Mikil gremja eldri borgara út í stjórnvöld! Björgvin Guðmundsson skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Það er mikil óánægja í dag meðal aldraðra með kjörin! Sumir hafa ekki nóg fyrir brýnustu nauðsynjum. En aðrir, mjög stór hópur eldri borgara, hafa fyrir öllum helstu útgjöldum en verða að horfa í hverja krónu og eiga erfitt með að veita sér nokkuð. Eldri borgurum svíður mjög, að þegar þeir eru búnir með sína starfsævi og komnir á eftirlaunaaldur, skuli þeir ekki geta haft viðunandi kjör. Eldri borgarar eiga það svo sannarlega inni hjá þjóðfélaginu, að þeir geti átt áhyggjulaust ævikvöld.Það verður að gera eitthvað róttækt! Ég hef skrifað um kjaramál eldri borgara í mörg ár en aldrei fengið eins mikil viðbrögð við greinum mínum eins og á þessu ári. Aldraðir láta í ljós óánægju með kjör sín. Það er mikil ólga og undiralda í þjóðfélaginu vegna slæmra kjara og áhugaleysis stjórnvalda á högum eldri borgara. Margir aldraðir segja: Það verður að gera eitthvað róttækt, stjórnvöld hafa hundsað okkur nógu lengi. Við verðum að fara í mál við ríkið eða bjóða fram. Þannig er tónninn. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavik og nágrenni er nú að kanna með lögfræðingum hvort grundvöllur er fyrir því séð fara í mál við ríkið vegna slæmra kjara þeirra eldri borgara sem verst eru staddir. Væntanlega verður komin niðurstaða i það mál fyrir áramót.Endar ná ekki saman Einhleypur eldri borgari, ekkjumaður, kom að máli við mig. Hann hefur rétt rúmar 200 þúsund krónur til ráðstöfunar eftir skatt á mánuði, samanlagðan lífeyri frá almannatryggingum og lífeyri frá lífeyrissjóði. Hann er með 60 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði en vegna þess sætir hann skerðingu um 36 þúsund krónur mánaðarlega hjá Tryggingastofnun, þannig að hann fær ekki þar nema 156 þúsund krónur á mánuði eftir skatt í stað 192ja þúsunda króna. Af þessum rúmlega 200 þúsund krónum þarf hann að greiða öll sín útgjöld, mat, fatnað, húsnæðiskostnað, rafmagn og hita, lyf, lækniskostnað, gjafir, kostnað við rekstur á bíl og fleira. Endar ná ekki saman hjá honum. Hann kveðst ekki hafa efni á að hreyfa bílinn. Hann á yfirleitt ekki fyrir bensíni, svo bíllinn er oftast óhreyfður.Verður að neita sér um margt Maður þessi greip til þess ráðs í fjárhagsvandræðum sínum að taka yfirdráttarlán í banka. Það bjargaði honum um tíma en var skammgóður vermir enda gífurlegur kostnaður af slíkum lánum. Nú hefur bankinn gjaldfellt yfirdráttarlánið og maðurinn er í sömu erfiðleikum og áður. Hann verður alltaf að neita sér um eitthvað eða draga það. Stundum er það lækniskostnaður eða lyfjakostnaður en oftast bensín á bílinn. Hann á erfitt með að kaupa nokkrar gjafir.Getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu Þessi eldri borgari getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Í dag þykir sjálfsagt að hafa tölvu og bíl en það má heita, að þessi eldri borgari hafi hvorugt, þar eð hann getur lítið sem ekkert hreyft bílinn. Og hann hefur ekki efni á tölvu. Það er verið að brjóta mannréttindi á þessum eldri borgara. Samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar á ríkið að aðstoða elli- og örorkulífeyrisþega, ef þarf. Það þarf í þessu tilviki.Verið að níðast á eldri borgurum Þessi eldri borgari vill fara í mál við ríkið vegna þeirrar kjaraskerðingar, sem hann hefur orðið fyrir í tíð fyrri ríkisstjórnar og þeirrar, sem nú situr. Hann hefur leitað til lögmanns, sem kannar málið fyrir hann. Margir hugsa sjálfsagt eins. Eldri borgarar eru gramir út í stjórnvöld, þar eð það er verið að níðast á þeim. Stjórnvöldum finnst sjálfsagt að láta aldraða og öryrkja sitja á hakanum. Þó engin leið sé að framfleyta sér á þeim lága lífeyri, sem stjórnvöld skammta lífeyrisþegum (192 þúsund krónur á mánuði eftir skatt til einhleypinga) þá hreyfa stjórnvöld hvorki legg né lið til þess að laga ástandið. Þau segjast ætla að gera það næsta ár! Það er of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Það er mikil óánægja í dag meðal aldraðra með kjörin! Sumir hafa ekki nóg fyrir brýnustu nauðsynjum. En aðrir, mjög stór hópur eldri borgara, hafa fyrir öllum helstu útgjöldum en verða að horfa í hverja krónu og eiga erfitt með að veita sér nokkuð. Eldri borgurum svíður mjög, að þegar þeir eru búnir með sína starfsævi og komnir á eftirlaunaaldur, skuli þeir ekki geta haft viðunandi kjör. Eldri borgarar eiga það svo sannarlega inni hjá þjóðfélaginu, að þeir geti átt áhyggjulaust ævikvöld.Það verður að gera eitthvað róttækt! Ég hef skrifað um kjaramál eldri borgara í mörg ár en aldrei fengið eins mikil viðbrögð við greinum mínum eins og á þessu ári. Aldraðir láta í ljós óánægju með kjör sín. Það er mikil ólga og undiralda í þjóðfélaginu vegna slæmra kjara og áhugaleysis stjórnvalda á högum eldri borgara. Margir aldraðir segja: Það verður að gera eitthvað róttækt, stjórnvöld hafa hundsað okkur nógu lengi. Við verðum að fara í mál við ríkið eða bjóða fram. Þannig er tónninn. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavik og nágrenni er nú að kanna með lögfræðingum hvort grundvöllur er fyrir því séð fara í mál við ríkið vegna slæmra kjara þeirra eldri borgara sem verst eru staddir. Væntanlega verður komin niðurstaða i það mál fyrir áramót.Endar ná ekki saman Einhleypur eldri borgari, ekkjumaður, kom að máli við mig. Hann hefur rétt rúmar 200 þúsund krónur til ráðstöfunar eftir skatt á mánuði, samanlagðan lífeyri frá almannatryggingum og lífeyri frá lífeyrissjóði. Hann er með 60 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði en vegna þess sætir hann skerðingu um 36 þúsund krónur mánaðarlega hjá Tryggingastofnun, þannig að hann fær ekki þar nema 156 þúsund krónur á mánuði eftir skatt í stað 192ja þúsunda króna. Af þessum rúmlega 200 þúsund krónum þarf hann að greiða öll sín útgjöld, mat, fatnað, húsnæðiskostnað, rafmagn og hita, lyf, lækniskostnað, gjafir, kostnað við rekstur á bíl og fleira. Endar ná ekki saman hjá honum. Hann kveðst ekki hafa efni á að hreyfa bílinn. Hann á yfirleitt ekki fyrir bensíni, svo bíllinn er oftast óhreyfður.Verður að neita sér um margt Maður þessi greip til þess ráðs í fjárhagsvandræðum sínum að taka yfirdráttarlán í banka. Það bjargaði honum um tíma en var skammgóður vermir enda gífurlegur kostnaður af slíkum lánum. Nú hefur bankinn gjaldfellt yfirdráttarlánið og maðurinn er í sömu erfiðleikum og áður. Hann verður alltaf að neita sér um eitthvað eða draga það. Stundum er það lækniskostnaður eða lyfjakostnaður en oftast bensín á bílinn. Hann á erfitt með að kaupa nokkrar gjafir.Getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu Þessi eldri borgari getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Í dag þykir sjálfsagt að hafa tölvu og bíl en það má heita, að þessi eldri borgari hafi hvorugt, þar eð hann getur lítið sem ekkert hreyft bílinn. Og hann hefur ekki efni á tölvu. Það er verið að brjóta mannréttindi á þessum eldri borgara. Samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar á ríkið að aðstoða elli- og örorkulífeyrisþega, ef þarf. Það þarf í þessu tilviki.Verið að níðast á eldri borgurum Þessi eldri borgari vill fara í mál við ríkið vegna þeirrar kjaraskerðingar, sem hann hefur orðið fyrir í tíð fyrri ríkisstjórnar og þeirrar, sem nú situr. Hann hefur leitað til lögmanns, sem kannar málið fyrir hann. Margir hugsa sjálfsagt eins. Eldri borgarar eru gramir út í stjórnvöld, þar eð það er verið að níðast á þeim. Stjórnvöldum finnst sjálfsagt að láta aldraða og öryrkja sitja á hakanum. Þó engin leið sé að framfleyta sér á þeim lága lífeyri, sem stjórnvöld skammta lífeyrisþegum (192 þúsund krónur á mánuði eftir skatt til einhleypinga) þá hreyfa stjórnvöld hvorki legg né lið til þess að laga ástandið. Þau segjast ætla að gera það næsta ár! Það er of seint.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar