Kata Jak sú eina sem nær að keppa við karlana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2015 15:34 Katrín Jakobsdóttir situr í fjórða sæti á listanum ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Af tuttugu algengustu viðmælenda útvarpsþátta á Bylgjunni og Rás 2 eru fimm konur. Af þeim tíu efstu er aðeins Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sem kemst á lista. Þetta kemur fram í samantekt Rósu Guðrúnar Erlingsdóttur, sérfræðings í jafnréttismálum í velferðarráðuneytinu, sem hún kynnti fyrir gestum Jafnréttisþings á Hótel Nordica Hilton í gær. Credit Info sá um gagnavinnsluna sem náði til morgunþátta Rásar 2, Samfélagsins á Rás 1 og Spegilsins. Könnunin náði einnig til þáttanna Í bítið og Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Tímabilið var yfir eitt ár, eða frá september 2014 til september í ár. Var fjöldi viðmælenda talinn og flokkaður eftir kyni. Voru konur 37% viðmælenda í þáttum RÚV en 27% í þáttum 365 miðla. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var oftast allra viðmælandi í fyrrnefndum útvarpsþáttum en 39 sinnum svaraði hann kalli þáttastjórnenda þar af 20 sinnum í Speglinum. Næstur kom Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, sem var 37 sinnum í viðtali. Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var 36 sinnum í viðtali og deildu svo þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Katrín Jakobsdóttir fjórða sætinu með 29 skiptum hvort. Hinar fjórar konurnar sem komust á topp tuttugu listann voru Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra, Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra og Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Listann í heild má sjá hér til hliðar en hér má sjá glærur úr kynningu Rósu Guðrúnar. Hlutföllin í fyrrnefndum þáttum í útvarpi og sjónvarpi á RÚV og 365. Smellið á myndina til að stækka. Hlutfallið 70-30 algengt Í útvarpsfréttum virðist sem kynjahlutföllin séu verri að morgni en í hádegi. Í áttafréttum Bylgjunnar var hlutfallið 23% konur og 77% karlar en 27% konur og 73% karlar í hádegisfréttum. Mynstrið er svipað hjá RÚV þar sem hlutfallið er 26% konur og 74% karlar að morgni, 27% og 73% í hádeginu og svo 30% og 70% í sexfréttum. Þegar kemur að kynjahlutföllum í sjónvarpsfréttum á RÚV og Stöð 2 er hlutfallið kunnuglegt, nærri 30% konur og 70% karlar sem er í takti við árin á undan. Í Kastljósi var hlutfallið 36% konur og 64% karlar en jafnast var hlutfallið í Íslandi í dag þar sem konur voru 46% viðmælenda.Meðal gesta á jafnréttisþinginu í gær voru fjölmiðlakonurnar Eva María Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir. Þær ræddu stöðu mála í Íslandi í dag í gær en viðtalið má sjá hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Karlar í aðalhlutverki og konur í aukahlutverki í fréttum Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem nær til fréttamiðla í 114 löndum voru birtar í dag. Konur standa hallari fæti á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. 23. nóvember 2015 12:03 Kvenleikstjórar í útrýmingarhættu Staða kvenna í kvikmyndum rædd á Jafnréttisþingi. 26. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira
Af tuttugu algengustu viðmælenda útvarpsþátta á Bylgjunni og Rás 2 eru fimm konur. Af þeim tíu efstu er aðeins Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sem kemst á lista. Þetta kemur fram í samantekt Rósu Guðrúnar Erlingsdóttur, sérfræðings í jafnréttismálum í velferðarráðuneytinu, sem hún kynnti fyrir gestum Jafnréttisþings á Hótel Nordica Hilton í gær. Credit Info sá um gagnavinnsluna sem náði til morgunþátta Rásar 2, Samfélagsins á Rás 1 og Spegilsins. Könnunin náði einnig til þáttanna Í bítið og Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Tímabilið var yfir eitt ár, eða frá september 2014 til september í ár. Var fjöldi viðmælenda talinn og flokkaður eftir kyni. Voru konur 37% viðmælenda í þáttum RÚV en 27% í þáttum 365 miðla. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var oftast allra viðmælandi í fyrrnefndum útvarpsþáttum en 39 sinnum svaraði hann kalli þáttastjórnenda þar af 20 sinnum í Speglinum. Næstur kom Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, sem var 37 sinnum í viðtali. Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var 36 sinnum í viðtali og deildu svo þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Katrín Jakobsdóttir fjórða sætinu með 29 skiptum hvort. Hinar fjórar konurnar sem komust á topp tuttugu listann voru Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra, Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra og Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Listann í heild má sjá hér til hliðar en hér má sjá glærur úr kynningu Rósu Guðrúnar. Hlutföllin í fyrrnefndum þáttum í útvarpi og sjónvarpi á RÚV og 365. Smellið á myndina til að stækka. Hlutfallið 70-30 algengt Í útvarpsfréttum virðist sem kynjahlutföllin séu verri að morgni en í hádegi. Í áttafréttum Bylgjunnar var hlutfallið 23% konur og 77% karlar en 27% konur og 73% karlar í hádegisfréttum. Mynstrið er svipað hjá RÚV þar sem hlutfallið er 26% konur og 74% karlar að morgni, 27% og 73% í hádeginu og svo 30% og 70% í sexfréttum. Þegar kemur að kynjahlutföllum í sjónvarpsfréttum á RÚV og Stöð 2 er hlutfallið kunnuglegt, nærri 30% konur og 70% karlar sem er í takti við árin á undan. Í Kastljósi var hlutfallið 36% konur og 64% karlar en jafnast var hlutfallið í Íslandi í dag þar sem konur voru 46% viðmælenda.Meðal gesta á jafnréttisþinginu í gær voru fjölmiðlakonurnar Eva María Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir. Þær ræddu stöðu mála í Íslandi í dag í gær en viðtalið má sjá hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Karlar í aðalhlutverki og konur í aukahlutverki í fréttum Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem nær til fréttamiðla í 114 löndum voru birtar í dag. Konur standa hallari fæti á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. 23. nóvember 2015 12:03 Kvenleikstjórar í útrýmingarhættu Staða kvenna í kvikmyndum rædd á Jafnréttisþingi. 26. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira
Karlar í aðalhlutverki og konur í aukahlutverki í fréttum Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem nær til fréttamiðla í 114 löndum voru birtar í dag. Konur standa hallari fæti á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. 23. nóvember 2015 12:03
Kvenleikstjórar í útrýmingarhættu Staða kvenna í kvikmyndum rædd á Jafnréttisþingi. 26. nóvember 2015 11:30