Segir leiðtoga Tyrklands stuðla að íslam-væðingu landsins Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2015 10:57 Putin segir að báðir flugmennirnir og þeir sem komu að björgunaraðgerðum verði heiðraðir. Vísir/EPA Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir að leiðtogar Tyrklands styðji við íslam-væðingu landsins. Hann sagði að rússneskir borgarar í Tyrklandi séu mögulega í hættu. Rússar stefna nú að því að koma fyrir öflugum loftvörnum í kringum herstöð sína í Sýrlandi. Samkvæmt frétt rússneska ríkismiðilsins TASS tók Putin þó fram að hann væri að tala um að Tyrkir styddu ákveðnar öfgahliðar íslam, sem hann sagði vera göfuga trú sem studd væri að rússneska ríkinu. Enda væri hún ein af hefðbundnum trúum Rússlands. „Við sjáum, og ekki bara við, að núverandi leiðtogar Tyrklands hafa um árabil sóst markvisst eftir íslam-væðingu landsins,“ er haft eftir Putin á vef TASS.Auka varnir í Sýrlandi Putin hefur tilkynnt að Rússar muni ekki beita hernaðarlegum aðgerðum gegn Tyrklandi vegna herþotunnar sem var skotin niður í gær. Varnarmálaráðuneyti landsins tilkynnti þó í dag að öflugum loftvörnum verður komið fyrir við herstöð Rússa í Sýrlandi til að verja flugvélar þeirra.Sjá einnig: Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð Einnig verður herskipi komið fyrir við strendur landsins. Þar að auki munu orrustuþotur nú fylgja sprengjuvélum í verkefni yfir Sýrlandi. Á vef Bloomberg segir að í tilkynningu ráðuneytisins sé tekið fram að „öllum skotmörkum sem ógni Rússum verði eytt“. Meðal loftvarna sem um ræðir eru S-400 Triumph kerfin, sem hönnuð eru til að granda flugvélum í allt að 400 kílómetra fjarlægð. Rússar hafa aukið gagnrýuni sína á Tyrkland í dag og sagði Dmitry Medvedev, forsætisráðherra, að aðgerðir Tyrkja væru glæpsamlegar. Þá sýndu þær að Tyrkir styðji Íslamska ríkið og sagði hann að bein fjárhagsleg tengsl væru á milli ISIS og Tyrklands. Flugmaður vélarinnar sem lét skotinn var til bana af vígamönnum eftir að vélin var skotin niður, mun fá titilinn Hetja Rússlands, samkvæmt Putin. Hinn flugmaðurinn, sem og þeir sem komu að björgunaraðgerðinni, verða einnig heiðraðir. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir að leiðtogar Tyrklands styðji við íslam-væðingu landsins. Hann sagði að rússneskir borgarar í Tyrklandi séu mögulega í hættu. Rússar stefna nú að því að koma fyrir öflugum loftvörnum í kringum herstöð sína í Sýrlandi. Samkvæmt frétt rússneska ríkismiðilsins TASS tók Putin þó fram að hann væri að tala um að Tyrkir styddu ákveðnar öfgahliðar íslam, sem hann sagði vera göfuga trú sem studd væri að rússneska ríkinu. Enda væri hún ein af hefðbundnum trúum Rússlands. „Við sjáum, og ekki bara við, að núverandi leiðtogar Tyrklands hafa um árabil sóst markvisst eftir íslam-væðingu landsins,“ er haft eftir Putin á vef TASS.Auka varnir í Sýrlandi Putin hefur tilkynnt að Rússar muni ekki beita hernaðarlegum aðgerðum gegn Tyrklandi vegna herþotunnar sem var skotin niður í gær. Varnarmálaráðuneyti landsins tilkynnti þó í dag að öflugum loftvörnum verður komið fyrir við herstöð Rússa í Sýrlandi til að verja flugvélar þeirra.Sjá einnig: Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð Einnig verður herskipi komið fyrir við strendur landsins. Þar að auki munu orrustuþotur nú fylgja sprengjuvélum í verkefni yfir Sýrlandi. Á vef Bloomberg segir að í tilkynningu ráðuneytisins sé tekið fram að „öllum skotmörkum sem ógni Rússum verði eytt“. Meðal loftvarna sem um ræðir eru S-400 Triumph kerfin, sem hönnuð eru til að granda flugvélum í allt að 400 kílómetra fjarlægð. Rússar hafa aukið gagnrýuni sína á Tyrkland í dag og sagði Dmitry Medvedev, forsætisráðherra, að aðgerðir Tyrkja væru glæpsamlegar. Þá sýndu þær að Tyrkir styðji Íslamska ríkið og sagði hann að bein fjárhagsleg tengsl væru á milli ISIS og Tyrklands. Flugmaður vélarinnar sem lét skotinn var til bana af vígamönnum eftir að vélin var skotin niður, mun fá titilinn Hetja Rússlands, samkvæmt Putin. Hinn flugmaðurinn, sem og þeir sem komu að björgunaraðgerðinni, verða einnig heiðraðir.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira