Erlent

Sjálfstæði í hlýrra loftslagi á Grænlandi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Ísinn við Grænland bráðnar.
Ísinn við Grænland bráðnar. NORDICPHOTOS/AFP
Hlýnandi loftslag getur fært Grænlandi sjálfstæði. Þetta hefur Sænska dagblaðið eftir bandaríska blaðamanninum McKenzie Funk sem skrifaði bókina Windfall – the booming business of global warming.

Hann segir breytingarnar, sem bætt geta efnahag Grænlendinga, þegar hafnar. Dæmi um slíkt sé sinknáman Svarti engillinn sem aðeins er hægt að komast að frá hafi. Ísinn í firðinum sem náman er við hefur minnkað og þar með hefur námuvinnslan lengst um sex vikur. Jökullinn við námuna hefur jafnframt hopað og við það hefur meiri málmur fundist.

Funk segir svipað eiga sér stað á fleiri stöðum á Grænlandi og nefnir í því sambandi gullnámur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×