Starfsáætlun Alþingis í uppnámi Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2015 13:19 Annarri umræðu um fjárlög frestað fram í næstu viku. Stjórnarandstaðan reynir að tala frumvarp um Þróunarsamvinnustofnun út af borðinu. vísir/ernir Starfsáætlun Alþingis er komin úr skorðum og afar ólíklegt að þingstörfum ljúki á tilsettum tíma fyrir jól. Þingmenn ræddu Þróunarsamvinnustofnun fram undir miðnætti í nótt en stjórnarandstaðan reynir að koma í veg fyrir samþykkt frumvarps ríkisstjórnarinnar um að leggja hana niður. Níu þingfundardagar eru eftir af fram að jólaleyfi þingmanna samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þar er gert ráð fyrir að önnur umræða fjárlaga hefjist á morgun en nú liggur fyrir að svo verði ekki og umræðan fer sennilega ekki fram fyrr en í næstu viku. Stjórnarandstaðan er síðan staðráðin í að koma í veg fyrir að frumvarp Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að fella Þróunarsamvinnustofnun niður og færa verkefni hennar beint undir ráðuneytið nái fram að ganga. Stjórnaranstöðuflokkunum tókst þetta ætlunarverk sitt á þingi síðast liðinn vetur og ræðir málið nú í þaula í annarri umræðu sem stóð fram undir miðnætti í nótt án þess að henni yrði lokið. Haldnar hafa verið 44 ræður og gerðar 438 athugasemdir í umræðunni sem staðið hefur yfir í tuttugu og eina og hálfa klukkustund. Stjórnarliðar hafa nánast alfarið haldið sig frá umræðunni en utanríkisráðherra tók þó til máls síðdegis í gær. „Hérna hafa síðan komið alls konar dylgjur; það eigi að láta málaflokkinn fjara út, draga úr þróunaraðstoð og svo framvegis. Þetta er náttúrlega rangt; reyna að seilast í fjármagn Þróunarsamvinnustofnunar. Þetta er að sjálfsögðu líka rangt. Ástæðurnar fyrir þessu eru einfaldlega þær, að þær eru faglegs eðlis. Við teljum að við náum út betri þróunarsamvinnu með því að gera þetta með þessum hætti,“ sagði Gunnar Bragi. Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagði rétt áður en hlé var gert á umræðunni í gærkvöldi að hann fagnaði því hvað umræðan hefði verið ítarleg. „Vegna þess að þetta er góð umræða og hún dýpkar eftir því sem á líður. Það sem meira er, sem kemur kannski ekki alltaf fyrir, að hún hefur verið að dýpka eftir því sem líður hér fram á kvöldið,“ sagði Óttar og bætti skömmu síðar við að það væru margar hliðar á þessu máli. „En ég held að það sé mikilvægt að horfa til þess að Þróunarsamvinnnustofnun er fyrirmyndar stofnun. Þróunarsamvinnustofnun hefur fengið bestu meðmæli fyrir sína starfsemi. Fyrir það hvernig hún hefur þróað sína starfsemi og gert hana skilvirkari á hinum siðari árum,“ sagði Óttar. Katrín Júlíusdóttir var ein margra þingmanna stjórnarandstöðunnar sem tók undir þessi orð formanns Bjartrar framtíðar. „Og þá er maður ekki að segja að það sé vegna þess að starfsmenn í ráðuneytum séu eitthvað ófaglegir. Nei, heldur að þegar verkefnin eru komin svona nálægt hinu pólitíska valdi er hætt við því að prívat áherslur hvers tíma geti farið að ráða ríkjum frekar en hrein fagmennska þar sem fagmennirnir eru varðir með stofnun utanum sig,“ sagði Katrín Júlíusdóttir. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Starfsáætlun Alþingis er komin úr skorðum og afar ólíklegt að þingstörfum ljúki á tilsettum tíma fyrir jól. Þingmenn ræddu Þróunarsamvinnustofnun fram undir miðnætti í nótt en stjórnarandstaðan reynir að koma í veg fyrir samþykkt frumvarps ríkisstjórnarinnar um að leggja hana niður. Níu þingfundardagar eru eftir af fram að jólaleyfi þingmanna samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Þar er gert ráð fyrir að önnur umræða fjárlaga hefjist á morgun en nú liggur fyrir að svo verði ekki og umræðan fer sennilega ekki fram fyrr en í næstu viku. Stjórnarandstaðan er síðan staðráðin í að koma í veg fyrir að frumvarp Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að fella Þróunarsamvinnustofnun niður og færa verkefni hennar beint undir ráðuneytið nái fram að ganga. Stjórnaranstöðuflokkunum tókst þetta ætlunarverk sitt á þingi síðast liðinn vetur og ræðir málið nú í þaula í annarri umræðu sem stóð fram undir miðnætti í nótt án þess að henni yrði lokið. Haldnar hafa verið 44 ræður og gerðar 438 athugasemdir í umræðunni sem staðið hefur yfir í tuttugu og eina og hálfa klukkustund. Stjórnarliðar hafa nánast alfarið haldið sig frá umræðunni en utanríkisráðherra tók þó til máls síðdegis í gær. „Hérna hafa síðan komið alls konar dylgjur; það eigi að láta málaflokkinn fjara út, draga úr þróunaraðstoð og svo framvegis. Þetta er náttúrlega rangt; reyna að seilast í fjármagn Þróunarsamvinnustofnunar. Þetta er að sjálfsögðu líka rangt. Ástæðurnar fyrir þessu eru einfaldlega þær, að þær eru faglegs eðlis. Við teljum að við náum út betri þróunarsamvinnu með því að gera þetta með þessum hætti,“ sagði Gunnar Bragi. Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagði rétt áður en hlé var gert á umræðunni í gærkvöldi að hann fagnaði því hvað umræðan hefði verið ítarleg. „Vegna þess að þetta er góð umræða og hún dýpkar eftir því sem á líður. Það sem meira er, sem kemur kannski ekki alltaf fyrir, að hún hefur verið að dýpka eftir því sem líður hér fram á kvöldið,“ sagði Óttar og bætti skömmu síðar við að það væru margar hliðar á þessu máli. „En ég held að það sé mikilvægt að horfa til þess að Þróunarsamvinnnustofnun er fyrirmyndar stofnun. Þróunarsamvinnustofnun hefur fengið bestu meðmæli fyrir sína starfsemi. Fyrir það hvernig hún hefur þróað sína starfsemi og gert hana skilvirkari á hinum siðari árum,“ sagði Óttar. Katrín Júlíusdóttir var ein margra þingmanna stjórnarandstöðunnar sem tók undir þessi orð formanns Bjartrar framtíðar. „Og þá er maður ekki að segja að það sé vegna þess að starfsmenn í ráðuneytum séu eitthvað ófaglegir. Nei, heldur að þegar verkefnin eru komin svona nálægt hinu pólitíska valdi er hætt við því að prívat áherslur hvers tíma geti farið að ráða ríkjum frekar en hrein fagmennska þar sem fagmennirnir eru varðir með stofnun utanum sig,“ sagði Katrín Júlíusdóttir.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira