Fær verzlunin að njóta sannmælis? Ólafur Stephensen skrifar 21. nóvember 2015 07:00 Boðað afnám tolla af fötum og skóm um áramótin hefur þegar stuðlað að lækkun verðlags í íslenzkum verzlunum. Undanfarna daga hafa ýmsar fata- og skóbúðir lækkað verðið um 15%, eða hér það bil um það sem nemur tollunum. Afnám tollanna er að sjálfsögðu mikið hagsmunamál innlendrar verzlunar, enda stuðlar það að því að neytendur kaupi fremur fatnað hér á landi en erlendis. Rétt eins og í fyrra, þegar afnám vörugjalda og lækkun efra þreps virðisaukaskatts var boðuð um áramót, er verzlunin þó að sumu leyti sett í erfiða stöðu með því að margir mánuðir líði frá tilkynningu um afnám tolla fram að gildistöku þess. Afleiðingin er tilhneiging neytenda til að halda að sér höndum og bíða eftir gjaldalækkuninni, einmitt á þeim tíma sem er mesti uppgripatími verzlunarinnar. Fata- og skóverzlanir bregðast nú við með sama hætti og raftækjaverzlanir gerðu margar hverjar í fyrra og lækka verðið strax um sem nemur þeim opinberu gjöldum sem falla niður, til að koma í veg fyrir minnkandi viðskipti. Fyrirtækin taka þannig í raun á sig tollana um nokkurra vikna eða mánaða skeið. Neytendur njóta að sjálfsögðu góðs af þessu, en engu að síður hefur borið á því að fyrirtækin, sem ganga þannig á undan og færa neytendum ávinning afnáms opinberra gjalda áður en það hefur í raun átt sér stað, hafa ekki fengið að njóta sannmælis.Gölluð úttekt á áhrifum afnáms vörugjalda Þannig birti verðlagseftirlit Alþýðusambandsins í maí síðastliðnum niðurstöður úttektar sinnar á því hvernig afnám vörugjalda á raftækjum hefði skilað sér. Þar var því haldið fram að verðlækkanir hefðu verið mun minni en búast mátti við. Aðferðirnar við gerð úttektarinnar voru því miður ekki boðlegar. Annars vegar voru valdir viðmiðunarpunktar í október 2014 og svo í apríl 2015. Fjöldi raftækjaverzlana lækkaði hins vegar hjá sér verðið í september 2014, fljótlega eftir að tilkynnt hafði verið um áformað afnám vörugjaldanna. Úttektin mældi því alls ekki hina raunverulegu verðlækkun. Hins vegar var ekki tilgreint með skýrum hætti í úttektinni hvaða vörur var um að ræða í hverju tilviki og þannig var ekki ljóst að verið væri að bera saman verð sambærilegra vara. Hvort tveggja var til þess fallið að draga úr áreiðanleika niðurstaðna könnunarinnar, sem því miður voru teknar upp gagnrýnislaust af mörgum fjölmiðlum. Það getur vissulega verið vandkvæðum bundið að mæla áhrif niðurfellingar opinberra gjalda á verðlag. Strax í kjölfar niðurfellingar tolla á fötum og skóm um áramótin hefjast til dæmis hefðbundnar janúarútsölur á þessum vörum. Mælingar á því hvort tollalækkunin skili sér þurfa að taka tillit til þess. Sömuleiðis verður að taka tillit til þess að ekki bera öll föt eða skór tolla í dag. Afnámið á eingöngu við um þær vörur sem eru framleiddar utan Evrópska efnahagssvæðisins, en vörur framleiddar á EES bera ekki tolla í dag. Fyrirfram er engin ástæða til þess að ætla að verzlunarfyrirtæki láti ekki lækkun tolla koma fram að fullu í vöruverði. Ástæðan er að þau eiga í harðri samkeppni við erlenda verzlun og þurfa á öllu sínu að halda í þeirri samkeppni. Aðhald neytenda með því að lækkanir á opinberum gjöldum skili sér í vöruverði er sjálfsagt og eðlilegt og stuðlar að heilbrigðum viðskiptaháttum og virkri samkeppni. Það verður hins vegar að gera þá kröfu til verðkannana að þær séu vel úr garði gerðar og gefi rétta mynd af verðlagi og verðbreytingum. Á því hefur verið misbrestur hvað varðar kannanir ASÍ og er óskandi að úr því verði bætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Boðað afnám tolla af fötum og skóm um áramótin hefur þegar stuðlað að lækkun verðlags í íslenzkum verzlunum. Undanfarna daga hafa ýmsar fata- og skóbúðir lækkað verðið um 15%, eða hér það bil um það sem nemur tollunum. Afnám tollanna er að sjálfsögðu mikið hagsmunamál innlendrar verzlunar, enda stuðlar það að því að neytendur kaupi fremur fatnað hér á landi en erlendis. Rétt eins og í fyrra, þegar afnám vörugjalda og lækkun efra þreps virðisaukaskatts var boðuð um áramót, er verzlunin þó að sumu leyti sett í erfiða stöðu með því að margir mánuðir líði frá tilkynningu um afnám tolla fram að gildistöku þess. Afleiðingin er tilhneiging neytenda til að halda að sér höndum og bíða eftir gjaldalækkuninni, einmitt á þeim tíma sem er mesti uppgripatími verzlunarinnar. Fata- og skóverzlanir bregðast nú við með sama hætti og raftækjaverzlanir gerðu margar hverjar í fyrra og lækka verðið strax um sem nemur þeim opinberu gjöldum sem falla niður, til að koma í veg fyrir minnkandi viðskipti. Fyrirtækin taka þannig í raun á sig tollana um nokkurra vikna eða mánaða skeið. Neytendur njóta að sjálfsögðu góðs af þessu, en engu að síður hefur borið á því að fyrirtækin, sem ganga þannig á undan og færa neytendum ávinning afnáms opinberra gjalda áður en það hefur í raun átt sér stað, hafa ekki fengið að njóta sannmælis.Gölluð úttekt á áhrifum afnáms vörugjalda Þannig birti verðlagseftirlit Alþýðusambandsins í maí síðastliðnum niðurstöður úttektar sinnar á því hvernig afnám vörugjalda á raftækjum hefði skilað sér. Þar var því haldið fram að verðlækkanir hefðu verið mun minni en búast mátti við. Aðferðirnar við gerð úttektarinnar voru því miður ekki boðlegar. Annars vegar voru valdir viðmiðunarpunktar í október 2014 og svo í apríl 2015. Fjöldi raftækjaverzlana lækkaði hins vegar hjá sér verðið í september 2014, fljótlega eftir að tilkynnt hafði verið um áformað afnám vörugjaldanna. Úttektin mældi því alls ekki hina raunverulegu verðlækkun. Hins vegar var ekki tilgreint með skýrum hætti í úttektinni hvaða vörur var um að ræða í hverju tilviki og þannig var ekki ljóst að verið væri að bera saman verð sambærilegra vara. Hvort tveggja var til þess fallið að draga úr áreiðanleika niðurstaðna könnunarinnar, sem því miður voru teknar upp gagnrýnislaust af mörgum fjölmiðlum. Það getur vissulega verið vandkvæðum bundið að mæla áhrif niðurfellingar opinberra gjalda á verðlag. Strax í kjölfar niðurfellingar tolla á fötum og skóm um áramótin hefjast til dæmis hefðbundnar janúarútsölur á þessum vörum. Mælingar á því hvort tollalækkunin skili sér þurfa að taka tillit til þess. Sömuleiðis verður að taka tillit til þess að ekki bera öll föt eða skór tolla í dag. Afnámið á eingöngu við um þær vörur sem eru framleiddar utan Evrópska efnahagssvæðisins, en vörur framleiddar á EES bera ekki tolla í dag. Fyrirfram er engin ástæða til þess að ætla að verzlunarfyrirtæki láti ekki lækkun tolla koma fram að fullu í vöruverði. Ástæðan er að þau eiga í harðri samkeppni við erlenda verzlun og þurfa á öllu sínu að halda í þeirri samkeppni. Aðhald neytenda með því að lækkanir á opinberum gjöldum skili sér í vöruverði er sjálfsagt og eðlilegt og stuðlar að heilbrigðum viðskiptaháttum og virkri samkeppni. Það verður hins vegar að gera þá kröfu til verðkannana að þær séu vel úr garði gerðar og gefi rétta mynd af verðlagi og verðbreytingum. Á því hefur verið misbrestur hvað varðar kannanir ASÍ og er óskandi að úr því verði bætt.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar