Handbolti

Góður sigur hjá Víkingum | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. vísir/stefán
Botnlið Víkings hélt áfram að rétta úr kútnum í kvöld er liðið vann flottan heimasigur, 30-27, á FH.

Víkingar leiddu frá upphafi og voru með fjögurra marka forskot í leikhléi, 16-12. FH náði að minnka muninn í tvö mörk snemma í síðari hálfleik en svo skildu leiðir á ný.

Litháinn Karolos Stropus fór á kostum í liði Víkings og skoraði ein tólf mörk í kvöld. Atli Karl Bachmann skoraði sex.

Einar Rafn Eiðsson atkvæðamestur í liði FH með átta mörk og Theodór Ingi Pálmason skoraði sex.

Víkingur er enn á botni deildarinnar með sex stig en aðeins þrem stigum frá næsta liði. Þeir hafa spilað þrjá leiki í röð núna án þess að tapa. FH er í áttunda sæti með 10 stig.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar sem má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×