þau hyggjast ráðast á vegna hvalveiða Íslendinga og er HB Grandi þeirra á meðal. Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar segir þetta kalla á að netöryggi stjórnarráðsins verði eflt. „Þessar árásir eru mjög alvarlegar og sína það að aðilar eins og Anonymous geta valdið verulegri þjónustuskerðingu á viðkvæmum vefnum hjá hinu opinbera og reyndar alls staðar ef að þeir beina árásum sínum þannig.“ Þessar árásir séu þess eðlis að erfitt sé að verjast þeim. „Það er þó hægt að gera tilteknar ráðstafanir til að draga úr áhrifum þeirra. Slíkar ráðstafanir þarf að skipuleggja fyrir fram og setja upp ákveðinn búnað og skipulag svo það sé hægt að beina árásunum á aðra staði og svo framvegis. Þannig að já ég tel að ef menn vilja vera nokkuð tryggir um það að geta minnkað áhrifa svona árása þá þarf að skipuleggja það fyrir fram, en það er ekki hægt að tryggja algerlega gegn árásum af þessu tagi.“Sjá einnig: Heimasíður stjórnarráðsins komnar upp aftur Þessi árás gefi þó engar vísbendingar um að Anonymous hafi komist inn í netkerfin sjálf og þar með komist í viðkvæm og mikilvæg gögn sem eru vistuð hjá ríkinu. Árásin hafi verið framkvæmd þannig að mikill fjöldi gagnapakka hafi verið sendur á netþjónanna sem kikni undan álaginu. En Hrafnkell Viðar segir nauðsynlegt fyrir þær stofnanir og fyrirtæki sem hótað sé að ráðast á að efla varnir sínar. „Við munum fara yfir þessi mál sameiginlega með þessum aðilum en það þarf hins vegar að geta þess að netöryggissveitin starfar fyrst og fremst fyrir fjarskiptageirann og er fjármögnuð af honum. Þannig að við beinum nú kannski fyrst sjónum okkar að fjarskiptageiranum almennt.“ Hrafnkell telur að fyrirtæki og stofnanir þurfi að vera á varðbergi gagnvart svona árásum. „Almennt séð tel ég að það þurfi að útvíkka starfsemi netöryggissveitarinnar fyrir fleiri þjóðfélagslega ómissandi upplýsingainnviði. Í dag falla fjarskipti eingöngu þar undir og ráðherra kynnti nú frumvarp til breytinga á lögum, sem hafði þetta að markmiði, í haust. Það er nú til vinnslu í innanríkisráðuneytinu,“ sagði Hrafnkell Viðar Gíslason. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar segir að árás Anonymous samtakanna á vef stjórnarráðsins í gærkvöldi sé mjög alvarleg. Hann telur þó víst að samtökin hafi ekki komist inn á netþjóna stjórnarráðsins og þar með náð að stela eða eyðileggja mikilvæg gögn.Anonymous lamaði vef stjórnarráðsins, stjr.is, með árás í gærkvöldi og lágu vefirnir niðri í alla nótt. Hakkararnir hafa þar að auki birt lista yfir heimasíður fleiri íslenskra stofnana og fyrirtækja sem þau hyggjast ráðast á vegna hvalveiða Íslendinga og er HB Grandi þeirra á meðal. Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar segir þetta kalla á að netöryggi stjórnarráðsins verði eflt. „Þessar árásir eru mjög alvarlegar og sína það að aðilar eins og Anonymous geta valdið verulegri þjónustuskerðingu á viðkvæmum vefnum hjá hinu opinbera og reyndar alls staðar ef að þeir beina árásum sínum þannig.“ Þessar árásir séu þess eðlis að erfitt sé að verjast þeim. „Það er þó hægt að gera tilteknar ráðstafanir til að draga úr áhrifum þeirra. Slíkar ráðstafanir þarf að skipuleggja fyrir fram og setja upp ákveðinn búnað og skipulag svo það sé hægt að beina árásunum á aðra staði og svo framvegis. Þannig að já ég tel að ef menn vilja vera nokkuð tryggir um það að geta minnkað áhrifa svona árása þá þarf að skipuleggja það fyrir fram, en það er ekki hægt að tryggja algerlega gegn árásum af þessu tagi.“Sjá einnig: Heimasíður stjórnarráðsins komnar upp aftur Þessi árás gefi þó engar vísbendingar um að Anonymous hafi komist inn í netkerfin sjálf og þar með komist í viðkvæm og mikilvæg gögn sem eru vistuð hjá ríkinu. Árásin hafi verið framkvæmd þannig að mikill fjöldi gagnapakka hafi verið sendur á netþjónanna sem kikni undan álaginu. En Hrafnkell Viðar segir nauðsynlegt fyrir þær stofnanir og fyrirtæki sem hótað sé að ráðast á að efla varnir sínar. „Við munum fara yfir þessi mál sameiginlega með þessum aðilum en það þarf hins vegar að geta þess að netöryggissveitin starfar fyrst og fremst fyrir fjarskiptageirann og er fjármögnuð af honum. Þannig að við beinum nú kannski fyrst sjónum okkar að fjarskiptageiranum almennt.“ Hrafnkell telur að fyrirtæki og stofnanir þurfi að vera á varðbergi gagnvart svona árásum. „Almennt séð tel ég að það þurfi að útvíkka starfsemi netöryggissveitarinnar fyrir fleiri þjóðfélagslega ómissandi upplýsingainnviði. Í dag falla fjarskipti eingöngu þar undir og ráðherra kynnti nú frumvarp til breytinga á lögum, sem hafði þetta að markmiði, í haust. Það er nú til vinnslu í innanríkisráðuneytinu,“ sagði Hrafnkell Viðar Gíslason.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira