Forstjóri Landsvirkjunar launahæstur Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Forstjóri Landsvirkjunar og seðlabankastjóri eru launahæstu embættismenn ríkisins. vísir/valli Forstjóri Landsvirkjunar og seðlabankastjóri eru launahæstu embættismenn ríkisins. Eftir ákvörðun kjararáðs um afturvirka 9,3 prósenta hækkun launa frá 1. mars á þessu ári er forstjóri Landsvirkjunar með rúma 1,8 milljónir króna í laun og seðlabankastjóri með rúmlega 1,7 milljónir, að því er lesa má úr gögnum á vef kjararáðs. Grunnlaun beggja eru þó heldur lægri eða tæplega 1,1 milljón króna. Við þau bætast hins vegar 100 fastir yfirvinnutíma í mánuði hverjum hjá forstjóra Landsvirkjunar og 80 tímar hjá seðlabankastjóra. Forsætisráðherra er í fjórða sæti á listanum yfir launahæstu ríkisstarfsmennina sem undir kjararáð heyra. Hann er í hópi þeirra þingmanna sem vegna búsetu eiga rétt á rúmlega 131 þúsund króna greiðslu vegna húsnæðis- eða dvalarkostnaðar sem bætist við grunnlaun upp á tæplega 1,4 milljónir króna. Laun hans eru því ríflega 1,5 milljónir á mánuði. Í þriðja sætinu er hins vegar bankastjóri Landsbankans með tæplega 1,6 milljónir í laun, en inni í þeirri tölu eru 65 yfirvinnutímar á mánuði. Grunnlaun ráðherra eru eftir breytinguna tæplega 1,3 milljónir króna á mánuði, en fyrir utan forsætisráðherra eiga fjórir ráðherrar aðrir rétt á búsetustyrk, sem og allir þeir þingmenn sem búa utan Reykjavíkurkjördæmanna og Suðvesturkjördæmis. Grunnlaun þingmanna eru nú rétt rúmar 712 þúsund krónur, en níu þingmenn eru á þeim kjörum. Aðrir njóta viðbóta, svo sem vegna búsetu og fleiri þátta. Formenn flokka sem eru með þrjá þingmenn eða fleiri fá 50 prósenta álag á grunnlaun sín, eða sem svarar tæpum 360 þúsund krónum. Skráðir formenn Pírata, fyrst Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson nú, hafa hins vegar afþakkað þessa launauppbót þar sem titillinn sé formsatriði í þeim flokki. Laun annarra þingmanna geta svo hækkað gegni þeir stöðu formanns þingflokks, eða fastanefndar (um rúmar 107 þúsund krónur), varaformanns nefndar (rúm 72 þúsund), eða annars varaformanns (tæp 36 þúsund). Launin geta hins vegar bara tekið hækkun vegna eins þáttar (fyrir utan búsetustyrkinn). Þá fá ráðherrar ekki flokksformannshækkunina. Í samantektinni er ekki tekið tillit til sérstakra greiðslna annarra sem þingmenn gætu fengið, svo sem vegna síma, ferðalaga embættis eða veru í sérnefndum. Yfirferð á kjörum embættismanna annarra en þeirra sem þjóðkjörnir eru sýnir að þau eru nokkuð margvísleg, en í flestum tilvikum yfir grunnlaunum þingmanna. Þannig fær forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra enga fasta yfirvinnu á tæplega 732 þúsunda króna mánaðarlaun og forstöðumaður Fjölmenningarseturs sjö ofan á tæplega 685 þúsunda króna mánaðarlaun sem fara þannig í tæpar 740 þúsund krónur. Þá eru laun skólameistara framhaldsskóla misjöfn eftir stærð og námsframboði skólanna. Lægst, í pínulitlum skóla með takmarkað námsframboð, geta þau verið rúmar 855 þúsund krónur og eru þá innifaldir sex yfirvinnutímar í mánuði. Hæst, í stórum skóla með breitt námsframboð, geta þau orðið rúmlega 1,2 milljónir króna á mánuði með 36 yfirvinnutíma innifalda. Meðaltal ellefu þrepa (í fimm launaflokkum) sem skólameistarar geta fallið í hljóðar upp á tæplega 1,1 milljón í mánaðarlaun, eða grunnlaun upp á tæpar 876 þúsund krónur. Alþingi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar og seðlabankastjóri eru launahæstu embættismenn ríkisins. Eftir ákvörðun kjararáðs um afturvirka 9,3 prósenta hækkun launa frá 1. mars á þessu ári er forstjóri Landsvirkjunar með rúma 1,8 milljónir króna í laun og seðlabankastjóri með rúmlega 1,7 milljónir, að því er lesa má úr gögnum á vef kjararáðs. Grunnlaun beggja eru þó heldur lægri eða tæplega 1,1 milljón króna. Við þau bætast hins vegar 100 fastir yfirvinnutíma í mánuði hverjum hjá forstjóra Landsvirkjunar og 80 tímar hjá seðlabankastjóra. Forsætisráðherra er í fjórða sæti á listanum yfir launahæstu ríkisstarfsmennina sem undir kjararáð heyra. Hann er í hópi þeirra þingmanna sem vegna búsetu eiga rétt á rúmlega 131 þúsund króna greiðslu vegna húsnæðis- eða dvalarkostnaðar sem bætist við grunnlaun upp á tæplega 1,4 milljónir króna. Laun hans eru því ríflega 1,5 milljónir á mánuði. Í þriðja sætinu er hins vegar bankastjóri Landsbankans með tæplega 1,6 milljónir í laun, en inni í þeirri tölu eru 65 yfirvinnutímar á mánuði. Grunnlaun ráðherra eru eftir breytinguna tæplega 1,3 milljónir króna á mánuði, en fyrir utan forsætisráðherra eiga fjórir ráðherrar aðrir rétt á búsetustyrk, sem og allir þeir þingmenn sem búa utan Reykjavíkurkjördæmanna og Suðvesturkjördæmis. Grunnlaun þingmanna eru nú rétt rúmar 712 þúsund krónur, en níu þingmenn eru á þeim kjörum. Aðrir njóta viðbóta, svo sem vegna búsetu og fleiri þátta. Formenn flokka sem eru með þrjá þingmenn eða fleiri fá 50 prósenta álag á grunnlaun sín, eða sem svarar tæpum 360 þúsund krónum. Skráðir formenn Pírata, fyrst Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson nú, hafa hins vegar afþakkað þessa launauppbót þar sem titillinn sé formsatriði í þeim flokki. Laun annarra þingmanna geta svo hækkað gegni þeir stöðu formanns þingflokks, eða fastanefndar (um rúmar 107 þúsund krónur), varaformanns nefndar (rúm 72 þúsund), eða annars varaformanns (tæp 36 þúsund). Launin geta hins vegar bara tekið hækkun vegna eins þáttar (fyrir utan búsetustyrkinn). Þá fá ráðherrar ekki flokksformannshækkunina. Í samantektinni er ekki tekið tillit til sérstakra greiðslna annarra sem þingmenn gætu fengið, svo sem vegna síma, ferðalaga embættis eða veru í sérnefndum. Yfirferð á kjörum embættismanna annarra en þeirra sem þjóðkjörnir eru sýnir að þau eru nokkuð margvísleg, en í flestum tilvikum yfir grunnlaunum þingmanna. Þannig fær forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra enga fasta yfirvinnu á tæplega 732 þúsunda króna mánaðarlaun og forstöðumaður Fjölmenningarseturs sjö ofan á tæplega 685 þúsunda króna mánaðarlaun sem fara þannig í tæpar 740 þúsund krónur. Þá eru laun skólameistara framhaldsskóla misjöfn eftir stærð og námsframboði skólanna. Lægst, í pínulitlum skóla með takmarkað námsframboð, geta þau verið rúmar 855 þúsund krónur og eru þá innifaldir sex yfirvinnutímar í mánuði. Hæst, í stórum skóla með breitt námsframboð, geta þau orðið rúmlega 1,2 milljónir króna á mánuði með 36 yfirvinnutíma innifalda. Meðaltal ellefu þrepa (í fimm launaflokkum) sem skólameistarar geta fallið í hljóðar upp á tæplega 1,1 milljón í mánaðarlaun, eða grunnlaun upp á tæpar 876 þúsund krónur.
Alþingi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira