Gareth Bale og Cristiano Ronaldo sáu um markaskorun Real Madrid gegn Eibar í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en lokatölur urðu 2-0.
Gareth Bale kom Real yfir skömmu fyrir leikhlé eftir undirbúning Luka Modric og staðan var 1-0 í hálfleik. Ronaldo bætti svo við marki af vítapunktinum átta mínútum fyrir leikslok og lokatölur 2-0 sigur Real.
Real er í þriðja sæti deildarinanr, sex stigum á eftir toppliði Barcelona og tveimur stigum á eftir Atletico Madrid sem er í öðru sætinu.
Eibar er í sjöunda sætinu með 20 stig.
