Valbuena opnar sig um fjárkúgunarmálið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. nóvember 2015 11:00 Valbuena og Cisse. Vísir/Samsett mynd/Getty Mathieu Valbuena, leikmaður Lyon og franska landsliðsins, tjáir sig í fyrsta sinn um fjárkúgun sem hann var beittur í sumar í viðtali við Le Monde í dag. Eins og fjallað hefur verið um kærði Valbuena fjárkúgun sem hann varð fyrir í tengslum við kynlífsmyndband af honum. Karim Benzema, leikmaður Real Madrid og samherji hans í landsliðinu, flæktist svo inn í málið.Sjá einnig: Fullyrt að Benzema hafi játað sök | Ákæra gefin út Benzema var handtekinn eftir að hafa blandað sér í málið sem milliliður og hvatt Valbuena til að hitta vin sinn út af þessu máli. Benzema á eftir að fara fyrir dómara vegna málsins og gæti fengið refsingu. „Innst inni finnst mér enn skrýtið að hann vildi að ég hitti þessa manneskju. Hann krafðist þess,“ sagði Valbuena í viðtalinu. „Þetta voru mér mikil vonbrigði.“Sjá einnig: Benzema fær fullan stuðning Real Madrid Valbuena segir mögulegt að myndbandinu hafi verið stolið af símanum hans þegar hann bað vin sinn um að aðstoða sig með símann. Hann segir að hann hafi fyrst heyrt um að myndbandið væri í dreifingu þegar Djibril Cisse, annar knattspyrnumaður, setti sig í samband við hann í maí árið 2015 og varaði hann við. Valbuena segir þó að Cisse tengist málinu ekki á annan hátt heldur að hann hafi aðeins viljað vara hann við. Hann fékk svo símtal frá ónefndum aðila í júní þar sem honum var hótað. Þá fór Valbuena með málið strax til lögreglunnar. Benzema var handtekinn af lögreglu.Vísir/Getty Bað mig að hitta vin sinn Málið var svo til rannsóknar hjá lögreglunni næstu vikur og mánuði. Þegar Valbuena fór til hennar í byrjun síðasta mánaðar, skömmu fyrir æfingu hjá franska landsliðinu, fékk hann þau skilaboð frá lögreglunni að mögulega myndi einhver liðsfélaga hans ræða við hann um myndbandið. Það varð raunin þegar Karim Benzema steig fram. „Hann biður mig um að hitta vin sinn sem hann segir að sé afar traustur. Hann geti komið því í kring fyrir mig,“ segir Valbuena í viðtalinu.Sjá einnig: Benzema og Valbuena ekki valdir í franska landsliðið Lögreglan í Frakklandi mun hafa hlerað símtöl hjá Benzema þar sem fram kemur að hann viti meira um málið en hann hefur viljað gefa upp, enda hefur Benzema haldið fram sakleysi sínu. „Ég er ekki heimskur. Ég þakkaði honum fyrir að vara mig við en ég veit vel að hann var ekki að krefjast þess að ég myndi hitta einhvern ókunnugan aðila út af engu,“ segir hann. Benzema og Valbuena fagna marki í landsleik.Vísir/Getty Skil þetta mætaval Valbuena segir að Benzema hafi aldrei rætt um peninga eða neitt slíkt. „En þegar hann krefst þess ítrekað að ég hitti þennan vin hans - ég er ekki heimskur. Ég er 31 árs. Ég skil þetta mætavel.“ „Þetta er svo mikil vanvirðing. Það er ekki hægt að haga sér svona. Þrátt fyrir að Karim hafi aldrei talað um peninga þá er ljóst að ég er ekki að hitta þennan mann út af engu.“ Enn fremur segir Valbuena að hann geti þrátt fyrir allt ímyndað sér að spila aftur með Benzema í franska landsliðinu. Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Tengdar fréttir Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13 Benzema rólegur þrátt fyrir hneykslið Ræddi stuttlega við fréttamenn á leið sinni á æfingu hjá Real Madrid í dag. 9. nóvember 2015 18:30 Benzema og Valbuena ekki valdir í franska landsliðið Kúgunarmálið vegna kynlífsmyndbandsins af Mathieu Valbuena hefur áhrif á franska landsliðið. 6. nóvember 2015 09:45 Benitez stendur með Benzema: Einbeittu þér að endurhæfingunni Knattspyrnustjóri Real Madrid sagðist hafa rætt við franska sóknarmanninn og beðið hann um að einbeita sér að því að ná sér af meiðslunum í stað þess að hugsa um ákæruna. 8. nóvember 2015 10:00 Fullyrt að Benzema hafi játað sök | Ákæra gefn út Karim Benzema mun hafa gist fangaklefa í nótt eftir að hafa verið hantekinn fyrir tilraunir til fjárkúgunar. 5. nóvember 2015 12:45 Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51 Benzema fær fullan stuðning Real Madrid Forseti Real Madrid fundaði með Karim Benzema í gær vegna fjárkúgunarmálsins sem Karim Benzema er flæktur í. 6. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Mathieu Valbuena, leikmaður Lyon og franska landsliðsins, tjáir sig í fyrsta sinn um fjárkúgun sem hann var beittur í sumar í viðtali við Le Monde í dag. Eins og fjallað hefur verið um kærði Valbuena fjárkúgun sem hann varð fyrir í tengslum við kynlífsmyndband af honum. Karim Benzema, leikmaður Real Madrid og samherji hans í landsliðinu, flæktist svo inn í málið.Sjá einnig: Fullyrt að Benzema hafi játað sök | Ákæra gefin út Benzema var handtekinn eftir að hafa blandað sér í málið sem milliliður og hvatt Valbuena til að hitta vin sinn út af þessu máli. Benzema á eftir að fara fyrir dómara vegna málsins og gæti fengið refsingu. „Innst inni finnst mér enn skrýtið að hann vildi að ég hitti þessa manneskju. Hann krafðist þess,“ sagði Valbuena í viðtalinu. „Þetta voru mér mikil vonbrigði.“Sjá einnig: Benzema fær fullan stuðning Real Madrid Valbuena segir mögulegt að myndbandinu hafi verið stolið af símanum hans þegar hann bað vin sinn um að aðstoða sig með símann. Hann segir að hann hafi fyrst heyrt um að myndbandið væri í dreifingu þegar Djibril Cisse, annar knattspyrnumaður, setti sig í samband við hann í maí árið 2015 og varaði hann við. Valbuena segir þó að Cisse tengist málinu ekki á annan hátt heldur að hann hafi aðeins viljað vara hann við. Hann fékk svo símtal frá ónefndum aðila í júní þar sem honum var hótað. Þá fór Valbuena með málið strax til lögreglunnar. Benzema var handtekinn af lögreglu.Vísir/Getty Bað mig að hitta vin sinn Málið var svo til rannsóknar hjá lögreglunni næstu vikur og mánuði. Þegar Valbuena fór til hennar í byrjun síðasta mánaðar, skömmu fyrir æfingu hjá franska landsliðinu, fékk hann þau skilaboð frá lögreglunni að mögulega myndi einhver liðsfélaga hans ræða við hann um myndbandið. Það varð raunin þegar Karim Benzema steig fram. „Hann biður mig um að hitta vin sinn sem hann segir að sé afar traustur. Hann geti komið því í kring fyrir mig,“ segir Valbuena í viðtalinu.Sjá einnig: Benzema og Valbuena ekki valdir í franska landsliðið Lögreglan í Frakklandi mun hafa hlerað símtöl hjá Benzema þar sem fram kemur að hann viti meira um málið en hann hefur viljað gefa upp, enda hefur Benzema haldið fram sakleysi sínu. „Ég er ekki heimskur. Ég þakkaði honum fyrir að vara mig við en ég veit vel að hann var ekki að krefjast þess að ég myndi hitta einhvern ókunnugan aðila út af engu,“ segir hann. Benzema og Valbuena fagna marki í landsleik.Vísir/Getty Skil þetta mætaval Valbuena segir að Benzema hafi aldrei rætt um peninga eða neitt slíkt. „En þegar hann krefst þess ítrekað að ég hitti þennan vin hans - ég er ekki heimskur. Ég er 31 árs. Ég skil þetta mætavel.“ „Þetta er svo mikil vanvirðing. Það er ekki hægt að haga sér svona. Þrátt fyrir að Karim hafi aldrei talað um peninga þá er ljóst að ég er ekki að hitta þennan mann út af engu.“ Enn fremur segir Valbuena að hann geti þrátt fyrir allt ímyndað sér að spila aftur með Benzema í franska landsliðinu.
Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Tengdar fréttir Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13 Benzema rólegur þrátt fyrir hneykslið Ræddi stuttlega við fréttamenn á leið sinni á æfingu hjá Real Madrid í dag. 9. nóvember 2015 18:30 Benzema og Valbuena ekki valdir í franska landsliðið Kúgunarmálið vegna kynlífsmyndbandsins af Mathieu Valbuena hefur áhrif á franska landsliðið. 6. nóvember 2015 09:45 Benitez stendur með Benzema: Einbeittu þér að endurhæfingunni Knattspyrnustjóri Real Madrid sagðist hafa rætt við franska sóknarmanninn og beðið hann um að einbeita sér að því að ná sér af meiðslunum í stað þess að hugsa um ákæruna. 8. nóvember 2015 10:00 Fullyrt að Benzema hafi játað sök | Ákæra gefn út Karim Benzema mun hafa gist fangaklefa í nótt eftir að hafa verið hantekinn fyrir tilraunir til fjárkúgunar. 5. nóvember 2015 12:45 Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51 Benzema fær fullan stuðning Real Madrid Forseti Real Madrid fundaði með Karim Benzema í gær vegna fjárkúgunarmálsins sem Karim Benzema er flæktur í. 6. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Cisse handtekinn í fjárkúgunarmáli Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cisse, hefur verið handtekinn. 13. október 2015 11:13
Benzema rólegur þrátt fyrir hneykslið Ræddi stuttlega við fréttamenn á leið sinni á æfingu hjá Real Madrid í dag. 9. nóvember 2015 18:30
Benzema og Valbuena ekki valdir í franska landsliðið Kúgunarmálið vegna kynlífsmyndbandsins af Mathieu Valbuena hefur áhrif á franska landsliðið. 6. nóvember 2015 09:45
Benitez stendur með Benzema: Einbeittu þér að endurhæfingunni Knattspyrnustjóri Real Madrid sagðist hafa rætt við franska sóknarmanninn og beðið hann um að einbeita sér að því að ná sér af meiðslunum í stað þess að hugsa um ákæruna. 8. nóvember 2015 10:00
Fullyrt að Benzema hafi játað sök | Ákæra gefn út Karim Benzema mun hafa gist fangaklefa í nótt eftir að hafa verið hantekinn fyrir tilraunir til fjárkúgunar. 5. nóvember 2015 12:45
Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu. 4. nóvember 2015 09:51
Benzema fær fullan stuðning Real Madrid Forseti Real Madrid fundaði með Karim Benzema í gær vegna fjárkúgunarmálsins sem Karim Benzema er flæktur í. 6. nóvember 2015 10:15