Listin að lifa saman
Við trúum því að fjölbreytileiki leysi ekki einungis úr læðingi sköpunarkraft í samfélaginu, heldur gegni mikilvægu hlutverki í þeirri list að lifa saman. Á þeirri trú byggjum við í Neskirkju og Félagi Horizon það samstarfsverkefni að halda Ashura-hátíð að tyrkneskum sið.
Markmiðið er að sýna fram á að hver samfélagshópur eigi sín litbrigði og sinn sess í samfélaginu. Með því að leggja saman litbrigði samfélagshópa skapast það sem við nefnum listina að lifa saman. Innblástur verkefnisins kemur frá Nóa spámanni. Þegar Nói fann loks þurrt land fagnaði hann með því að útbúa búðing með þeim ólíku hráefnum sem hann fann.
Þrátt fyrir að hráefnin hafi verið óvenjuleg og ólík að lit og lögun, var útkoman svo góð að hefðinni hefur verið viðhaldið til okkar daga.
Í Ashura-búðingnum, sem boðið verður upp á á hátíðinni, hefur hvert hráefni sitt sérkennandi bragð, sitt litbrigði og sín áhrif á bragðlauka og líkama þess sem neytir. Hvert hráefni er einstakt og hefur sín sérkenni. Ashura táknar þann fjölmenningar- og fjöltrúarbragðaheim sem við lifum í og samanstendur af ólíkum einstaklingum og þjóðfélagshópum, sem hafa hvert sitt sérkenni og hlutverk við að mynda litríkt samfélag.
Öll höfum við okkar sérkenni að leggja til samfélagsins. Hvern einstakling skyldi virða og elska af eigin verðleikum og þeirri elsku náum við með því að koma saman sem eitt mannkyn.
Þess vegna erum við, í Neskirkju og Félagi Horizon, innblásin af sögunni af Ashura-búðingi Nóa spámanns.
Skoðun
Hjólað inní framtíðinna
Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn.
Stefán Jón Hafstein skrifar
Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð
Sara María Júlíudóttir skrifar
Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Upprætum óttann við óttann
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar
Hér er kona, um konu…
Vilborg Gunnarsdóttir skrifar
Vegna greinar Snorra Mássonar
Guðmundur Andri Thorsson skrifar
Ertu á krossgötum?
Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins?
Sigurjón Þórðarson skrifar
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg?
Gunnar Ármannsson skrifar
Máttur kaffibollans
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar
Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin
Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Árið 1975 er að banka
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar?
Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Val Vigdísar
Skúli Ólafsson skrifar
Friður á jörðu
Þröstur Friðfinnsson skrifar
Af hverju eru kennarar að fara í verkfall?
Anton Már Gylfason skrifar
Opið bréf til Íslandspósts ohf.
Gróa Jóhannsdóttir skrifar
Gaza getur ekki beðið lengur
Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar
Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu
Jón Frímann Jónsson skrifar
SVEIT – Kastið inn handklæðinu
Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar
Skjáfíkn - vísindi eða trú?
Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Evrópusambandið eða nasismi
Snorri Másson skrifar
Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað
Andri Þorvarðarson skrifar
Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi
Sæunn Kjartansdóttir skrifar
Listin að styðja en ekki stýra
Árni Sigurðsson skrifar
Með vægi í samræmi við það
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku
Bergsveinn Ólafsson skrifar