Messi og Ronaldo eru alltaf í aðalhlutverkum Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. nóvember 2015 08:00 Allt snýst um tvo bestu fótboltamenn heims, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, þótt sá síðarnefndi hafi ekki verið með í tvo mánuði. Fréttablaðið/AFP Annar af tveimur stærstu leikjum hvers tímabils í spænsku 1. deildinni, El Clásico, viðureign Real Madrid og Barcelona, fer fram á Santiago Bernabéu í höfuðborg Spánar í dag. Hinn stærsti leikurinn er vitaskuld þegar þessi risar og miklu erkifjendur mætast aftur. Barcelona er efst í deildinni með 27 stig, þremur stigum á undan Real Madrid. Þessi lið vinna svo marga fótboltaleiki á hverju ári í spænsku deildinni að Real má einfaldlega ekki við því að tapa í dag og hleypa Börsungum sex stigum á undan sér. Það er því ansi mikið undir þó mótið sé ekki einu sinni hálfnað.Messi eða ekki? Brasilíski framherjinn Neymar hefur farið á kostum á tímabilinu og er að draga vagninn ásamt Luis Suárez í fjarveru Messi. Það hefur hann gert áður en er að skila enn betra hlutverki að þessu sinni. Lionel Messi hefur ekki spilað síðustu níu leiki Barcelona vegna meiðsla en í síðustu sjö leikjum er Neymar búinn að skora tíu mörk og gefa sex stoðsendingar. Hann er í raun akkúrat á þessari stundu aðalmaður Barcelona-liðsins. Eða svo hefðu flestir haldið. Saga leiksins er samt meira eða minna sú hvort Lionel Messi verði með. Argentínumaðurinn mætti aftur til æfinga í vikunni eftir að meiðast í byrjun október. Auðvitað verður hann með, en hverju getur hann skilað í fyrsta leik eftir þessi meiðsli? Hann getur með marki í dag orðið markahæsti leikmaðurinn í sögu deildarútgáfu El Clásico-leikjanna með 15 mörk. Hann er nú jafn Alfredo Di Stéfano með fjórtán. Messi og Ronaldo eru alltaf stóra sagan fyrir hvern Clásico-leik og það breytist ekkert núna. Þegar tveir bestu fótboltamenn heims mætast í risaslag tveggja bestu fótboltaliða heims horfa allir. Spænski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira
Annar af tveimur stærstu leikjum hvers tímabils í spænsku 1. deildinni, El Clásico, viðureign Real Madrid og Barcelona, fer fram á Santiago Bernabéu í höfuðborg Spánar í dag. Hinn stærsti leikurinn er vitaskuld þegar þessi risar og miklu erkifjendur mætast aftur. Barcelona er efst í deildinni með 27 stig, þremur stigum á undan Real Madrid. Þessi lið vinna svo marga fótboltaleiki á hverju ári í spænsku deildinni að Real má einfaldlega ekki við því að tapa í dag og hleypa Börsungum sex stigum á undan sér. Það er því ansi mikið undir þó mótið sé ekki einu sinni hálfnað.Messi eða ekki? Brasilíski framherjinn Neymar hefur farið á kostum á tímabilinu og er að draga vagninn ásamt Luis Suárez í fjarveru Messi. Það hefur hann gert áður en er að skila enn betra hlutverki að þessu sinni. Lionel Messi hefur ekki spilað síðustu níu leiki Barcelona vegna meiðsla en í síðustu sjö leikjum er Neymar búinn að skora tíu mörk og gefa sex stoðsendingar. Hann er í raun akkúrat á þessari stundu aðalmaður Barcelona-liðsins. Eða svo hefðu flestir haldið. Saga leiksins er samt meira eða minna sú hvort Lionel Messi verði með. Argentínumaðurinn mætti aftur til æfinga í vikunni eftir að meiðast í byrjun október. Auðvitað verður hann með, en hverju getur hann skilað í fyrsta leik eftir þessi meiðsli? Hann getur með marki í dag orðið markahæsti leikmaðurinn í sögu deildarútgáfu El Clásico-leikjanna með 15 mörk. Hann er nú jafn Alfredo Di Stéfano með fjórtán. Messi og Ronaldo eru alltaf stóra sagan fyrir hvern Clásico-leik og það breytist ekkert núna. Þegar tveir bestu fótboltamenn heims mætast í risaslag tveggja bestu fótboltaliða heims horfa allir.
Spænski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira