Rússnesku flugmennirnir skotnir á leið til jarðar í fallhlífum Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Þeir Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti hittust á leiðtogafundi í Tyrklandi fyrir rúmri viku. Vísir/EPA Uppreisnarmenn úr sveitum Túrkmena í Sýrlandi drápu tvo rússneska herflugmenn þegar þeir svifu til jarðar í fallhlífum sínum, eftir að Tyrkir höfðu skotið niður þotu þeirra. Túrkmenar hafa tekið þátt í uppreisninni gegn Bashar al Assad Sýrlandsforseta, en rússneski herinn hóf í haust loftárásir á uppreisnarsveitir í Sýrlandi. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að sprengja jafnt á yfirráðasvæðum hryðjuverkamanna og hófsamra uppreisnarmanna. Túrkmenar hafa notið aðstoðar frá Tyrklandi, og líta á Tyrki sem helstu bandamenn sína. „Við skutum flugmennina meðan þeir voru að lenda í fallhlífum sínum. Lík þeirra eru hérna,“ er haft eftir Alpaslan Celik, yfirmanni í uppreisnarsveitum Túrkmena í Sýrlandi, á fréttavef tyrkneska dagblaðsins Hurriyet. Hann fullyrðir að rússneska herþotan, sem skotin var niður, hafi gert árásir á sveitir Túrkmena. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sakaði í gær Tyrki um að aðstoða hryðjuverkamenn í Sýrlandi, eftir að tvær tyrkneskar herþotur skutu niður rússnesku herþotuna. Hann spurði enn fremur hvort Tyrkland vilji að Atlantshafsbandalagið þjóni Daish, samtökunum sem nefna sig Íslamskt ríki. Tyrkir segja rússnesku þotuna hafa farið án leyfis og án þess að ansa fyrirspurnum inn í tyrkneska lofthelgi. Rússneskar herþotur hafi raunar gert þetta ítrekað undanfarnar vikur. Pútín segir að þetta atvik muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti ríkjanna tveggja. „Við munum aldrei líða slík grimmdarverk,“ sagði Pútín. Tyrkir og Rússar hafa haft mikil efnahagsleg tengsl. Rússland er það ríki sem Tyrkland á í mestum viðskiptum við, næst á eftir Þýskalandi. Túrkmenar búa flestir í Mið-Asíuríkinu Túrkmenistan, en þeir búa einnig í fleiri ríkjum Mið-Asíu og Mið-Austurlanda, þar á meðal Sýrlandi þar sem þeir eru taldir vera allt að ein milljón og þar með einn stærsti minnihlutahópur landsins. Rússland Sýrland Túrkmenistan Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Uppreisnarmenn úr sveitum Túrkmena í Sýrlandi drápu tvo rússneska herflugmenn þegar þeir svifu til jarðar í fallhlífum sínum, eftir að Tyrkir höfðu skotið niður þotu þeirra. Túrkmenar hafa tekið þátt í uppreisninni gegn Bashar al Assad Sýrlandsforseta, en rússneski herinn hóf í haust loftárásir á uppreisnarsveitir í Sýrlandi. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að sprengja jafnt á yfirráðasvæðum hryðjuverkamanna og hófsamra uppreisnarmanna. Túrkmenar hafa notið aðstoðar frá Tyrklandi, og líta á Tyrki sem helstu bandamenn sína. „Við skutum flugmennina meðan þeir voru að lenda í fallhlífum sínum. Lík þeirra eru hérna,“ er haft eftir Alpaslan Celik, yfirmanni í uppreisnarsveitum Túrkmena í Sýrlandi, á fréttavef tyrkneska dagblaðsins Hurriyet. Hann fullyrðir að rússneska herþotan, sem skotin var niður, hafi gert árásir á sveitir Túrkmena. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sakaði í gær Tyrki um að aðstoða hryðjuverkamenn í Sýrlandi, eftir að tvær tyrkneskar herþotur skutu niður rússnesku herþotuna. Hann spurði enn fremur hvort Tyrkland vilji að Atlantshafsbandalagið þjóni Daish, samtökunum sem nefna sig Íslamskt ríki. Tyrkir segja rússnesku þotuna hafa farið án leyfis og án þess að ansa fyrirspurnum inn í tyrkneska lofthelgi. Rússneskar herþotur hafi raunar gert þetta ítrekað undanfarnar vikur. Pútín segir að þetta atvik muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti ríkjanna tveggja. „Við munum aldrei líða slík grimmdarverk,“ sagði Pútín. Tyrkir og Rússar hafa haft mikil efnahagsleg tengsl. Rússland er það ríki sem Tyrkland á í mestum viðskiptum við, næst á eftir Þýskalandi. Túrkmenar búa flestir í Mið-Asíuríkinu Túrkmenistan, en þeir búa einnig í fleiri ríkjum Mið-Asíu og Mið-Austurlanda, þar á meðal Sýrlandi þar sem þeir eru taldir vera allt að ein milljón og þar með einn stærsti minnihlutahópur landsins.
Rússland Sýrland Túrkmenistan Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira