Ætlar að mynda hvert einasta hús Sigvalda Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2015 20:00 Áhugamaður um arkitektinn Sigvalda Thordarson hefur sett sér það markmið að taka myndir af öllum húsum sem hann hefur teiknað. Hann er nú tæplega hálfnaður með verkið, en afrakstrinum deilir hann á Instagram við góðar undirtektir. Logi Höskuldsson er mikill áhugamaður um Sigvalda Thordarson og hefur undanfarið ár haldið úti Instagram-síðu honum til heiðurs. Sigvaldi lést árið 1964, aðeins 54 ára gamall. Þrátt fyrir stutta ævi var hann afkastamikill og hannaði á bilinu tvo til þrjú hundruð hús um land allt, eins og sést á korti sem Logi hefur útbúið, en hann hefur haft áhuga á Sigvaldahúsum frá því hann var lítill drengur.„Þegar ég var lítill þá langaði mig að vita hvar öll húsin eftir hann væru og sjá þau öll en mér datt aldrei í hug að þau væru svona mörg. Þau eru miklu fleiri en ég bjóst við. Svo þurfti ég einhvern stað fyrir þetta áhugamál, því mig langaði að leyfa öðrum að sjá og vera með, og Instagram var alveg fullkomið til þess,“ segir Logi. Sigvaldi Thordarson arkitekt lést árið 1964, aðeins 54 ára gamall. Hann var þrátt fyrir það afar afkastamikill í sínu starfi.Vísir Draumur Loga er að eignast einn dagin hús eftir Sigvalda en í millitíðinni hefur hann sett sér það markmið að mynda öll hús sem hann hefur hannað. „Ég er búinn að vera rosaleag heppinn því ég á fullt af vinum sem eru mikið að ferðast um landið og ég bið þá stundum að smella af einni mynd fyrir mig. Svo ef ég er sjálfur að ferðast þá bið ég stundum vini mína um að koma við hér og þar svo ég geti tekið myndir. Sumir taka vel í það en ekki allir sko,“ segir Logi kíminn. Eitt af einkennismerkjum Sigvalda eru litlir sem kenndir eru við hann, svokallaðir Sigvaldalitir. Bláir og okkurgulir fletir á hvítum veggjum sem víða hafa fengið að halda sér, enda kunna margir að meta hönnunina að sögn Loga.Logi myndar Sigvaldablokkina svokölluðu í Skaftahlíð.Vísir„Það er oft sem ég er að labba niðri í bæ til dæmis og eitthvað random fólk kemur og segir við mig að það sé að fylgjast með mér á Instagram. Það er alltaf mjög gaman sko. Það er gaman að geta sýnt það sem maður er að gera og fengið einhver viðbrögð, og fá að vita að einhver hefur gaman að þessu. Til þess er þetta eiginlega gert, til að hafa gaman,“ segir Logi. Þeir sem vilja fylgjast með Sigvaldahúsum Loga á Instagram geta fylgst með honum undir notendanafninu lojiho. Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Áhugamaður um arkitektinn Sigvalda Thordarson hefur sett sér það markmið að taka myndir af öllum húsum sem hann hefur teiknað. Hann er nú tæplega hálfnaður með verkið, en afrakstrinum deilir hann á Instagram við góðar undirtektir. Logi Höskuldsson er mikill áhugamaður um Sigvalda Thordarson og hefur undanfarið ár haldið úti Instagram-síðu honum til heiðurs. Sigvaldi lést árið 1964, aðeins 54 ára gamall. Þrátt fyrir stutta ævi var hann afkastamikill og hannaði á bilinu tvo til þrjú hundruð hús um land allt, eins og sést á korti sem Logi hefur útbúið, en hann hefur haft áhuga á Sigvaldahúsum frá því hann var lítill drengur.„Þegar ég var lítill þá langaði mig að vita hvar öll húsin eftir hann væru og sjá þau öll en mér datt aldrei í hug að þau væru svona mörg. Þau eru miklu fleiri en ég bjóst við. Svo þurfti ég einhvern stað fyrir þetta áhugamál, því mig langaði að leyfa öðrum að sjá og vera með, og Instagram var alveg fullkomið til þess,“ segir Logi. Sigvaldi Thordarson arkitekt lést árið 1964, aðeins 54 ára gamall. Hann var þrátt fyrir það afar afkastamikill í sínu starfi.Vísir Draumur Loga er að eignast einn dagin hús eftir Sigvalda en í millitíðinni hefur hann sett sér það markmið að mynda öll hús sem hann hefur hannað. „Ég er búinn að vera rosaleag heppinn því ég á fullt af vinum sem eru mikið að ferðast um landið og ég bið þá stundum að smella af einni mynd fyrir mig. Svo ef ég er sjálfur að ferðast þá bið ég stundum vini mína um að koma við hér og þar svo ég geti tekið myndir. Sumir taka vel í það en ekki allir sko,“ segir Logi kíminn. Eitt af einkennismerkjum Sigvalda eru litlir sem kenndir eru við hann, svokallaðir Sigvaldalitir. Bláir og okkurgulir fletir á hvítum veggjum sem víða hafa fengið að halda sér, enda kunna margir að meta hönnunina að sögn Loga.Logi myndar Sigvaldablokkina svokölluðu í Skaftahlíð.Vísir„Það er oft sem ég er að labba niðri í bæ til dæmis og eitthvað random fólk kemur og segir við mig að það sé að fylgjast með mér á Instagram. Það er alltaf mjög gaman sko. Það er gaman að geta sýnt það sem maður er að gera og fengið einhver viðbrögð, og fá að vita að einhver hefur gaman að þessu. Til þess er þetta eiginlega gert, til að hafa gaman,“ segir Logi. Þeir sem vilja fylgjast með Sigvaldahúsum Loga á Instagram geta fylgst með honum undir notendanafninu lojiho.
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira