Erlent

Tyrkir birtu hljóðupptöku af viðvörunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vélin var skotin niður og brotlenti á yfirráðarsvæði uppreisnarmanna.
Vélin var skotin niður og brotlenti á yfirráðarsvæði uppreisnarmanna. Vísir/EPA
Tyrkneski herinn hefur sent frá sér hljóðupptöku sem þeir segja sanna að hermenn þeirra hafi varað rússnesku flugmennina við áður en þeir skutu niður sprengjuflugvél þeirra á dögunum. Tveir voru um borð í vélinni og var annar þeirra skotinn til bana af uppreisnarmönnum þegar hann sveif til jarðar í fallhlíf sinni.

Hinum var bjargað af sýrlenskum og rússneskum sérsveitarmönnum. Hann þvertekur fyrir að nokkur viðvörun hafi verið gefin og fullyrðir einnig að vélin hafi ekki verið í tyrkneskri lofthelgi þegar hún var skotin.

Hér má sjá hvar Tyrkir segja vélina hafa verið og hvar Rússar segja hana hafa verið.Vísir/GraphicNews
Með birtingu upptökunnar sögðu forsvarsmenn tyrkneska hersins að þeir hefðu reynt að koma flugmönnunum til bjargar. Þetta er í fyrsta sinn frá því í Kóreustríðinu 1950-53 sem NATO ríki skýtur niður rússneska flugvél.

Atvikið hefur valdið mikilli spennu á milli Rússa og Tyrkja. Yfirvöld í Moskvu tilkynntu nú í morgun að til stæði að herða eftirlit með matvælainnflutningi Tyrkja til Rússlands sem og reglur varðandi innflutninginn. Tilefni breytinganna er sagt vera ítrekuð brot Tyrkja á gæðareglum Rússa samkvæmt frétt TASS fréttaveitunnar, sem er ríkisrekin.

Þar segir að um 15 prósent af tyrkneskum landbúnaðarvörum mæti ekki gæðakröfum Rússa. Í fyrra fluttu Rússar inn landbúnaðarvörur frá Tyrklandi fyrir 1,7 milljarð dala. Útflutningur Rússa til Tyrklands var 2,4 milljarðar.


Tengdar fréttir

Rússar búa sig undir fleiri árásir á herþotur

Rússneski herþotuflugmaðurinn segist aldrei hafa fengið neina viðvörun frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Forsætisráðherra Tyrklands segir Rússland "vin okkar og nágranna“. Rússar koma sér upp loftvarnakerfi í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×