Bókmenntaverðlaunin í sjónvarpið Jakob Bjarnar skrifar 27. nóvember 2015 10:03 Þórunn Jarla er komin á þann eftirsóknarverða stað á sínum ferli að telja sig ekki þurfa að tipla á tánum í kringum hvorki eitt né neitt. visir/gva Þórunn Jarla Valdimarsdóttir rithöfundur sendi Vísi grein til birtingar. Henni er umhugað um orðið og telur þróun undanfarinna ára ekki hafa verið hagstæða, reyndar skelfilega því vit skolast til og farið að hringla í lokuðum heimi eftir að Háskóli Íslands vildi verða einn af hundruð bestu háskólum í heimi og Rannís hætti að styðja menntað fræðimenn en tók að styðja háskólaturninn í samvinnu við aðra háskólaturna. Þórunn verulega athygli í frísklegu viðtali í Kiljunni, bókaþætti Ríkissjónvarpsins, nú í vikunni, en hún var að senda frá sér nýja bók: Stúlka með höfuð en um er að ræða sjálfstætt framhald af Stúlku með fingur og Stúlku með maga, þar sem Þórunn notaði heimildir og skáldlega túlkun til að segja sögu móður sinnar og formæðra. Í Kiljunni tók hún til dæmis Hallgrím Helgason á teppið fyrir að vera statt og stöðugt að atast í hinum dásamlegu hippum, og neita að samsama sig þeim. Auk þess nefndi hún ánægju sína með styrkjakerfið íslenska – sem hefði gert henni kleift að rita bækur; fyrirkomulag sem þekkist varla annars staðar. Þetta eru sjónarmið sem blaðamaður Vísis hefur aldrei heyrt nokkurn rithöfund hafa orð á fyrr; orðið „listamannalaun“ meðal rithöfunda er eins og að nefna snöru í hengds manns húsi – algert tabú. En, Þórunn gefur lítið fyrir tabúin og nú beinir hún sjónum að ráðamönnum í athyglisverðri grein. Hún nennir ekki að „lobbíera“ lengur heldur vill hefja orðið til vegs á ný. Þórunn er lausnamiðuð og meðal hugmynda sem hún setur fram er að ekki sé verið að rolast með Hin íslensku bókmenntaverðlaun: „Enginn vandi er að setja upp glimrandi sjónvarpsdagskrá um bækur sem þjóðin tekur eftir öll, ekki bara þeir sem hlusta á Víðsjá rásar eitt síðdegis. Orð eru kjarni tónlistar og leiklistar, uppistands, gríns sem djúpúðgar ljóðrænu, allt þetta má draga á svið.“ Enginn áhugamaður um listir og menningarumræðu ætti að láta þessa grein Þórunnar fram hjá sér fara en hana má finna í heild sinni hér neðar. Frá Bessastöðum; Hin íslensku bókmenntaverðlaun sem Þórunn Jarla vill taka til endurskoðunar. Orð bjarga heimi ... Ég vil með bréfi þessu benda þjóð minni á fjórar leiðir til að gera okkur betur í stakk búin til að bjarga heimi. Það snýst um orð, byggingarefni breytinga, framfara, farsældar, hugvíkkunar og hugnautna. 1. Búið er að saga greinina sem fræði fyrir almenning sitja á. Hér á landi var til skamms tíma gróskumikill bókasmíði fræðimanna úti í bæ. Veður skipuðust í lofti er Háskóli Íslands vildi verða einn af hundrað bestu háskólum í heimi og Rannís hætti að styðja menntaða fræðimenn úti í bæ og tók að styðja háskólaturninn í samvinnu við aðra háskólaturna. Fræði fyrir fræði, ekki fyrir þá sem borga brúsann, almenning. Vegna þessa hefur mikið vit skolast til, farið að hringla í lokuðum heimi í stað þess að vökva samfélagið. Launasjóður fræðirita hefur það lítið fé að það styður fólk bara fyrstu skrefin, það er áravinna að skila góðu verki. Ég eyddi fimm árum í að skrifa ævisögu Matthíasar Jochumssonar, sem kom út 2006, en forsenda þess var fé frá kristnihátíðarsjóði, Rannís og Launasjóði rithöfunda. Nú legg ég ekki í að skrifa fræðibók lengur, ég sit eins og aðrir fyrrum sjálfstætt starfandi fræðimenn við aðra jötu. 2. Ömurlegt er að skólabörn keppi í öllu nema því mikilvægasta, orðlist. Ég reyndi sem stjórnarmaður í norrænu stofnuninni í Álandi að flytja inn frábæra keppni þeirra, þar sem öll börn í níunda bekk sem nenna skrifa texta, allavegana texta, og þeir bestu koma árlega út á bók. Mál og menning sýndi þessu áhuga og Katrín Jakobsdóttir sem þá var menntamálaráðherra, en málið strandaði í kerfinu. Æðsti maður menntamála hefur ekki völd til að segja kennslubatteríinu hvað það á að gera. Ömurlegt er hve stíft og erfitt skólakerfið er gagnvart nýjungum eins og þessari sem svo augljóslega mun örva, ydda og hvessa hugsun þjóðar til framtíðar. 3. Endurnýjun höfunda fullorðinsbóka er skelfilega lítil, hið gullna hlið útgefenda opnast ekki þótt inn streymi dýrindis handrit. Þeir geta ekki bætt við höfundum. Treysta sér illa síðan best seller syndróm tók völd í heimi bóksölu. Ég hef sem höfundur 22ja allavegana bóka reynslu og langa sýn. Þegar ég gaf út fræðirit hjá veikburða útgáfu sem ekkert auglýsti árið 1986 birtust góðir dómar í blöðum og fólk fór út í búð að kaupa hana. Árið 2002 endurtók ég þetta hjá sama forlagi með svipaða bók, bara betri, dómarnir voru fínir en hún drukknaði í flóðinu. Það kaupir enginn bók lengur nema öskrað sé hástöfum, örfáar bækur seljast sem allir tala um. Hinar floppa skelfilega og þar með fara verðmæti í vask í stað hausa. Ég nöldraði og tautaði „það þarf að ganga á bókafjöru á útmánuðum svo góðar bækur hverfi ekki ólesnar‟, félagar í svakademíu Reykjavíkur heyrðu tautið í mér og góðar konur komu Fjöruverðlaununum á koppinn. Þau gera gagn en ekki þeim nýju höfundunum sem enginn treystir sér til að gefa út. Þess vegna verðum við að endurvekja Laxnessverðlaunin, þar sem valið er undir nafnleynd besta innkomna bókin og gefin út með lúðrablæstri og havaríi. Þá eignast þjóðin amk. einn höfund nýjan á ári, sem fær sviðsljós kórónu verðlaunanna og sölu. 4. Það fjórða sem kippa þarf í liðinn svo orðmennt blífi til framtíðar er að sjónvarpið sýni sama áhuga á tilnefningum til íslensku bókmenntaverðlaunanna og tilnefningum Grímunnar og Eddunnar, leikhúsanna og kvikmyndanna. Enginn vandi er að setja upp glimrandi sjónvarpsdagskrá um bækur sem þjóðin tekur eftir öll, ekki bara þeir sem hlusta á Víðsjá rásar eitt síðdegis. Orð eru kjarni tónlistar og leiklistar, uppistands, gríns sem djúpúðgar ljóðrænu, allt þetta má draga á svið. Þessi verðlaun ættu að vera kennd við Sleipni, norræna skáldhestinn, fák Óðins, skáldguðs, sem í stað vængja hefur átta fætur. Við Ófeigur þjóðskáld Sigurðsson, sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin síðast, vorum í vor Halastjörnur á bókmenntahátíð Þórbergs í Suðursveit. Ég kerling var þar að tauta um hægfara niðurlægingu tilnefninga til verðlaunanna, sjónvarpið mætti ekki einu sinni í fyrra. Vonandi næst, 1. des. á Kjarvalsstöðum. Ófeigur sagði já, við hugmynd minni um Sleipni, sem verðlaunagrip og fékk Halastjörnu í hausinn: Setja á Sleipni fjaðrapenna í vængja stað, svo hann fljúgi líka. Frábær hugmynd! Já kippum þessum fjórum þáttum í lag og lið. Ég er orðin leið á að tauta ofan í bringuna og lobbíera. Þið sem eruð í vinnunni á þessum sviðum. Hver einasta hugmynd er ódýr, mynda má stór fulltrúaráð til að skila vinnu, skipta með sér handritalestri, fá ókeypis Sleipnisgrip með því að auglýsa hönnuð og verkstæði. Við höfum ekki efni á því að láta orðmennt, kjarna vits og vilja, lufsast rollulega og naga greinina undan sér. Styrkjum fræðibækur fyrir almenning, látum skólabörn keppa í ritlist eins og öðrum íþróttum, endurnýjum rithöfundastétt með Laxnessverðlaunum og setjum Sleipni við hlið Eddu og Grímu. Einfalt mál. Taki hver til sín, annars verður þjóðin leið og reið og lætur ykkur fjúka sem sitjið með völd þessara þátta í kjöltunni. Og ekki orð um það meir. Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir rithöfundur sendi Vísi grein til birtingar. Henni er umhugað um orðið og telur þróun undanfarinna ára ekki hafa verið hagstæða, reyndar skelfilega því vit skolast til og farið að hringla í lokuðum heimi eftir að Háskóli Íslands vildi verða einn af hundruð bestu háskólum í heimi og Rannís hætti að styðja menntað fræðimenn en tók að styðja háskólaturninn í samvinnu við aðra háskólaturna. Þórunn verulega athygli í frísklegu viðtali í Kiljunni, bókaþætti Ríkissjónvarpsins, nú í vikunni, en hún var að senda frá sér nýja bók: Stúlka með höfuð en um er að ræða sjálfstætt framhald af Stúlku með fingur og Stúlku með maga, þar sem Þórunn notaði heimildir og skáldlega túlkun til að segja sögu móður sinnar og formæðra. Í Kiljunni tók hún til dæmis Hallgrím Helgason á teppið fyrir að vera statt og stöðugt að atast í hinum dásamlegu hippum, og neita að samsama sig þeim. Auk þess nefndi hún ánægju sína með styrkjakerfið íslenska – sem hefði gert henni kleift að rita bækur; fyrirkomulag sem þekkist varla annars staðar. Þetta eru sjónarmið sem blaðamaður Vísis hefur aldrei heyrt nokkurn rithöfund hafa orð á fyrr; orðið „listamannalaun“ meðal rithöfunda er eins og að nefna snöru í hengds manns húsi – algert tabú. En, Þórunn gefur lítið fyrir tabúin og nú beinir hún sjónum að ráðamönnum í athyglisverðri grein. Hún nennir ekki að „lobbíera“ lengur heldur vill hefja orðið til vegs á ný. Þórunn er lausnamiðuð og meðal hugmynda sem hún setur fram er að ekki sé verið að rolast með Hin íslensku bókmenntaverðlaun: „Enginn vandi er að setja upp glimrandi sjónvarpsdagskrá um bækur sem þjóðin tekur eftir öll, ekki bara þeir sem hlusta á Víðsjá rásar eitt síðdegis. Orð eru kjarni tónlistar og leiklistar, uppistands, gríns sem djúpúðgar ljóðrænu, allt þetta má draga á svið.“ Enginn áhugamaður um listir og menningarumræðu ætti að láta þessa grein Þórunnar fram hjá sér fara en hana má finna í heild sinni hér neðar. Frá Bessastöðum; Hin íslensku bókmenntaverðlaun sem Þórunn Jarla vill taka til endurskoðunar. Orð bjarga heimi ... Ég vil með bréfi þessu benda þjóð minni á fjórar leiðir til að gera okkur betur í stakk búin til að bjarga heimi. Það snýst um orð, byggingarefni breytinga, framfara, farsældar, hugvíkkunar og hugnautna. 1. Búið er að saga greinina sem fræði fyrir almenning sitja á. Hér á landi var til skamms tíma gróskumikill bókasmíði fræðimanna úti í bæ. Veður skipuðust í lofti er Háskóli Íslands vildi verða einn af hundrað bestu háskólum í heimi og Rannís hætti að styðja menntaða fræðimenn úti í bæ og tók að styðja háskólaturninn í samvinnu við aðra háskólaturna. Fræði fyrir fræði, ekki fyrir þá sem borga brúsann, almenning. Vegna þessa hefur mikið vit skolast til, farið að hringla í lokuðum heimi í stað þess að vökva samfélagið. Launasjóður fræðirita hefur það lítið fé að það styður fólk bara fyrstu skrefin, það er áravinna að skila góðu verki. Ég eyddi fimm árum í að skrifa ævisögu Matthíasar Jochumssonar, sem kom út 2006, en forsenda þess var fé frá kristnihátíðarsjóði, Rannís og Launasjóði rithöfunda. Nú legg ég ekki í að skrifa fræðibók lengur, ég sit eins og aðrir fyrrum sjálfstætt starfandi fræðimenn við aðra jötu. 2. Ömurlegt er að skólabörn keppi í öllu nema því mikilvægasta, orðlist. Ég reyndi sem stjórnarmaður í norrænu stofnuninni í Álandi að flytja inn frábæra keppni þeirra, þar sem öll börn í níunda bekk sem nenna skrifa texta, allavegana texta, og þeir bestu koma árlega út á bók. Mál og menning sýndi þessu áhuga og Katrín Jakobsdóttir sem þá var menntamálaráðherra, en málið strandaði í kerfinu. Æðsti maður menntamála hefur ekki völd til að segja kennslubatteríinu hvað það á að gera. Ömurlegt er hve stíft og erfitt skólakerfið er gagnvart nýjungum eins og þessari sem svo augljóslega mun örva, ydda og hvessa hugsun þjóðar til framtíðar. 3. Endurnýjun höfunda fullorðinsbóka er skelfilega lítil, hið gullna hlið útgefenda opnast ekki þótt inn streymi dýrindis handrit. Þeir geta ekki bætt við höfundum. Treysta sér illa síðan best seller syndróm tók völd í heimi bóksölu. Ég hef sem höfundur 22ja allavegana bóka reynslu og langa sýn. Þegar ég gaf út fræðirit hjá veikburða útgáfu sem ekkert auglýsti árið 1986 birtust góðir dómar í blöðum og fólk fór út í búð að kaupa hana. Árið 2002 endurtók ég þetta hjá sama forlagi með svipaða bók, bara betri, dómarnir voru fínir en hún drukknaði í flóðinu. Það kaupir enginn bók lengur nema öskrað sé hástöfum, örfáar bækur seljast sem allir tala um. Hinar floppa skelfilega og þar með fara verðmæti í vask í stað hausa. Ég nöldraði og tautaði „það þarf að ganga á bókafjöru á útmánuðum svo góðar bækur hverfi ekki ólesnar‟, félagar í svakademíu Reykjavíkur heyrðu tautið í mér og góðar konur komu Fjöruverðlaununum á koppinn. Þau gera gagn en ekki þeim nýju höfundunum sem enginn treystir sér til að gefa út. Þess vegna verðum við að endurvekja Laxnessverðlaunin, þar sem valið er undir nafnleynd besta innkomna bókin og gefin út með lúðrablæstri og havaríi. Þá eignast þjóðin amk. einn höfund nýjan á ári, sem fær sviðsljós kórónu verðlaunanna og sölu. 4. Það fjórða sem kippa þarf í liðinn svo orðmennt blífi til framtíðar er að sjónvarpið sýni sama áhuga á tilnefningum til íslensku bókmenntaverðlaunanna og tilnefningum Grímunnar og Eddunnar, leikhúsanna og kvikmyndanna. Enginn vandi er að setja upp glimrandi sjónvarpsdagskrá um bækur sem þjóðin tekur eftir öll, ekki bara þeir sem hlusta á Víðsjá rásar eitt síðdegis. Orð eru kjarni tónlistar og leiklistar, uppistands, gríns sem djúpúðgar ljóðrænu, allt þetta má draga á svið. Þessi verðlaun ættu að vera kennd við Sleipni, norræna skáldhestinn, fák Óðins, skáldguðs, sem í stað vængja hefur átta fætur. Við Ófeigur þjóðskáld Sigurðsson, sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin síðast, vorum í vor Halastjörnur á bókmenntahátíð Þórbergs í Suðursveit. Ég kerling var þar að tauta um hægfara niðurlægingu tilnefninga til verðlaunanna, sjónvarpið mætti ekki einu sinni í fyrra. Vonandi næst, 1. des. á Kjarvalsstöðum. Ófeigur sagði já, við hugmynd minni um Sleipni, sem verðlaunagrip og fékk Halastjörnu í hausinn: Setja á Sleipni fjaðrapenna í vængja stað, svo hann fljúgi líka. Frábær hugmynd! Já kippum þessum fjórum þáttum í lag og lið. Ég er orðin leið á að tauta ofan í bringuna og lobbíera. Þið sem eruð í vinnunni á þessum sviðum. Hver einasta hugmynd er ódýr, mynda má stór fulltrúaráð til að skila vinnu, skipta með sér handritalestri, fá ókeypis Sleipnisgrip með því að auglýsa hönnuð og verkstæði. Við höfum ekki efni á því að láta orðmennt, kjarna vits og vilja, lufsast rollulega og naga greinina undan sér. Styrkjum fræðibækur fyrir almenning, látum skólabörn keppa í ritlist eins og öðrum íþróttum, endurnýjum rithöfundastétt með Laxnessverðlaunum og setjum Sleipni við hlið Eddu og Grímu. Einfalt mál. Taki hver til sín, annars verður þjóðin leið og reið og lætur ykkur fjúka sem sitjið með völd þessara þátta í kjöltunni. Og ekki orð um það meir.
Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira