Tvöfalt fleiri farþegar á þremur árum Sæunn Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Gert er ráð fyrir að samtals 4,9 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll árið 2015. vísir/vilhelm Samkvæmt farþegaspá Isavia mun farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll fjölga um 28,4 prósent á næsta ári og þeir verða 6,25 milljónir. Ef spárnar standast mun farþegafjöldi hafa nær tvöfaldast á þremur árum, en árið 2013 fóru 3,2 milljónir farþega um flugvöllinn. Ef ný spá fyrir nóvember og desember stenst munu samtals 4,9 milljónir fara um flugvöllinn árið 2015. Þetta kom fram á fundi Isavia í gær. Ráðist verður í framkvæmdir fyrir rúma átta milljarða á flugvellinum á næsta ári. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar telur að talan mætti vera hærri. Í farþegaspánni er gert ráð fyrir um 10 prósent fleiri íslenskum ferðamönnum árið 2016 en árið 2015. Gangi spáin eftir mun heildarfjöldi íslenskra farþega verða um 495 þúsund. Þá mun ferðamet frá árinu 2007 verða slegið. Fjöldi flugfélaga sem fljúga til flugvallarins hefur fimmfaldast á áratug. Sumarið 2005 voru fimm flugfélög í áætlunarflugi til Keflavíkurflugvallar, en sumarið 2016 munu 25 flugfélög fljúga á völlinn.vísir/vilhelmFjöldi heilsársflugfélaga hefur einnig þrefaldast, úr þremur í níu. Sökum anna er markvisst unnið að því að dreifa flugfélögunum betur yfir árið og tíma dags. Flugfélög sem bjóða nýja leið í heilsársflugi til Íslands fá til að mynda 50 til 100 prósenta afslátt af lendingar- og brottfarargjöldum fyrstu þrjú árin. Til að bregðast við fjölgun farþega verður ráðist í miklar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að fyrsti áfanginn og sá stærsti af Masterplani fyrirtækisins sem á að vera tilbúinn 2021 eða 2022 sé áætlaður á 70 til 90 milljarða króna. Fjárfesting í flugstöðinni á næsta ári nemur 8,5 milljörðum króna.Grímur SæmundsenGrímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í erindi sínu á fundinum að menn hefðu verið að horfa til þess að talan þyrfti að vera hærri, í ljósi þeirra krafna sem fram undan væru. Breyta þurfi því hvernig horft sé á framlög til Isavia. „Ég tel að það þurfi að hækka þessi framlög og horfa svo heildstætt á þetta, að það sé ekki alltaf tengt fjárlögum hvers árs hvað gert verður. Ég tel að ríkissjóður þurfi að vera reiðubúinn til að horfast í augu við það hvað þetta er mikil fjárþörf,“ sagði Grímur. Fram kom að erfiðleikar hafa verið með ráðningar og líklegt að þeir haldi áfram er farþegum fjölgar. „Það hafa allir rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli fundið fyrir því. Það er búið að ráða svo marga starfsmenn undanfarið og atvinnuleysi á Reykjanesinu hefur hríðminnkað. Það hefur verið mjög jákvætt vandamál þarna á ferðinni. Það hefur stundum verið erfitt að fá fólk, og fyrirtækin þarna eru hreinlega að keppast um starfsfólkið,“ segir Guðni Sigurðsson. Því er verið að vinna í sjálfvirknivæðingu flugvallarins til að bæta afköst starfsmanna. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Samkvæmt farþegaspá Isavia mun farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll fjölga um 28,4 prósent á næsta ári og þeir verða 6,25 milljónir. Ef spárnar standast mun farþegafjöldi hafa nær tvöfaldast á þremur árum, en árið 2013 fóru 3,2 milljónir farþega um flugvöllinn. Ef ný spá fyrir nóvember og desember stenst munu samtals 4,9 milljónir fara um flugvöllinn árið 2015. Þetta kom fram á fundi Isavia í gær. Ráðist verður í framkvæmdir fyrir rúma átta milljarða á flugvellinum á næsta ári. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar telur að talan mætti vera hærri. Í farþegaspánni er gert ráð fyrir um 10 prósent fleiri íslenskum ferðamönnum árið 2016 en árið 2015. Gangi spáin eftir mun heildarfjöldi íslenskra farþega verða um 495 þúsund. Þá mun ferðamet frá árinu 2007 verða slegið. Fjöldi flugfélaga sem fljúga til flugvallarins hefur fimmfaldast á áratug. Sumarið 2005 voru fimm flugfélög í áætlunarflugi til Keflavíkurflugvallar, en sumarið 2016 munu 25 flugfélög fljúga á völlinn.vísir/vilhelmFjöldi heilsársflugfélaga hefur einnig þrefaldast, úr þremur í níu. Sökum anna er markvisst unnið að því að dreifa flugfélögunum betur yfir árið og tíma dags. Flugfélög sem bjóða nýja leið í heilsársflugi til Íslands fá til að mynda 50 til 100 prósenta afslátt af lendingar- og brottfarargjöldum fyrstu þrjú árin. Til að bregðast við fjölgun farþega verður ráðist í miklar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að fyrsti áfanginn og sá stærsti af Masterplani fyrirtækisins sem á að vera tilbúinn 2021 eða 2022 sé áætlaður á 70 til 90 milljarða króna. Fjárfesting í flugstöðinni á næsta ári nemur 8,5 milljörðum króna.Grímur SæmundsenGrímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í erindi sínu á fundinum að menn hefðu verið að horfa til þess að talan þyrfti að vera hærri, í ljósi þeirra krafna sem fram undan væru. Breyta þurfi því hvernig horft sé á framlög til Isavia. „Ég tel að það þurfi að hækka þessi framlög og horfa svo heildstætt á þetta, að það sé ekki alltaf tengt fjárlögum hvers árs hvað gert verður. Ég tel að ríkissjóður þurfi að vera reiðubúinn til að horfast í augu við það hvað þetta er mikil fjárþörf,“ sagði Grímur. Fram kom að erfiðleikar hafa verið með ráðningar og líklegt að þeir haldi áfram er farþegum fjölgar. „Það hafa allir rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli fundið fyrir því. Það er búið að ráða svo marga starfsmenn undanfarið og atvinnuleysi á Reykjanesinu hefur hríðminnkað. Það hefur verið mjög jákvætt vandamál þarna á ferðinni. Það hefur stundum verið erfitt að fá fólk, og fyrirtækin þarna eru hreinlega að keppast um starfsfólkið,“ segir Guðni Sigurðsson. Því er verið að vinna í sjálfvirknivæðingu flugvallarins til að bæta afköst starfsmanna.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira