Enski boltinn

Ranieri: Hægt að tala um Batistuta og Jamie Vardy í sömu setningu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jamie Vardy og Gabriel Batistuta.
Jamie Vardy og Gabriel Batistuta. vísir/getty
Jamie Vardy skoraði í tíunda leikjum í röð fyrir Leicester í ensku úrvalsdeildinni um helgina og jafnaði þá met Ruud van Nistelrooy, fyrrverandi framherja Manchester United.

Vardy getur bætt metið í síðdegisleiknum næsta laugardag þegar Leicester tekur einmitt á móti Manchester United. Með Vardy í stuði er Leicester-liðið á toppi-deildarinnar eftir þrettán umferðir.

Aðspurður á blaðamannafundi eftir leikinn gegn Newcastle um helgina hvort Ranieri hafi á sínum langa ferli þjálfað framherja sem hefur dottið í annað eins stuð minntist hann Argentínumannsins Gabriels Batistuta.

„Batistuta skoraði ellefu mörk í röð fyrir mig hjá Fiorentina. Það er það besta sem ég hef séð hingað til,“ sagði Ranieri, en Batistuta gerði það við upphaf tímabilsins 1994/1995.

„Vonandi getur Vardy gert betur. Það er alveg ótrúlegt að tala um Vardy og Batistuta í sömu setningu. Þetta er svo skrítið vegna þess að fyrir nokkrum árum var Vardy að spila í utandeildinni,“ sagði Claudio Ranieri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×