Fjölga þarf landamæravörðum á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2015 18:47 Frá neyðarfundi innanríkisráðherra í dag. Vísir/AFP Innanríkis- og dómsmálaráðherrar Evrópu ákváðu í dag að herða landamæragæslu á ytri landamærum Schengensvæðisins. Ólöf Nordal segir allar líkur á að fjölga þurfi starfsfólki á Keflavíkurflugvelli vegna þessa. Öryggisgæsla er enn mikil í París nú þegar vika er liðin frá hryðjuverkaárásunum sem urðu 129 manns að bana síðast liðið föstudagskvöld. Þá sat Ólöf Nordal innanríkisráðherra skyndifund innanríkis- og dómsmálaráðherra Evrópu í Brussel í dag. „Það eru allir sammála um að það verði að stíga ákveðnari skref í að styrkja ytri landamæri Schengen. Fundurinn lýsti auðvitað yfir mikilli samstöðu með Frökkum vegna þeirra atburða sem urðu á föstudaginn,“ segir Ólöf. Þá hefur öryggisgæsla verið aukin til muna í Stokkhólmi eftir að sænska lögreglan handtók 22ja ára gamlan mann í flóttamannamiðstöð í Bolidin í norður Svíþjóð í gær. Hann er talinn vera af íröskum ættum og er grunaður um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkárás í Svíþjóð. „Mér er mjög létt að okkur hafi tekist að finna þennan mann.. Yfirheyrslur standa nú yfir þar sem við reynum að komast að því hvort einhverjir aðrir tengist þessum áformum eða hvort hann var einn að verki,“ segir Dan Elliasson lögreglustjóri. Innanríkisráðherra segir að á ráðherrafundinum í Brussel hafi verið ákveðið að herða alla landamæragæslu á Schengen svæðinu. „Ríkin eru hvött til að fara í meira mæli í tilviljunarkennt tékk á landamærunum. Þar sem m.a. er verið að fara yfir skilríki án þess að það sé gert með kerfisbundnum hætti. Þetta nái bæði til íbúa innan og utan Schengen,“ segir Ólöf. Þá séu auknar kröfur um landamæragæslu á ytri landamærum Schengen eins og á Keflavíkurflugvelli. „Ég held að það fari að koma að því að við förum rækilega yfir það hvort við höfum nægan mannskap á Keflavíkurflugvelli. Við finnum það á þessum fundum að við erum að fara í þá átt að það verður að gera betur þarna og við verðum þá að vera tilbúin til að axla þá ábyrgð sem á okkur hvílir í því. Þannig að ég held að það blasi við á næstunni,“ segir Ólöf Nordal. Tengdar fréttir Herða landamæraeftirlit inn á Schengen-svæðið Hertar reglur ná einnig til ríkisborgara Schengen-ríkja. 20. nóvember 2015 13:38 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Innanríkis- og dómsmálaráðherrar Evrópu ákváðu í dag að herða landamæragæslu á ytri landamærum Schengensvæðisins. Ólöf Nordal segir allar líkur á að fjölga þurfi starfsfólki á Keflavíkurflugvelli vegna þessa. Öryggisgæsla er enn mikil í París nú þegar vika er liðin frá hryðjuverkaárásunum sem urðu 129 manns að bana síðast liðið föstudagskvöld. Þá sat Ólöf Nordal innanríkisráðherra skyndifund innanríkis- og dómsmálaráðherra Evrópu í Brussel í dag. „Það eru allir sammála um að það verði að stíga ákveðnari skref í að styrkja ytri landamæri Schengen. Fundurinn lýsti auðvitað yfir mikilli samstöðu með Frökkum vegna þeirra atburða sem urðu á föstudaginn,“ segir Ólöf. Þá hefur öryggisgæsla verið aukin til muna í Stokkhólmi eftir að sænska lögreglan handtók 22ja ára gamlan mann í flóttamannamiðstöð í Bolidin í norður Svíþjóð í gær. Hann er talinn vera af íröskum ættum og er grunaður um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkárás í Svíþjóð. „Mér er mjög létt að okkur hafi tekist að finna þennan mann.. Yfirheyrslur standa nú yfir þar sem við reynum að komast að því hvort einhverjir aðrir tengist þessum áformum eða hvort hann var einn að verki,“ segir Dan Elliasson lögreglustjóri. Innanríkisráðherra segir að á ráðherrafundinum í Brussel hafi verið ákveðið að herða alla landamæragæslu á Schengen svæðinu. „Ríkin eru hvött til að fara í meira mæli í tilviljunarkennt tékk á landamærunum. Þar sem m.a. er verið að fara yfir skilríki án þess að það sé gert með kerfisbundnum hætti. Þetta nái bæði til íbúa innan og utan Schengen,“ segir Ólöf. Þá séu auknar kröfur um landamæragæslu á ytri landamærum Schengen eins og á Keflavíkurflugvelli. „Ég held að það fari að koma að því að við förum rækilega yfir það hvort við höfum nægan mannskap á Keflavíkurflugvelli. Við finnum það á þessum fundum að við erum að fara í þá átt að það verður að gera betur þarna og við verðum þá að vera tilbúin til að axla þá ábyrgð sem á okkur hvílir í því. Þannig að ég held að það blasi við á næstunni,“ segir Ólöf Nordal.
Tengdar fréttir Herða landamæraeftirlit inn á Schengen-svæðið Hertar reglur ná einnig til ríkisborgara Schengen-ríkja. 20. nóvember 2015 13:38 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Herða landamæraeftirlit inn á Schengen-svæðið Hertar reglur ná einnig til ríkisborgara Schengen-ríkja. 20. nóvember 2015 13:38