Fyrrum NFL-stjarna vill komast til Ríó sem þrístökkvari | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. nóvember 2015 22:45 David Wilson. Vísir/Getty David Wilson, fyrrum leikmaður New York Giants í NFL-deildinni, hefur sett sér það markmið að komast í keppnislið Bandaríkjanna í þrístökki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Wilson var aðeins 23 ára þegar hann neyddist til að hætta í NFL-deildinni vegna alvarlegra meiðsla á háls og hrygg. Hann hlaut meiðslin í leik gegn Philadelphia Eagles snemma á sínu öðru tímabili í deildinni, haustið 2013. Fylgst er með Wilson í heimildamynd sem má sjá hér en þar segir hann að frjálsíþróttir hafi ávallt verið í miklum metum hjá sér og hann dreymir nú um að verða einn besti þrístökkvari Bandaríkjanna og keppa fyrir hönd þjóðar sinnar á Ólympíuleikum. Úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana fer fram í Bandaríkjunum næsta sumar, um mánuði fyrir leikana í Ríó sem hefjast í byrjun ágúst. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi fer Wilson vel af stað en ljóst er að hann þarf þó að bæta sig mikið til að eiga möguleika á að komast alla leið til Brasilíu. Goodwin stekkur á leikunum í Lundúnum.Vísir/Getty Hann er ekki eini NFL-leikmaðurinn sem hefur einnig látið til sín taka í frjálsíþróttum en Marquise Goodwin, útherji hjá Buffalo Bills, keppti fyrir Bandaríkin í langstökki á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Goodwin endaði í tíunda sæti í greininni en hann setti frjálsíþróttirnar til hliðar þegar NFL-ferillinn hófst árið 2013. Hann reyndi fyrir sér aftur í langstökki síðastliðið sumar og freistaði þess að komast í lið Bandaríkjanna fyrir HM en það tókst ekki. Hann vann engu síður til silfurverðlauna á Ameríkuleikunum stuttu síðar þegar hann stökk 8,27 m. NFL Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
David Wilson, fyrrum leikmaður New York Giants í NFL-deildinni, hefur sett sér það markmið að komast í keppnislið Bandaríkjanna í þrístökki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Wilson var aðeins 23 ára þegar hann neyddist til að hætta í NFL-deildinni vegna alvarlegra meiðsla á háls og hrygg. Hann hlaut meiðslin í leik gegn Philadelphia Eagles snemma á sínu öðru tímabili í deildinni, haustið 2013. Fylgst er með Wilson í heimildamynd sem má sjá hér en þar segir hann að frjálsíþróttir hafi ávallt verið í miklum metum hjá sér og hann dreymir nú um að verða einn besti þrístökkvari Bandaríkjanna og keppa fyrir hönd þjóðar sinnar á Ólympíuleikum. Úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana fer fram í Bandaríkjunum næsta sumar, um mánuði fyrir leikana í Ríó sem hefjast í byrjun ágúst. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi fer Wilson vel af stað en ljóst er að hann þarf þó að bæta sig mikið til að eiga möguleika á að komast alla leið til Brasilíu. Goodwin stekkur á leikunum í Lundúnum.Vísir/Getty Hann er ekki eini NFL-leikmaðurinn sem hefur einnig látið til sín taka í frjálsíþróttum en Marquise Goodwin, útherji hjá Buffalo Bills, keppti fyrir Bandaríkin í langstökki á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Goodwin endaði í tíunda sæti í greininni en hann setti frjálsíþróttirnar til hliðar þegar NFL-ferillinn hófst árið 2013. Hann reyndi fyrir sér aftur í langstökki síðastliðið sumar og freistaði þess að komast í lið Bandaríkjanna fyrir HM en það tókst ekki. Hann vann engu síður til silfurverðlauna á Ameríkuleikunum stuttu síðar þegar hann stökk 8,27 m.
NFL Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira