Vonast til að fiskeldið hleypi þrótti í byggðir Austurlands Kristján Már Unnarsson skrifar 23. nóvember 2015 21:30 Fiskeldi Austfjarða sér fram á enn frekari uppbyggingu laxeldis og fjölgun starfa á Djúpavogi eftir að eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs keypti helmingshlut í starfseminni. Við höfum séð fiskeldi hleypa nýjum þrótti í byggðir á Vestfjörðum á undanförnum árum. Svo virðist sem hið sama geti gerst á Austfjörðum, - að minnsta kosti miðað við þau umsvif sem sjást um þessar mundir í Berufirði.Frá eldiskvíum Fiskeldis Austfjarða á Berufirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við erum, myndi ég segja, svona tveimur árum á eftir Vestfirðingunum og vonumst til að geta haft álíka áhrif og hafa verið fyrir vestan,“ segir Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Það er allavega markmiðið. Við viljum frekar að hlutirnir gerist heldur en að segja að þeir muni gerast.“ Það hefur raunar ekki gengið þrautalaust hjá Fiskeldi Austfjarða að byggja upp starfsemina undanfarin þrjú ár. En nú segir Guðmundur að stór áfangi hafi náðst með innkomu norska fyrirtækisins MNH-Holding. „Við erum að fá traustan aðila sem fjárfestir í félaginu hjá okkur og er með gífurlega reynslu við eldi.“Eldisfiskurinn er unninn í fiskvinnslu Búlandstinds á Djúpavogi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fiskeldi Austfjarða gerðist í fyrra helmingseigandi í Búlandstindi, sem vinnur eldisfiskinn, en með því tókst með öðru að verja fiskvinnslu á Djúpavogi. Guðmundur segir að með vinnslunni, sem hófst um áramótin, hafi starfsfólki þegar fjölgað um 30 manns og býst einnig við fjölgun starfa á næsta ári, kannski um 10-20 manns. Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, segir að ekki sjái fyrir endann á því hvað uppbygging fiskeldis geti orðið hröð. „Ég ætla bara að vona að mönnum takist vel til í þessum efnum,“ segir oddvitinn. Guðmundur segir Fiskeldi Austfjarða einstaklega heppið að allir innviðir skuli vera til staðar á Djúpavogi. Þar séu til dæmis rafvirkjar, fiskvinnsla, blikksmiðir og járniðnaðarmenn. Fyrirtækið hafi nánast ekkert þurft að sækja út fyrir Djúpavog í uppbyggingunni. „Hér eru öll skilyrði til fiskeldis eins og best verður á kosið,“ segir Andrés oddviti.Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 MNH Holding kaupir í Fiskeldi Austfjarða Við þessa breytingu er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum. 13. nóvember 2015 13:28 Norskir kaupa í laxeldi á Austurlandi Norska eignarhaldsfyrirtækið MNH Holding AS kaupir 50% í Fiskeldi Austfjarða. Stefnt á stóraukið eldi á laxi í sjókvíum í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Stefnt er að 24.000 tonna framleiðslu á næstu árum. 14. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fiskeldi Austfjarða sér fram á enn frekari uppbyggingu laxeldis og fjölgun starfa á Djúpavogi eftir að eitt reyndasta eldisfyrirtæki Noregs keypti helmingshlut í starfseminni. Við höfum séð fiskeldi hleypa nýjum þrótti í byggðir á Vestfjörðum á undanförnum árum. Svo virðist sem hið sama geti gerst á Austfjörðum, - að minnsta kosti miðað við þau umsvif sem sjást um þessar mundir í Berufirði.Frá eldiskvíum Fiskeldis Austfjarða á Berufirði.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við erum, myndi ég segja, svona tveimur árum á eftir Vestfirðingunum og vonumst til að geta haft álíka áhrif og hafa verið fyrir vestan,“ segir Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Það er allavega markmiðið. Við viljum frekar að hlutirnir gerist heldur en að segja að þeir muni gerast.“ Það hefur raunar ekki gengið þrautalaust hjá Fiskeldi Austfjarða að byggja upp starfsemina undanfarin þrjú ár. En nú segir Guðmundur að stór áfangi hafi náðst með innkomu norska fyrirtækisins MNH-Holding. „Við erum að fá traustan aðila sem fjárfestir í félaginu hjá okkur og er með gífurlega reynslu við eldi.“Eldisfiskurinn er unninn í fiskvinnslu Búlandstinds á Djúpavogi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fiskeldi Austfjarða gerðist í fyrra helmingseigandi í Búlandstindi, sem vinnur eldisfiskinn, en með því tókst með öðru að verja fiskvinnslu á Djúpavogi. Guðmundur segir að með vinnslunni, sem hófst um áramótin, hafi starfsfólki þegar fjölgað um 30 manns og býst einnig við fjölgun starfa á næsta ári, kannski um 10-20 manns. Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, segir að ekki sjái fyrir endann á því hvað uppbygging fiskeldis geti orðið hröð. „Ég ætla bara að vona að mönnum takist vel til í þessum efnum,“ segir oddvitinn. Guðmundur segir Fiskeldi Austfjarða einstaklega heppið að allir innviðir skuli vera til staðar á Djúpavogi. Þar séu til dæmis rafvirkjar, fiskvinnsla, blikksmiðir og járniðnaðarmenn. Fyrirtækið hafi nánast ekkert þurft að sækja út fyrir Djúpavog í uppbyggingunni. „Hér eru öll skilyrði til fiskeldis eins og best verður á kosið,“ segir Andrés oddviti.Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 MNH Holding kaupir í Fiskeldi Austfjarða Við þessa breytingu er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum. 13. nóvember 2015 13:28 Norskir kaupa í laxeldi á Austurlandi Norska eignarhaldsfyrirtækið MNH Holding AS kaupir 50% í Fiskeldi Austfjarða. Stefnt á stóraukið eldi á laxi í sjókvíum í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Stefnt er að 24.000 tonna framleiðslu á næstu árum. 14. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45
MNH Holding kaupir í Fiskeldi Austfjarða Við þessa breytingu er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum. 13. nóvember 2015 13:28
Norskir kaupa í laxeldi á Austurlandi Norska eignarhaldsfyrirtækið MNH Holding AS kaupir 50% í Fiskeldi Austfjarða. Stefnt á stóraukið eldi á laxi í sjókvíum í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Stefnt er að 24.000 tonna framleiðslu á næstu árum. 14. nóvember 2015 07:00