Fjölga þarf landamæravörðum á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2015 18:47 Frá neyðarfundi innanríkisráðherra í dag. Vísir/AFP Innanríkis- og dómsmálaráðherrar Evrópu ákváðu í dag að herða landamæragæslu á ytri landamærum Schengensvæðisins. Ólöf Nordal segir allar líkur á að fjölga þurfi starfsfólki á Keflavíkurflugvelli vegna þessa. Öryggisgæsla er enn mikil í París nú þegar vika er liðin frá hryðjuverkaárásunum sem urðu 129 manns að bana síðast liðið föstudagskvöld. Þá sat Ólöf Nordal innanríkisráðherra skyndifund innanríkis- og dómsmálaráðherra Evrópu í Brussel í dag. „Það eru allir sammála um að það verði að stíga ákveðnari skref í að styrkja ytri landamæri Schengen. Fundurinn lýsti auðvitað yfir mikilli samstöðu með Frökkum vegna þeirra atburða sem urðu á föstudaginn,“ segir Ólöf. Þá hefur öryggisgæsla verið aukin til muna í Stokkhólmi eftir að sænska lögreglan handtók 22ja ára gamlan mann í flóttamannamiðstöð í Bolidin í norður Svíþjóð í gær. Hann er talinn vera af íröskum ættum og er grunaður um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkárás í Svíþjóð. „Mér er mjög létt að okkur hafi tekist að finna þennan mann.. Yfirheyrslur standa nú yfir þar sem við reynum að komast að því hvort einhverjir aðrir tengist þessum áformum eða hvort hann var einn að verki,“ segir Dan Elliasson lögreglustjóri. Innanríkisráðherra segir að á ráðherrafundinum í Brussel hafi verið ákveðið að herða alla landamæragæslu á Schengen svæðinu. „Ríkin eru hvött til að fara í meira mæli í tilviljunarkennt tékk á landamærunum. Þar sem m.a. er verið að fara yfir skilríki án þess að það sé gert með kerfisbundnum hætti. Þetta nái bæði til íbúa innan og utan Schengen,“ segir Ólöf. Þá séu auknar kröfur um landamæragæslu á ytri landamærum Schengen eins og á Keflavíkurflugvelli. „Ég held að það fari að koma að því að við förum rækilega yfir það hvort við höfum nægan mannskap á Keflavíkurflugvelli. Við finnum það á þessum fundum að við erum að fara í þá átt að það verður að gera betur þarna og við verðum þá að vera tilbúin til að axla þá ábyrgð sem á okkur hvílir í því. Þannig að ég held að það blasi við á næstunni,“ segir Ólöf Nordal. Tengdar fréttir Herða landamæraeftirlit inn á Schengen-svæðið Hertar reglur ná einnig til ríkisborgara Schengen-ríkja. 20. nóvember 2015 13:38 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Innanríkis- og dómsmálaráðherrar Evrópu ákváðu í dag að herða landamæragæslu á ytri landamærum Schengensvæðisins. Ólöf Nordal segir allar líkur á að fjölga þurfi starfsfólki á Keflavíkurflugvelli vegna þessa. Öryggisgæsla er enn mikil í París nú þegar vika er liðin frá hryðjuverkaárásunum sem urðu 129 manns að bana síðast liðið föstudagskvöld. Þá sat Ólöf Nordal innanríkisráðherra skyndifund innanríkis- og dómsmálaráðherra Evrópu í Brussel í dag. „Það eru allir sammála um að það verði að stíga ákveðnari skref í að styrkja ytri landamæri Schengen. Fundurinn lýsti auðvitað yfir mikilli samstöðu með Frökkum vegna þeirra atburða sem urðu á föstudaginn,“ segir Ólöf. Þá hefur öryggisgæsla verið aukin til muna í Stokkhólmi eftir að sænska lögreglan handtók 22ja ára gamlan mann í flóttamannamiðstöð í Bolidin í norður Svíþjóð í gær. Hann er talinn vera af íröskum ættum og er grunaður um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkárás í Svíþjóð. „Mér er mjög létt að okkur hafi tekist að finna þennan mann.. Yfirheyrslur standa nú yfir þar sem við reynum að komast að því hvort einhverjir aðrir tengist þessum áformum eða hvort hann var einn að verki,“ segir Dan Elliasson lögreglustjóri. Innanríkisráðherra segir að á ráðherrafundinum í Brussel hafi verið ákveðið að herða alla landamæragæslu á Schengen svæðinu. „Ríkin eru hvött til að fara í meira mæli í tilviljunarkennt tékk á landamærunum. Þar sem m.a. er verið að fara yfir skilríki án þess að það sé gert með kerfisbundnum hætti. Þetta nái bæði til íbúa innan og utan Schengen,“ segir Ólöf. Þá séu auknar kröfur um landamæragæslu á ytri landamærum Schengen eins og á Keflavíkurflugvelli. „Ég held að það fari að koma að því að við förum rækilega yfir það hvort við höfum nægan mannskap á Keflavíkurflugvelli. Við finnum það á þessum fundum að við erum að fara í þá átt að það verður að gera betur þarna og við verðum þá að vera tilbúin til að axla þá ábyrgð sem á okkur hvílir í því. Þannig að ég held að það blasi við á næstunni,“ segir Ólöf Nordal.
Tengdar fréttir Herða landamæraeftirlit inn á Schengen-svæðið Hertar reglur ná einnig til ríkisborgara Schengen-ríkja. 20. nóvember 2015 13:38 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Herða landamæraeftirlit inn á Schengen-svæðið Hertar reglur ná einnig til ríkisborgara Schengen-ríkja. 20. nóvember 2015 13:38