Slást um veitingakvótann á Laugavegi Sæunn Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2015 07:00 Veitingahúsið Asía hefur verið starfrækt við Laugaveg í 27 ár. Fréttablaðið/Anton Brink Búið er að fylla veitingareksturskvótann á miðborgarsvæðinu og því er hart keppt um að fá veitingarými. Dæmi eru um að herjað sé á veitingamenn á Laugaveginum til að gefa pláss sitt eftir fyrir annan veitingarekstur. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir vandamálið ekki nýtt en að það hafi magnast.Sjá einnig:Nam á Laugavegi tilbúinn en má ekki opna Veitingarekstur má ekki fara yfir 30 prósenta hlutfall af rýmum í borginni á miðborgarsvæði samkvæmt ákvæði í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030. Meðal þeirra sem hafa fundið fyrir áhuga annarra aðila á starfsemi sinni eru eigendur veitingastaðarins Asíu, sem rekin hefur verið við Laugaveg í 27 ár. Óli Kárason Tran, sonur eiganda Asíu, segir að mjög margir hafi sýnt því áhuga að komast yfir húsnæði þeirra í gegnum tíðina. Um þessar mundir er verið að ræða málin við aðila sem áhuga hafa á því. Óli vill hins vegar ekki tjá sig frekar um viðræðurnar. Björn Blöndal segir þetta ekki nýtt vandamál en að það hafi magnast. Fréttablaðið/Pjetur „Það er sótt að veitingamönnum á Laugaveginum í að gefa plássið sitt eftir fyrir annan rekstur vegna þess að það er erfitt að koma nýir inn. Þá er verið að herja á þá sem eru fyrir og athuga hvort sé einhver möguleiki að tala saman. Menn tala saman á hverjum degi,“ segir Óli. Hann segir kvótann á veitingarekstri spila þarna inn í. „Skýrasta dæmið um hversu erfitt er að fá veitingaleyfi er Nam hérna fyrir ofan okkur. Auðvitað er þetta eftirsóttur staður og starfsumhverfið hefur snarbatnað með tilkomu erlendra ferðamanna á öllum tímum,“ segir Óli. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir þetta aðstæður sem borgin sé meðvituð um. „Það er búið að vera nóg að gera hjá veitingastöðum á Laugavegi í mjög langan tíma, að því leytinu til hefur ástandið ekki breyst en það hefur magnast,“ segir Björn. Björn segir engin áform um að breyta kvótanum. „Auðvitað væri það þannig að ef ekki hefði verið settur kvóti á sínum tíma, þá gætum við nokkurn veginn gengið út frá því að það væru bara veitingastaðir á Laugavegi. Þetta var gert á sínum tíma til þess að verja verslun og halda fjölbreytni. Þessi staða sem ríkir núna gerir ekkert annað en að undirstrika að sú þörf sé enn þá fyrir hendi,“ segir Björn. „Það sem væri mest virði fyrir borgina og borgarbúa væri að þessi eftirspurn myndi þrýsta veitingarekstri aðeins meira út í jaðra miðborgar, teygja á miðborginni og stækka svæðið.“ Tengdar fréttir Eigendur Nam íhuga að fela staðinn við Laugaveg Veitingastaðurinn Nam við Laugaveg má enn ekki opna þrátt fyrir að allt sé til reiðu. 24. október 2015 19:30 Veitingastaðurinn Nam enn ekki verið opnaður Veitingastaðurinn Nam á Laugavegi hefur enn ekki verið opnaður. Eins og Markaðurinn greindi frá fyrir hálfu mánuðum hefur staðurinn verið innréttaður. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar kom hins vegar í veg fyrir að staðurinn yrði opnaður. Hann benti á skilyrði frá skipulagsnefnd um að veitingasalan mætti ekki sjást frá framhlið hússins. 24. september 2015 07:00 Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna "Ég hef aldrei heyrt um svona skilyrði áður,“ segir eigandi staðarins sem á þó hlut í tuttugu veitingastöðum. 28. ágúst 2015 13:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Búið er að fylla veitingareksturskvótann á miðborgarsvæðinu og því er hart keppt um að fá veitingarými. Dæmi eru um að herjað sé á veitingamenn á Laugaveginum til að gefa pláss sitt eftir fyrir annan veitingarekstur. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir vandamálið ekki nýtt en að það hafi magnast.Sjá einnig:Nam á Laugavegi tilbúinn en má ekki opna Veitingarekstur má ekki fara yfir 30 prósenta hlutfall af rýmum í borginni á miðborgarsvæði samkvæmt ákvæði í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030. Meðal þeirra sem hafa fundið fyrir áhuga annarra aðila á starfsemi sinni eru eigendur veitingastaðarins Asíu, sem rekin hefur verið við Laugaveg í 27 ár. Óli Kárason Tran, sonur eiganda Asíu, segir að mjög margir hafi sýnt því áhuga að komast yfir húsnæði þeirra í gegnum tíðina. Um þessar mundir er verið að ræða málin við aðila sem áhuga hafa á því. Óli vill hins vegar ekki tjá sig frekar um viðræðurnar. Björn Blöndal segir þetta ekki nýtt vandamál en að það hafi magnast. Fréttablaðið/Pjetur „Það er sótt að veitingamönnum á Laugaveginum í að gefa plássið sitt eftir fyrir annan rekstur vegna þess að það er erfitt að koma nýir inn. Þá er verið að herja á þá sem eru fyrir og athuga hvort sé einhver möguleiki að tala saman. Menn tala saman á hverjum degi,“ segir Óli. Hann segir kvótann á veitingarekstri spila þarna inn í. „Skýrasta dæmið um hversu erfitt er að fá veitingaleyfi er Nam hérna fyrir ofan okkur. Auðvitað er þetta eftirsóttur staður og starfsumhverfið hefur snarbatnað með tilkomu erlendra ferðamanna á öllum tímum,“ segir Óli. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir þetta aðstæður sem borgin sé meðvituð um. „Það er búið að vera nóg að gera hjá veitingastöðum á Laugavegi í mjög langan tíma, að því leytinu til hefur ástandið ekki breyst en það hefur magnast,“ segir Björn. Björn segir engin áform um að breyta kvótanum. „Auðvitað væri það þannig að ef ekki hefði verið settur kvóti á sínum tíma, þá gætum við nokkurn veginn gengið út frá því að það væru bara veitingastaðir á Laugavegi. Þetta var gert á sínum tíma til þess að verja verslun og halda fjölbreytni. Þessi staða sem ríkir núna gerir ekkert annað en að undirstrika að sú þörf sé enn þá fyrir hendi,“ segir Björn. „Það sem væri mest virði fyrir borgina og borgarbúa væri að þessi eftirspurn myndi þrýsta veitingarekstri aðeins meira út í jaðra miðborgar, teygja á miðborginni og stækka svæðið.“
Tengdar fréttir Eigendur Nam íhuga að fela staðinn við Laugaveg Veitingastaðurinn Nam við Laugaveg má enn ekki opna þrátt fyrir að allt sé til reiðu. 24. október 2015 19:30 Veitingastaðurinn Nam enn ekki verið opnaður Veitingastaðurinn Nam á Laugavegi hefur enn ekki verið opnaður. Eins og Markaðurinn greindi frá fyrir hálfu mánuðum hefur staðurinn verið innréttaður. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar kom hins vegar í veg fyrir að staðurinn yrði opnaður. Hann benti á skilyrði frá skipulagsnefnd um að veitingasalan mætti ekki sjást frá framhlið hússins. 24. september 2015 07:00 Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna "Ég hef aldrei heyrt um svona skilyrði áður,“ segir eigandi staðarins sem á þó hlut í tuttugu veitingastöðum. 28. ágúst 2015 13:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Eigendur Nam íhuga að fela staðinn við Laugaveg Veitingastaðurinn Nam við Laugaveg má enn ekki opna þrátt fyrir að allt sé til reiðu. 24. október 2015 19:30
Veitingastaðurinn Nam enn ekki verið opnaður Veitingastaðurinn Nam á Laugavegi hefur enn ekki verið opnaður. Eins og Markaðurinn greindi frá fyrir hálfu mánuðum hefur staðurinn verið innréttaður. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar kom hins vegar í veg fyrir að staðurinn yrði opnaður. Hann benti á skilyrði frá skipulagsnefnd um að veitingasalan mætti ekki sjást frá framhlið hússins. 24. september 2015 07:00
Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna "Ég hef aldrei heyrt um svona skilyrði áður,“ segir eigandi staðarins sem á þó hlut í tuttugu veitingastöðum. 28. ágúst 2015 13:30