Boðar verulegar breytingar á húsnæðismarkaðnum Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2015 19:00 Hundruð fjölskyldna munu eiga auðveldara með að fá þak yfir höfuðið með samþykkt frumvarps um húsnæðissamvinnufélög sem mælt var fyrir í dag, að mati félagsmálaráðherra, sem boðar verulegar breytingar á húsnæðismarkaðnum. Það hefur lengi verið beðið eftir húsnæðisfrumvörpum Eyglóar Harðardóttur og það verður nokkur bið enn eftir flestum frumvarpanna. En hún mælti þó fyrir fyrsta frumvarpinu um húsnæðissamvinnufélög á Alþingi í dag. Þá afgreiddi ríkisstjórnin frumvarp hennar um breytingu á húsaleigulögum á fundi sínum i morgun. Með frumvarpinu sem ráðherra mælti fyrir í dag segir hún að verið sé að tryggja réttarstöðu bæði búseturéttarhafa og húsnæðissamvinnufélaga. „Og ég held að þetta muni gera að verkum að það verður auðveldara fyrir félögin að fjármagna sig. Þau munu hafa meira að segja um hvernig búseturéttargjaldið er ákveðið. Það mun þá endurspegla betri fjármögnunarkosti sem þau fá. Þetta mun tryggja það að stór verkefni sem hafa verið í pípunum töluvert lengi geta farið af stað og vonandi þá að jafnvel hundruð heimila muni fá þak yfir höfuðið,“ segir Eygló. Þetta sé mikilvægur þáttur í húsnæðisstefnu stjórnvalda um þrjá valkosti. „Það eru náttúrlega eignaríbúðirnar. Við höfuð auðvitað tekið stór skref þar með skuldaleiðréttingunni og séreignarsparnaðarleiðinni. Við erum að tala um leiguformið og það eru stór mál sem eru að koma fram á næstu dögum í þinginu hvað það varðar. Síðan núna húsnæðissamvinnufélögin eða búsetu fyrirkomulagið sem á þá að vera þriðji valkosturinn á húsnæðismarkaði að mínu mati,“ segir ráðherra. Séreignarsparnaðarformið sem hófst með leiðréttingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði útfært sem varanlegt úrræði fyrir þá sem eru að safna fyrir kaupum á fyrstu íbúð. Mikil vinna og samráð hafi átt sér stað við mótun húsnæðisstefnunnar sem muni koma fram í þeim frumvörpum sem sem lögð verði fram á næstunni. „Fram undan eru síðan frekari tillögur eins og kom fram í yfirlýsingu okkar í tengslum við gerð kjarasamninga, þar sem við viljum huga sérstaklega að auknum stuðningi við fyrstu kaupendur. Að vaxtabótakerfið styðji líka við það að fólk borgi niður lánin sín og eignist húsnæðið sitt en sé ekki að skuldsetja sig umfram það sem það ræður við,“ segir Eygló. Þegar þingi ljúki næsta vor verði búið að móta traustari umgjörð utan um fyrrgreinda þrjá kosti í húsnæðisstefnunni. „Að tryggja að fólk hafi raunverulegt val. Þannig að já, til framtíðar litið, munum við sjá að afleiðingin verður veruleg breyting á húsnæðismarkaðnum á Íslandi,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmála- og húsnæðisráðherra. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Hundruð fjölskyldna munu eiga auðveldara með að fá þak yfir höfuðið með samþykkt frumvarps um húsnæðissamvinnufélög sem mælt var fyrir í dag, að mati félagsmálaráðherra, sem boðar verulegar breytingar á húsnæðismarkaðnum. Það hefur lengi verið beðið eftir húsnæðisfrumvörpum Eyglóar Harðardóttur og það verður nokkur bið enn eftir flestum frumvarpanna. En hún mælti þó fyrir fyrsta frumvarpinu um húsnæðissamvinnufélög á Alþingi í dag. Þá afgreiddi ríkisstjórnin frumvarp hennar um breytingu á húsaleigulögum á fundi sínum i morgun. Með frumvarpinu sem ráðherra mælti fyrir í dag segir hún að verið sé að tryggja réttarstöðu bæði búseturéttarhafa og húsnæðissamvinnufélaga. „Og ég held að þetta muni gera að verkum að það verður auðveldara fyrir félögin að fjármagna sig. Þau munu hafa meira að segja um hvernig búseturéttargjaldið er ákveðið. Það mun þá endurspegla betri fjármögnunarkosti sem þau fá. Þetta mun tryggja það að stór verkefni sem hafa verið í pípunum töluvert lengi geta farið af stað og vonandi þá að jafnvel hundruð heimila muni fá þak yfir höfuðið,“ segir Eygló. Þetta sé mikilvægur þáttur í húsnæðisstefnu stjórnvalda um þrjá valkosti. „Það eru náttúrlega eignaríbúðirnar. Við höfuð auðvitað tekið stór skref þar með skuldaleiðréttingunni og séreignarsparnaðarleiðinni. Við erum að tala um leiguformið og það eru stór mál sem eru að koma fram á næstu dögum í þinginu hvað það varðar. Síðan núna húsnæðissamvinnufélögin eða búsetu fyrirkomulagið sem á þá að vera þriðji valkosturinn á húsnæðismarkaði að mínu mati,“ segir ráðherra. Séreignarsparnaðarformið sem hófst með leiðréttingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði útfært sem varanlegt úrræði fyrir þá sem eru að safna fyrir kaupum á fyrstu íbúð. Mikil vinna og samráð hafi átt sér stað við mótun húsnæðisstefnunnar sem muni koma fram í þeim frumvörpum sem sem lögð verði fram á næstunni. „Fram undan eru síðan frekari tillögur eins og kom fram í yfirlýsingu okkar í tengslum við gerð kjarasamninga, þar sem við viljum huga sérstaklega að auknum stuðningi við fyrstu kaupendur. Að vaxtabótakerfið styðji líka við það að fólk borgi niður lánin sín og eignist húsnæðið sitt en sé ekki að skuldsetja sig umfram það sem það ræður við,“ segir Eygló. Þegar þingi ljúki næsta vor verði búið að móta traustari umgjörð utan um fyrrgreinda þrjá kosti í húsnæðisstefnunni. „Að tryggja að fólk hafi raunverulegt val. Þannig að já, til framtíðar litið, munum við sjá að afleiðingin verður veruleg breyting á húsnæðismarkaðnum á Íslandi,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmála- og húsnæðisráðherra.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira