Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Valur 24-26 | Valur vann háspennuleik Guðmundur Marinó Ingvarsson í Vodafone-höllinni skrifar 21. nóvember 2015 00:01 vísir/stefán Valur lagði Gróttu 26-24 í háspennuleik á Seltjarnarnesi í 14. umferð Olís deildar karla í handbolta í dag. Grótta skoraði fyrstu mörk leiksins og var með frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn. Liðið skiptust þó á góðum sprettum og var forysta Gróttu aldrei meiri en þrjú mörk í hálfleiknum. Grótta lék mjög góðan varnarleik auk þess sem Lárus Helgi var góður í markinu. Það skilaði liðinu mörkum úr hraðaupphlaupum sem var lykillinn að því að liðið var marki yfir í hálfleik 12-11 þó Valur skoraði tvö síðustu mörk hálfleiksins. Markverðir Vals vörðu aðeins tvö skot í fyrri hálfleik og gat liðið því þakkað góðri vörn sinni það að liðið var aðeins marki undir í hálfleik. Markverðir Gróttu náði ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik og að sama skapi steig hinn margreyndi Hlynur Morthens upp er leið á seinni hálfleikinn sem gerði að lokum gæfumuninn. Grótta getur nagað sig í handarbökin að hafa ekki farið með betra forskot inn í hálfleik en að sama skapi náðu Valsmenn fjögurra marka forystu í seinni hálfleik sem liðið glopraði niður fyrir æsispennandi lokasprettinn. Valsmenn voru sterkari á lokasprettinum. Hlynur varði mikilvæg skot og skyttur liðsins, Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson skoruðu fjögur síðustu mörk liðsins á sama tíma og Grótta lenti í vandræðum í sinum sóknarleik. Daði Laxdal Gautason fór á kostum í liði Gróttu í leiknum en hann var tekinn úr umferð undir lokin og það náði Grótta ekki að leysa nógu vel. Fyrir vikið er Valur komið upp að hlið Hauka á toppi deildarinnar þó Haukar haldi toppsætinu á betri innbyrðis árangri. Haukar eiga að auki leik til góða. Grótta lék vel í dag en er enn í 6. sæti og í fallbaráttu þó spilamennska liðsins gefi til kynna að liðið ætti ekki að þurfa að óttast fall þegar seinni hluti tímabilsins nálgast. Guðmundur Hólmar: Smá stress í báðum liðum„Ég er sáttur við hvernig við svöruðum mótlætinu. Við vorum lélegir í síðasta leik og lentum undir hér. Það var mjög jákvætt,“ sagði Guðmundur Hólmar Helgason sem fór mikinn fyrir Val í vörn og sókn í dag. Það kom Guðmundi nokkuð á óvart þegar honum var sagt að Valur hafði aðeins varið tvö skot í fyrri hálfleik. „Vörnin var ekki alveg nógu góð. Þeir fengu mörg dauðafæri og hraðaupphlaup. Við vorum lélegir að hlaupa til baka og vorum heppnir að lenda ekki meira undir. Þá hefði þetta kannski þróast öðruvísi. Hlynur datt í gang í seinni hálfleik.“ Valur náði fjögurra marka forystu um miðbik seinni hálfleiks en missti forskotið niður og lenti undir á nýjan leik. „Það var greinilega smá stress í báðum liðum. Hvorugt náði að halda forystu. Það sýnir að það var mikið undir. Hver einasti punktur telur svo mikið. „Grótta er með hörku lið og hörku heimavöll. Ef þú mætir ekki klár þá ertu ekki að fara að vinna eitt einasta stig hérna. Við erum mjög sáttir við að fara með tvö sig héðan,“ sagði Guðmundur. Finnur Ingi: Ekkert því til fyrirstöðu að við myndum vinna„Það er algjör dauði á móti Val að fara illa með sóknirnar. Tapaðir boltar, þeir refsa fyrir allt svoleiðis. Þannig héngu þeir líka inni í leiknum í fyrri hálfleik,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson sem mætti sínum gömlu félögum. Grótta sýndi mikinn karakter þegar liðið vann upp fjögurra marka forystu Vals í seinni hálfleik og komst yfir á ný þó liðið hafi ekki náð að halda það út. „Það var sterkt. Við gefumst ekkert upp. Leikurinn var ekki búinn. Við erum í jöfnum leik þegar þrjár mínútur eru eftir og Hlynur gamli tekur tvö dauðafæri. Það var mjög dýrt. „Þegar leikurinn er á línunni hérna í endann þá stígur Bubbi (Hlynur Morthens) upp.“ Grótta er með þremur stigum meira en ÍR sem er í fallsæti, níunda sæti, en að sama skapi er Grótta aðeins þremur stigum frá Afturelding í fjórða sæti deildarinnar. Miðað við spilamennskuna í dag virðist liðið eiga nokkuð inni enda horfir liðið upp á við og stefnir hærra. „Það var ekkert því til fyrirstöðu að við myndum vinna þennan leik. Við vorum á góðu róli og á heimavelli. Að sama skapi voru Valsmenn í smá lægð. „Þetta er hrikalega jafnt frá níu og upp í fjórða sæti. Það er stutt á milli og menn þurfa að vera á tánum. Við stefnum að sjálfsögðu á að vera í efri hlutanum,“ sagði Finnur Ingi. Olís-deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira
Valur lagði Gróttu 26-24 í háspennuleik á Seltjarnarnesi í 14. umferð Olís deildar karla í handbolta í dag. Grótta skoraði fyrstu mörk leiksins og var með frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn. Liðið skiptust þó á góðum sprettum og var forysta Gróttu aldrei meiri en þrjú mörk í hálfleiknum. Grótta lék mjög góðan varnarleik auk þess sem Lárus Helgi var góður í markinu. Það skilaði liðinu mörkum úr hraðaupphlaupum sem var lykillinn að því að liðið var marki yfir í hálfleik 12-11 þó Valur skoraði tvö síðustu mörk hálfleiksins. Markverðir Vals vörðu aðeins tvö skot í fyrri hálfleik og gat liðið því þakkað góðri vörn sinni það að liðið var aðeins marki undir í hálfleik. Markverðir Gróttu náði ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik og að sama skapi steig hinn margreyndi Hlynur Morthens upp er leið á seinni hálfleikinn sem gerði að lokum gæfumuninn. Grótta getur nagað sig í handarbökin að hafa ekki farið með betra forskot inn í hálfleik en að sama skapi náðu Valsmenn fjögurra marka forystu í seinni hálfleik sem liðið glopraði niður fyrir æsispennandi lokasprettinn. Valsmenn voru sterkari á lokasprettinum. Hlynur varði mikilvæg skot og skyttur liðsins, Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson skoruðu fjögur síðustu mörk liðsins á sama tíma og Grótta lenti í vandræðum í sinum sóknarleik. Daði Laxdal Gautason fór á kostum í liði Gróttu í leiknum en hann var tekinn úr umferð undir lokin og það náði Grótta ekki að leysa nógu vel. Fyrir vikið er Valur komið upp að hlið Hauka á toppi deildarinnar þó Haukar haldi toppsætinu á betri innbyrðis árangri. Haukar eiga að auki leik til góða. Grótta lék vel í dag en er enn í 6. sæti og í fallbaráttu þó spilamennska liðsins gefi til kynna að liðið ætti ekki að þurfa að óttast fall þegar seinni hluti tímabilsins nálgast. Guðmundur Hólmar: Smá stress í báðum liðum„Ég er sáttur við hvernig við svöruðum mótlætinu. Við vorum lélegir í síðasta leik og lentum undir hér. Það var mjög jákvætt,“ sagði Guðmundur Hólmar Helgason sem fór mikinn fyrir Val í vörn og sókn í dag. Það kom Guðmundi nokkuð á óvart þegar honum var sagt að Valur hafði aðeins varið tvö skot í fyrri hálfleik. „Vörnin var ekki alveg nógu góð. Þeir fengu mörg dauðafæri og hraðaupphlaup. Við vorum lélegir að hlaupa til baka og vorum heppnir að lenda ekki meira undir. Þá hefði þetta kannski þróast öðruvísi. Hlynur datt í gang í seinni hálfleik.“ Valur náði fjögurra marka forystu um miðbik seinni hálfleiks en missti forskotið niður og lenti undir á nýjan leik. „Það var greinilega smá stress í báðum liðum. Hvorugt náði að halda forystu. Það sýnir að það var mikið undir. Hver einasti punktur telur svo mikið. „Grótta er með hörku lið og hörku heimavöll. Ef þú mætir ekki klár þá ertu ekki að fara að vinna eitt einasta stig hérna. Við erum mjög sáttir við að fara með tvö sig héðan,“ sagði Guðmundur. Finnur Ingi: Ekkert því til fyrirstöðu að við myndum vinna„Það er algjör dauði á móti Val að fara illa með sóknirnar. Tapaðir boltar, þeir refsa fyrir allt svoleiðis. Þannig héngu þeir líka inni í leiknum í fyrri hálfleik,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson sem mætti sínum gömlu félögum. Grótta sýndi mikinn karakter þegar liðið vann upp fjögurra marka forystu Vals í seinni hálfleik og komst yfir á ný þó liðið hafi ekki náð að halda það út. „Það var sterkt. Við gefumst ekkert upp. Leikurinn var ekki búinn. Við erum í jöfnum leik þegar þrjár mínútur eru eftir og Hlynur gamli tekur tvö dauðafæri. Það var mjög dýrt. „Þegar leikurinn er á línunni hérna í endann þá stígur Bubbi (Hlynur Morthens) upp.“ Grótta er með þremur stigum meira en ÍR sem er í fallsæti, níunda sæti, en að sama skapi er Grótta aðeins þremur stigum frá Afturelding í fjórða sæti deildarinnar. Miðað við spilamennskuna í dag virðist liðið eiga nokkuð inni enda horfir liðið upp á við og stefnir hærra. „Það var ekkert því til fyrirstöðu að við myndum vinna þennan leik. Við vorum á góðu róli og á heimavelli. Að sama skapi voru Valsmenn í smá lægð. „Þetta er hrikalega jafnt frá níu og upp í fjórða sæti. Það er stutt á milli og menn þurfa að vera á tánum. Við stefnum að sjálfsögðu á að vera í efri hlutanum,“ sagði Finnur Ingi.
Olís-deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira