Viðskipti innlent

Marel undirritar kaup á MPS meat processing system

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. vísir/valli
Marel hefur undirritað kaup á MPS meat processing system, sem er alþjóðlegur leiðtogi í framleiðslu á búnaði fyrir fyrsta stig kjötvinnslu. Kaupin styðja því við framboð Marel á búnaði fyrir öll stig kjötvinnslu, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Heildarkaupverð er 382 milljónir evra. Samhliða tilkynnir Marel um samkomulag um langtímafjármögnun á allri samstæðunni að fjárhæð 670 milljónum evra

Í henni segir að kaupin leiði til betri samkeppnisstöðu félagsins í kjötiðnaði á heimsvísu, og að engin skörun sé í vörulínu félaganna tveggja. Þá passi alþjóðleg starfsemi félaganna vel saman sem skapi grundvöll fyrir áframhaldandi vöxt og arðsemi.

„Kaupin styðja við framboð Marel á heildarlausnum í kjötvinnslu og ýta einnig undir jafnari tekjuskiptingu, bæði á milli mismunandi iðnaða og markaðssvæða. Í sameinuðu félagi er áætlað að kjötiðnaður muni skila um það bil 30% af heildartekjum og EBITDA á ársgrundvelli.“

Haft er eftir Árna Oddi Þórðarsyni, forstjóra Marel, í tilkynningunni að kaupin muni styrkja félagið. „Við þekkjumst vel enda höfum við sett um fjölmargar verksmiðjur fyrir viðskiptavini í kjötiðnaðinum um heim allan. Í þeim verkefnum hefur MPS komið með framúrskarandi þekkingu og lausnir fyrir fyrsta stig kjötvinnslunnar að borðinu á meðan við höfum komið með það sem þarf fyrir næstu skref í vinnsluferlinu og svo hugbúnaðinn sem bindur þetta allt saman. Saman erum við sterkari og í lykilstöðu til að veita kjötframleiðendum heildarlausnir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×