Slást um veitingakvótann á Laugavegi Sæunn Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2015 07:00 Veitingahúsið Asía hefur verið starfrækt við Laugaveg í 27 ár. Fréttablaðið/Anton Brink Búið er að fylla veitingareksturskvótann á miðborgarsvæðinu og því er hart keppt um að fá veitingarými. Dæmi eru um að herjað sé á veitingamenn á Laugaveginum til að gefa pláss sitt eftir fyrir annan veitingarekstur. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir vandamálið ekki nýtt en að það hafi magnast.Sjá einnig:Nam á Laugavegi tilbúinn en má ekki opna Veitingarekstur má ekki fara yfir 30 prósenta hlutfall af rýmum í borginni á miðborgarsvæði samkvæmt ákvæði í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030. Meðal þeirra sem hafa fundið fyrir áhuga annarra aðila á starfsemi sinni eru eigendur veitingastaðarins Asíu, sem rekin hefur verið við Laugaveg í 27 ár. Óli Kárason Tran, sonur eiganda Asíu, segir að mjög margir hafi sýnt því áhuga að komast yfir húsnæði þeirra í gegnum tíðina. Um þessar mundir er verið að ræða málin við aðila sem áhuga hafa á því. Óli vill hins vegar ekki tjá sig frekar um viðræðurnar. Björn Blöndal segir þetta ekki nýtt vandamál en að það hafi magnast. Fréttablaðið/Pjetur „Það er sótt að veitingamönnum á Laugaveginum í að gefa plássið sitt eftir fyrir annan rekstur vegna þess að það er erfitt að koma nýir inn. Þá er verið að herja á þá sem eru fyrir og athuga hvort sé einhver möguleiki að tala saman. Menn tala saman á hverjum degi,“ segir Óli. Hann segir kvótann á veitingarekstri spila þarna inn í. „Skýrasta dæmið um hversu erfitt er að fá veitingaleyfi er Nam hérna fyrir ofan okkur. Auðvitað er þetta eftirsóttur staður og starfsumhverfið hefur snarbatnað með tilkomu erlendra ferðamanna á öllum tímum,“ segir Óli. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir þetta aðstæður sem borgin sé meðvituð um. „Það er búið að vera nóg að gera hjá veitingastöðum á Laugavegi í mjög langan tíma, að því leytinu til hefur ástandið ekki breyst en það hefur magnast,“ segir Björn. Björn segir engin áform um að breyta kvótanum. „Auðvitað væri það þannig að ef ekki hefði verið settur kvóti á sínum tíma, þá gætum við nokkurn veginn gengið út frá því að það væru bara veitingastaðir á Laugavegi. Þetta var gert á sínum tíma til þess að verja verslun og halda fjölbreytni. Þessi staða sem ríkir núna gerir ekkert annað en að undirstrika að sú þörf sé enn þá fyrir hendi,“ segir Björn. „Það sem væri mest virði fyrir borgina og borgarbúa væri að þessi eftirspurn myndi þrýsta veitingarekstri aðeins meira út í jaðra miðborgar, teygja á miðborginni og stækka svæðið.“ Tengdar fréttir Eigendur Nam íhuga að fela staðinn við Laugaveg Veitingastaðurinn Nam við Laugaveg má enn ekki opna þrátt fyrir að allt sé til reiðu. 24. október 2015 19:30 Veitingastaðurinn Nam enn ekki verið opnaður Veitingastaðurinn Nam á Laugavegi hefur enn ekki verið opnaður. Eins og Markaðurinn greindi frá fyrir hálfu mánuðum hefur staðurinn verið innréttaður. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar kom hins vegar í veg fyrir að staðurinn yrði opnaður. Hann benti á skilyrði frá skipulagsnefnd um að veitingasalan mætti ekki sjást frá framhlið hússins. 24. september 2015 07:00 Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna "Ég hef aldrei heyrt um svona skilyrði áður,“ segir eigandi staðarins sem á þó hlut í tuttugu veitingastöðum. 28. ágúst 2015 13:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Búið er að fylla veitingareksturskvótann á miðborgarsvæðinu og því er hart keppt um að fá veitingarými. Dæmi eru um að herjað sé á veitingamenn á Laugaveginum til að gefa pláss sitt eftir fyrir annan veitingarekstur. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir vandamálið ekki nýtt en að það hafi magnast.Sjá einnig:Nam á Laugavegi tilbúinn en má ekki opna Veitingarekstur má ekki fara yfir 30 prósenta hlutfall af rýmum í borginni á miðborgarsvæði samkvæmt ákvæði í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030. Meðal þeirra sem hafa fundið fyrir áhuga annarra aðila á starfsemi sinni eru eigendur veitingastaðarins Asíu, sem rekin hefur verið við Laugaveg í 27 ár. Óli Kárason Tran, sonur eiganda Asíu, segir að mjög margir hafi sýnt því áhuga að komast yfir húsnæði þeirra í gegnum tíðina. Um þessar mundir er verið að ræða málin við aðila sem áhuga hafa á því. Óli vill hins vegar ekki tjá sig frekar um viðræðurnar. Björn Blöndal segir þetta ekki nýtt vandamál en að það hafi magnast. Fréttablaðið/Pjetur „Það er sótt að veitingamönnum á Laugaveginum í að gefa plássið sitt eftir fyrir annan rekstur vegna þess að það er erfitt að koma nýir inn. Þá er verið að herja á þá sem eru fyrir og athuga hvort sé einhver möguleiki að tala saman. Menn tala saman á hverjum degi,“ segir Óli. Hann segir kvótann á veitingarekstri spila þarna inn í. „Skýrasta dæmið um hversu erfitt er að fá veitingaleyfi er Nam hérna fyrir ofan okkur. Auðvitað er þetta eftirsóttur staður og starfsumhverfið hefur snarbatnað með tilkomu erlendra ferðamanna á öllum tímum,“ segir Óli. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir þetta aðstæður sem borgin sé meðvituð um. „Það er búið að vera nóg að gera hjá veitingastöðum á Laugavegi í mjög langan tíma, að því leytinu til hefur ástandið ekki breyst en það hefur magnast,“ segir Björn. Björn segir engin áform um að breyta kvótanum. „Auðvitað væri það þannig að ef ekki hefði verið settur kvóti á sínum tíma, þá gætum við nokkurn veginn gengið út frá því að það væru bara veitingastaðir á Laugavegi. Þetta var gert á sínum tíma til þess að verja verslun og halda fjölbreytni. Þessi staða sem ríkir núna gerir ekkert annað en að undirstrika að sú þörf sé enn þá fyrir hendi,“ segir Björn. „Það sem væri mest virði fyrir borgina og borgarbúa væri að þessi eftirspurn myndi þrýsta veitingarekstri aðeins meira út í jaðra miðborgar, teygja á miðborginni og stækka svæðið.“
Tengdar fréttir Eigendur Nam íhuga að fela staðinn við Laugaveg Veitingastaðurinn Nam við Laugaveg má enn ekki opna þrátt fyrir að allt sé til reiðu. 24. október 2015 19:30 Veitingastaðurinn Nam enn ekki verið opnaður Veitingastaðurinn Nam á Laugavegi hefur enn ekki verið opnaður. Eins og Markaðurinn greindi frá fyrir hálfu mánuðum hefur staðurinn verið innréttaður. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar kom hins vegar í veg fyrir að staðurinn yrði opnaður. Hann benti á skilyrði frá skipulagsnefnd um að veitingasalan mætti ekki sjást frá framhlið hússins. 24. september 2015 07:00 Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna "Ég hef aldrei heyrt um svona skilyrði áður,“ segir eigandi staðarins sem á þó hlut í tuttugu veitingastöðum. 28. ágúst 2015 13:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Eigendur Nam íhuga að fela staðinn við Laugaveg Veitingastaðurinn Nam við Laugaveg má enn ekki opna þrátt fyrir að allt sé til reiðu. 24. október 2015 19:30
Veitingastaðurinn Nam enn ekki verið opnaður Veitingastaðurinn Nam á Laugavegi hefur enn ekki verið opnaður. Eins og Markaðurinn greindi frá fyrir hálfu mánuðum hefur staðurinn verið innréttaður. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar kom hins vegar í veg fyrir að staðurinn yrði opnaður. Hann benti á skilyrði frá skipulagsnefnd um að veitingasalan mætti ekki sjást frá framhlið hússins. 24. september 2015 07:00
Nam á Laugavegi alveg tilbúinn en má ekki opna "Ég hef aldrei heyrt um svona skilyrði áður,“ segir eigandi staðarins sem á þó hlut í tuttugu veitingastöðum. 28. ágúst 2015 13:30