Brutu blað í flugsögunni: Íslensk áhöfn lenti Boeing-þotu á Suðurskautslandinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2015 23:51 Boeing 757 vél Loftfleidir Icelandic á Suðurskautinu. Ágúst Hákonarson Íslenska fyrirtækið Loftleidir Icelandic braut fyrr í dag blað í flugsögunni þegar Boeing 757 farþegaþotu var í fyrsta sinn lent á Suðurskautslandinu. Áhöfnin var alíslensk en ekki þurfti að gera miklar breytingar á þotunni til að geta lent á ísbreiðunni. Einnig var áfanginn merkilegur fyrir íslenska flugsögu enda hefur íslenskt loftfar aldrei áður lent á Suðurskautslandinu. Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Loftleiða. Lenti á miðri ísbreiðunni Þotan lenti á Union Glacer á miðri ísbreiðunni þar sem búið var að útbúa flugbraut. Ferðin var farin fyrir ferðaskrifstofu sem rekur tjaldbúðir á svæðinu og vildi hún athuga hvort að fýsilegt væri að lenda svo stórum þotum á miðjum jöklinum. „Þeir vissu að við vorum sterkir á svellinu,“ segir Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða Icelandic sem er dótturfyrirtæki Icelandair Group. „Þeir vildu bæta þjónustuna og stækka við sig og vissu að við erum vanir menn.“ Að sögn Erlendar þurfti ekki að gera miklar breytingar á flugvélinni til þess að hún gæti lent en fulltrúar fyrirtækisins tóku sér þó sinn tíma í að meta aðstæður til þess að sjá hvort að hægt væri að lenda svo stórri þotu á miðri ísbreiðunni. „Okkar menn byrjuðu að rannsaka hvort að þetta væri hægt en ísinn er ekki vandamálið. Hann er mjög stamur í svona miklum kulda, þetta er ekki hafís eða neitt svoleiðis heldur ís sem hefur verið þarna í mörg þúsund ár.“ Mynd/Loftleidir Icelandic Aðstæður kortlagðar vel áður en að lagt var í hann Hingað til hafa svo stórar farþegaþotur ekki lent á Suðurskautslandinu og því var allur vari hafður á. Áhöfnin fór í undirbúningsferð til þess að kanna aðstæður. Einnig prófaði áhöfnin að lenda án farþega áður en að lagt var í hina raunverulega ferð. Vélin lentu svo heilu á höldnu fyrr í dag, nánast full af farþegum en pláss er fyrir 62 farþega. Hvort að það verði áframhald á flugi Loftleidir Icelandic til Suðurskautslandsins veltur á ferðaskrifstofunni sem selur ferðirnar. „Við erum með stuttan samning til þess að sjá hvort að þetta væri hægt, aðallega af hálfu skrifstofunanr sem vildi sjá hvort að væri hægt að selja svona mörg sæti en hingað til hafa þeir verið að notast við minni flugvélar.“ En Erlendur segir að flugið í dag gæti verið stökkpallurinn að áframhaldi samningi. „Við vonumst eftir áframhaldandi samstarfi um flug til Suðurskautsins á næstu árum, þar sem vel hefur tekist til í þetta sinn.“ Ágúst Hákonarson Águst Hákonarson Ágúst Hákonarson Fréttir af flugi Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Loftleidir Icelandic braut fyrr í dag blað í flugsögunni þegar Boeing 757 farþegaþotu var í fyrsta sinn lent á Suðurskautslandinu. Áhöfnin var alíslensk en ekki þurfti að gera miklar breytingar á þotunni til að geta lent á ísbreiðunni. Einnig var áfanginn merkilegur fyrir íslenska flugsögu enda hefur íslenskt loftfar aldrei áður lent á Suðurskautslandinu. Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Loftleiða. Lenti á miðri ísbreiðunni Þotan lenti á Union Glacer á miðri ísbreiðunni þar sem búið var að útbúa flugbraut. Ferðin var farin fyrir ferðaskrifstofu sem rekur tjaldbúðir á svæðinu og vildi hún athuga hvort að fýsilegt væri að lenda svo stórum þotum á miðjum jöklinum. „Þeir vissu að við vorum sterkir á svellinu,“ segir Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða Icelandic sem er dótturfyrirtæki Icelandair Group. „Þeir vildu bæta þjónustuna og stækka við sig og vissu að við erum vanir menn.“ Að sögn Erlendar þurfti ekki að gera miklar breytingar á flugvélinni til þess að hún gæti lent en fulltrúar fyrirtækisins tóku sér þó sinn tíma í að meta aðstæður til þess að sjá hvort að hægt væri að lenda svo stórri þotu á miðri ísbreiðunni. „Okkar menn byrjuðu að rannsaka hvort að þetta væri hægt en ísinn er ekki vandamálið. Hann er mjög stamur í svona miklum kulda, þetta er ekki hafís eða neitt svoleiðis heldur ís sem hefur verið þarna í mörg þúsund ár.“ Mynd/Loftleidir Icelandic Aðstæður kortlagðar vel áður en að lagt var í hann Hingað til hafa svo stórar farþegaþotur ekki lent á Suðurskautslandinu og því var allur vari hafður á. Áhöfnin fór í undirbúningsferð til þess að kanna aðstæður. Einnig prófaði áhöfnin að lenda án farþega áður en að lagt var í hina raunverulega ferð. Vélin lentu svo heilu á höldnu fyrr í dag, nánast full af farþegum en pláss er fyrir 62 farþega. Hvort að það verði áframhald á flugi Loftleidir Icelandic til Suðurskautslandsins veltur á ferðaskrifstofunni sem selur ferðirnar. „Við erum með stuttan samning til þess að sjá hvort að þetta væri hægt, aðallega af hálfu skrifstofunanr sem vildi sjá hvort að væri hægt að selja svona mörg sæti en hingað til hafa þeir verið að notast við minni flugvélar.“ En Erlendur segir að flugið í dag gæti verið stökkpallurinn að áframhaldi samningi. „Við vonumst eftir áframhaldandi samstarfi um flug til Suðurskautsins á næstu árum, þar sem vel hefur tekist til í þetta sinn.“ Ágúst Hákonarson Águst Hákonarson Ágúst Hákonarson
Fréttir af flugi Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira