Tvöfalt fleiri farþegar á þremur árum Sæunn Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Gert er ráð fyrir að samtals 4,9 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll árið 2015. vísir/vilhelm Samkvæmt farþegaspá Isavia mun farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll fjölga um 28,4 prósent á næsta ári og þeir verða 6,25 milljónir. Ef spárnar standast mun farþegafjöldi hafa nær tvöfaldast á þremur árum, en árið 2013 fóru 3,2 milljónir farþega um flugvöllinn. Ef ný spá fyrir nóvember og desember stenst munu samtals 4,9 milljónir fara um flugvöllinn árið 2015. Þetta kom fram á fundi Isavia í gær. Ráðist verður í framkvæmdir fyrir rúma átta milljarða á flugvellinum á næsta ári. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar telur að talan mætti vera hærri. Í farþegaspánni er gert ráð fyrir um 10 prósent fleiri íslenskum ferðamönnum árið 2016 en árið 2015. Gangi spáin eftir mun heildarfjöldi íslenskra farþega verða um 495 þúsund. Þá mun ferðamet frá árinu 2007 verða slegið. Fjöldi flugfélaga sem fljúga til flugvallarins hefur fimmfaldast á áratug. Sumarið 2005 voru fimm flugfélög í áætlunarflugi til Keflavíkurflugvallar, en sumarið 2016 munu 25 flugfélög fljúga á völlinn.vísir/vilhelmFjöldi heilsársflugfélaga hefur einnig þrefaldast, úr þremur í níu. Sökum anna er markvisst unnið að því að dreifa flugfélögunum betur yfir árið og tíma dags. Flugfélög sem bjóða nýja leið í heilsársflugi til Íslands fá til að mynda 50 til 100 prósenta afslátt af lendingar- og brottfarargjöldum fyrstu þrjú árin. Til að bregðast við fjölgun farþega verður ráðist í miklar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að fyrsti áfanginn og sá stærsti af Masterplani fyrirtækisins sem á að vera tilbúinn 2021 eða 2022 sé áætlaður á 70 til 90 milljarða króna. Fjárfesting í flugstöðinni á næsta ári nemur 8,5 milljörðum króna.Grímur SæmundsenGrímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í erindi sínu á fundinum að menn hefðu verið að horfa til þess að talan þyrfti að vera hærri, í ljósi þeirra krafna sem fram undan væru. Breyta þurfi því hvernig horft sé á framlög til Isavia. „Ég tel að það þurfi að hækka þessi framlög og horfa svo heildstætt á þetta, að það sé ekki alltaf tengt fjárlögum hvers árs hvað gert verður. Ég tel að ríkissjóður þurfi að vera reiðubúinn til að horfast í augu við það hvað þetta er mikil fjárþörf,“ sagði Grímur. Fram kom að erfiðleikar hafa verið með ráðningar og líklegt að þeir haldi áfram er farþegum fjölgar. „Það hafa allir rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli fundið fyrir því. Það er búið að ráða svo marga starfsmenn undanfarið og atvinnuleysi á Reykjanesinu hefur hríðminnkað. Það hefur verið mjög jákvætt vandamál þarna á ferðinni. Það hefur stundum verið erfitt að fá fólk, og fyrirtækin þarna eru hreinlega að keppast um starfsfólkið,“ segir Guðni Sigurðsson. Því er verið að vinna í sjálfvirknivæðingu flugvallarins til að bæta afköst starfsmanna. Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Samkvæmt farþegaspá Isavia mun farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll fjölga um 28,4 prósent á næsta ári og þeir verða 6,25 milljónir. Ef spárnar standast mun farþegafjöldi hafa nær tvöfaldast á þremur árum, en árið 2013 fóru 3,2 milljónir farþega um flugvöllinn. Ef ný spá fyrir nóvember og desember stenst munu samtals 4,9 milljónir fara um flugvöllinn árið 2015. Þetta kom fram á fundi Isavia í gær. Ráðist verður í framkvæmdir fyrir rúma átta milljarða á flugvellinum á næsta ári. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar telur að talan mætti vera hærri. Í farþegaspánni er gert ráð fyrir um 10 prósent fleiri íslenskum ferðamönnum árið 2016 en árið 2015. Gangi spáin eftir mun heildarfjöldi íslenskra farþega verða um 495 þúsund. Þá mun ferðamet frá árinu 2007 verða slegið. Fjöldi flugfélaga sem fljúga til flugvallarins hefur fimmfaldast á áratug. Sumarið 2005 voru fimm flugfélög í áætlunarflugi til Keflavíkurflugvallar, en sumarið 2016 munu 25 flugfélög fljúga á völlinn.vísir/vilhelmFjöldi heilsársflugfélaga hefur einnig þrefaldast, úr þremur í níu. Sökum anna er markvisst unnið að því að dreifa flugfélögunum betur yfir árið og tíma dags. Flugfélög sem bjóða nýja leið í heilsársflugi til Íslands fá til að mynda 50 til 100 prósenta afslátt af lendingar- og brottfarargjöldum fyrstu þrjú árin. Til að bregðast við fjölgun farþega verður ráðist í miklar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að fyrsti áfanginn og sá stærsti af Masterplani fyrirtækisins sem á að vera tilbúinn 2021 eða 2022 sé áætlaður á 70 til 90 milljarða króna. Fjárfesting í flugstöðinni á næsta ári nemur 8,5 milljörðum króna.Grímur SæmundsenGrímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í erindi sínu á fundinum að menn hefðu verið að horfa til þess að talan þyrfti að vera hærri, í ljósi þeirra krafna sem fram undan væru. Breyta þurfi því hvernig horft sé á framlög til Isavia. „Ég tel að það þurfi að hækka þessi framlög og horfa svo heildstætt á þetta, að það sé ekki alltaf tengt fjárlögum hvers árs hvað gert verður. Ég tel að ríkissjóður þurfi að vera reiðubúinn til að horfast í augu við það hvað þetta er mikil fjárþörf,“ sagði Grímur. Fram kom að erfiðleikar hafa verið með ráðningar og líklegt að þeir haldi áfram er farþegum fjölgar. „Það hafa allir rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli fundið fyrir því. Það er búið að ráða svo marga starfsmenn undanfarið og atvinnuleysi á Reykjanesinu hefur hríðminnkað. Það hefur verið mjög jákvætt vandamál þarna á ferðinni. Það hefur stundum verið erfitt að fá fólk, og fyrirtækin þarna eru hreinlega að keppast um starfsfólkið,“ segir Guðni Sigurðsson. Því er verið að vinna í sjálfvirknivæðingu flugvallarins til að bæta afköst starfsmanna.
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira